2.9.2008 | 21:49
Yfirmáta rólegt
Það hefur verið ansi rólegt yfir minni litlu famelíu sem spókar sig nú í sólinni. Nánast engir Íslendingar í nánasta umhverfi og hitinn fer upp í 35°C á daginn (a.m.k.!) þannig að driftinn er lítil. Daglegt líf snýst um að þola við á sólbekknum, úða í sig vökva og brjóta heilann um það allan daginn hvað við ætlum að borða í kvöldmat og hvar. Lífið snýst því um fátt annað en sólbrúnku, sólbruna, vökva og næringu. Vissulega laumast áhyggjur og ýmsar hugsanir að mér þegar ég ligg á sólbekknum. 'Ýmiss mál sem bíða úrlausna og nokkur óvissa er um hvernig fari sækja á hugan en ég var ákveðin að reyna að skilja þau eftir heima þennan stutta tíma sem ég yrði fjarri. Það hefur að mestu leyti gengið eftir.
Þar sem lífið snýst um mat og aftur mat, get ég stært mig af því að vera farin að borða aftur, reyndar eins og fugl sem kroppar í matinn er stöðugar, daglegar framfarir. Svipað og gerðist þegar ég fór út eftir lyfjameðferðina og andlát Guðjóns. Hitinn virðist gera kraftaverk. Er talsvert úthaldsmeiri nú en fyrir viku síðan, geng lengri vegaleiðir án þess að þurfa að hafa súrefniskút í eftirdragi og blæs minna úr nös.Verkjaköstum hefur fækkað, sjaldan fleiri en 1-2 á sólahring. Ég náði sögulegum árangri þegar mér tókst að liggja út af á sólbekknum og síðar í rúmi en það hef ég ekki getað gert síðan í byrjun nóvember. Gríðaleg framför þar, að mínu mati og algjör lúxus!
Eins og við var að búast lenti mín í smá óhappi í gær. Var reyndar farin að undrast yfir því að hafa sloppið ótrúlega vel þessa vikuna. Óhöppin voru reyndar tvö hvert af öðru spaugilegra. Hafði safnað í mig kjarki til að vaða út í sjóinn þegar ég hnaut í eins konar holu í sandinum og hringsnérist með stæl í einhverja hringi og síðan á bólakaf. Lenti að sjálfsögðu á hægra hnénu, mér til skelfingar. Slapp ótrúlega vel, víravirkið í hnénu hélt og ég jafnaði mig fljótt. Mér skilst að í þessum hringsnúning mínum hafi ég sýnt einstæða og áður óþekkta listræna hæfileika sem vöktu ómælda athygli strandverja. Stolt mitt var hins vegar sært og beið hnekki.
Í seinna óhappinu komu fleiri að málum, leigubílstjori keyrði yfir mig, rétt si sona! Litla fameilían var á leið í dinner og hafði pantað leigubíl til að komast á leiðarenda. Þegar ég var búin að koma öðrum fætinum og afturendanum upp í bílinn, ákvað bílstjórinn að leggja af stað. Hægri fótur enn fyrir utan. Það þarf ekki að spyrja hvernig fór, hann ók yfir hæl og rist. Þrátt fyrir hávær öskur frá minni, hugðist maðurinn halda áfram. Gaf sig á endanum og sá hvers kyns var. Ég held ég hafi sjaldan séð eins hræddan mann áður. Krossaði sig bak og fyrir, hljóp marga hringi í kringum bílinn, signdi og kallaði hástöfum; ,,hospital, hospital". Það þarf ekki að koma neinum á óvart þegar ég afþakkaði það góða boð hið snarasta heldur snéri mér að því að reyna að meta áverkan. Steig í fótinn og þar sem það gekk, héldum við okkar striki. Þegar við komum á áfangastða aftók bílstjórinn með öllu greiðslu fyrir túrinn og virtist manna sælastur þegar hann losnaði við okkur úr bílnum. Hélt dinnerinn út en nóttin var erfið og gekk illa að stíga í fótinn sem var orðinn fjórfaldur. Gamalkunnug upplifun. Er búin að vera ágæt í dag þannig að ég slapp furðuvel. Bíð þó eftir þriðja slysinu. Allt er þegar þrennt er, stendur einhvers staðar.
Annars hefur litla famelían það gott, við höfum verið yfirmáta róleg, ekkert ferðast um heldur haldið okkur við sundaluagabarminn eða ströndina og notið samvista hvort við annað. Mér hefur gengið bölvanlega að fá krakkana til að kíkja á næturlífið, finnst ótækt að ungt fólk skulu ekki njóta þess í ræmur að skemmta sér. Þau hafa kosið að dunda sér með þeirri gömlu og farið snemma í koju. Heilsufarið hefur farið batnandi á allan hátt, minni verkir, aukin næringarinntekt og úthald og lengri nætursvefn. Liðverkirí lágmarki í hitanum. Andlega líðanin mun betri og ég full bjartsýni á köflum til að takast á við erfið verkefni og vandamál þegar heim er komið.
Við stefnum áfram á rólegheit, Hafinn ætlar reyndar að hreyfa sig aðeins um svæðið á meðan Katan ,,passar" þá gömlu Hún tekur ekki annað í mál og er þrjóskari en ....... Við ætlum að halda áfram að njóta þessara samverustunda og hafa gaman af. Það er löngu orðið tímabært að huga að Pina Colada og öðru ,,gleðlyfi" og með óbreyttu áframhaldi verður það sú gamla sem dansar Zorba uppi á borðum. Í öllu falli er litla famelían lánsöm að fá þetta tækifæri.
Athugasemdir
Frábært að eiga svona gæðastundir með börnunum Vona að meinið sé ekki mikið í "bílslysa" fætinum, farðu nú varlega
Sigrún Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 00:02
Hvar ertu? Þú ert mesti hrakfallabáælkur sem sögur fara af. Gott að þú ert með gæslu Njóttu þú átt það sannarlega skilið. Eru engir ríkir karlar þarna?
Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 00:09
hrakfallabálkur
Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 00:09
Væri sko alveg til í að leggja á mig þrjú til fjögur óhöpp til að geta verið í útlöndum núna.
Kveðja til þín.
Þröstur Unnar, 3.9.2008 kl. 18:47
Njóttu þess að vera þarna með börnunum, þau fara "út á lífið" þegar þú ert komin uppá Ísland aftur. Bara pas på - þegar þú færð þér pina colada. 3ja slysið gæti nefninlega orðið þegar þú dansar zorba upp á borðum.
Sigrún Óskars, 3.9.2008 kl. 19:55
þú verður að passa þig betur Guðrún annars færðu viðurnefnið "skakalöpp " . kv .
Georg Eiður Arnarson, 6.9.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.