Rambar ríkisstjórnin til falls?

Mér þykja þessi eilífu fundarhöld ráðherra ríkisstjórnar fyrir luktum dyrum æði leyndardómsfull að verða. Ráðherra boðar í sífellu til blaðamannafundar, gefur engin eða loðin svör þegar á hólminn er komið, Samfylkingin með alls kyns yfirlýsingar um samstöðu og einhug og ég veit ekki hvað og hvað. Björn jafnvel farinn að ýja að kosningum, svona undir rós. Ber meira á þessum dularfullu og loðnu skilaboðum út í samfélagið eftir að Ingibjörg snér til baka úr veikindaleyfinu.

IMF virðist lykillinn að því að við getum rétt úr kútnum, samt liggur ekki enn fyrir hvort við munum sækja um lán til þeirra eður ei. Menn tala undir rós í þeim efnum sem öðrum. Ekkert samræmi á milli þess sem ráðherrar láta frá sér og þess sem ráðamenn INF gefa út.

Þetta fer að verða eins og spennand farsi í breskri sakamálasögu. Í öllu falli ,,spúký". Svei mér ef það hriktir ekki í stoðum á stjórnarheimilinu? Mér sýnist menn ættu að fara íhuga sína stöðu og líta á jarðveginn.  Það skyldi þó aldrei vera.................Whistling


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það er spurning..ég sé ákveðin merki um leiðindi í þessu samstarfi.

Ragnheiður , 19.10.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Svei mér þá, það kæmi mér ekki á óvart þó stjórnarslit séu í farvatninu, menn eru alla vega ekki að koma sér saman um einhverja þýðingamikil málefni.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:58

3 identicon

Heil og sæl; Guðrún Jóna og aðrir skrifarar og lesendur !

Hvika ekki; frá tortryggni minni, í garð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF), hver oftsinnis hefir verið handbendi bandarískra heimsvaldasinna, og öruggur fylgihnöttur ESB samsteypunnar, í ýmsum málum, jafnframt.

Væri einhver ræna; í Haarde liðinu, væri búið, að ganga frá ríflegu láni, frá Rússneska Sambandslýðveldinu, án nokkurra hnökra.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að stjórnin sitji eitthvað áfram en að það verði sett ný stjórn í SÍ

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hriktir í samfélagsstoðunum.....skítt með ríkisstjórn

Sigrún Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Guðrún Jóna mínfarðu vel með þig elskulegust mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það má þó alltaf  leifa sér að dreyma . kv .

Georg Eiður Arnarson, 20.10.2008 kl. 20:54

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 21.10.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband