Allt að koma

Ég leyfi mér að vona að heilsufarið sé á uppleið, hægt og bítandi þannig að það styttist í að frúin komist til vinnu. Á svolítið í land ennþá, eðlilega en líðanin mun betri og verkjaköstin færri. Verkjateymi LSH er greinilega að vinna kraftaverk. Öll nýju lyfin virðast vera að virka, eina neikvæða við þau eru kostnaðurinn sem ætlar að ganga frá manni. 

Ég hitti minn sérfræðing á morgun þar sem farið verður yfir stöðuna. Hef enga ástæðu til að ætla annað en að ástandið sé á réttri leið, þó ég hefði viljað sjá hlutina gerast hraðar. Er reyndar búin að ákveða að þetta sé síðasti veikindapakkinn.

Það styttist í að Katan fari út.  Haffinn búinn að vera í prófum og gengið vel, klárar vonandi síðasta prófið í fyrramálið. Er þá formlega kominn á 4. árið. Meiningin er síðan að litla famelían fari saman í stutt frí, svo fremi sem ég fæ fararleyfi.  Hef ekki trú á öðru. Þrái ekkert heitara en annað umhverfi, sól og hita.

Blendnar tilfinningar fylgja brotttför krakkanna, bæði gleði og tilhlökkun yfir því að byrja í náminu á ný og síðan svolítil sorg vegna brottfararinnar, eðlilega. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast því að vera fjarri að heiman og svo hitt að vera einn. Viðbrigðin alltaf nokkur en mesta furða hversu fljótt maður aðlagast, ekki síst þegar maður hefur nóg fyrir stafni. Það mun verða nóg að gera hjá okur öllum, á því er enginn vafi.

Ekki laust við smá spenning vegna morgundagsins enda tilhlökkun að vita hvenær ég má fara vinna. Menn hafa talað um miðjan sept. vonandi gengur það eftir. Get ekki beðið, satt best að segja.  Framundan námið í vetur, dett ekki út þó ég hafi ekki komist upp á Bifröst í sumarskólan. Verð að taka þau námskeið síðar. Huggun að vita að ég er ekki sú eina sem þannig er háttað um. 

Haustið leggst ágætlega í mig, minn uppáhaldstími.  Breytingar verða á mínum högum sem ég vona að verði til góðs. Ýmiss mál sem hafa setið á hakanum eru komin í góðan farveg, vona ég þannig að kannski sé ég fram á að þeim ljúki þegar líður á haustið.  Ástandið ætti þá að verða stabilla og minni óvissa framundan svo ekki sé minnst á áhyggjur og kvíða. Það verður ljúft þegar allt er komið í eðlilegt ástand. Margt hefur valdið því að þessi mál hafi dregist á langinn sem hefur verið íþyngjandi, vægast sagt en meira um það seinna.

Kannski ég upplifi það á haustmánuðum hvernig það er að lifa ,,eðlilegu" lífiTounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

gangi allt vel hjá þér á morgun. Ég skil svo vel hvernig þér líður við að þurfa að sjá á eftir börnunum. Ég fór með dóttir mína aftur í háskólann (4tíma keyrsla frá okkur) og ég gersamlega féll saman eftir að við (ég og maðurinn minn) vorum komin aftur í bílinn og búin að kveðja hana.

Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að krabbameins tíðnin eykst við fimmtugs aldur eða svo, sé að við erum marga að missa foreldra okkar, börnin að flytja í burtu og oft mikið álag á okkur. 

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.8.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott að þið komist í frí saman....nú geta hlutirnir ekki versnað.....svo þá fer allt upp á við

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vonað að allt fari að ganga upp hjá þér Guðrún mín og njóttu þess að fara í frí með krökkunum

Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 10:11

4 identicon

Já vonandi er nú allt að fara að snúast þér í hag. Tími til kominn. Fygist með þér hérna af og til. Bestu kv Sigga Sk

Sigga Sk (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta er síðasti veikindapakkinn -annað er ekki í boði.

Hef fulla trú á krökkunum, þeim gengur vel.

Vonandi færðu bestu fréttir á morgun og smá fararleyfi.

Gott að lausir endar eru að hnýtast, þeir geta truflað mann svo meðan þeir eru lausir

Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 15:34

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Vona að allt hafi gengið að óskum hjá sérfræðingnum.  Varðandi lyfjakostnað þá datt mér í hug hann pabbi minn sálugi; þegar hann var hjartasjúklingur þá þurfti hann að greiða öll lyfin sjálfur, en þegar hann varð nýrnasjúklingur þá fékk hann eitthvað kort og fékk öll lyf frítt - líka hjartalyfin. Það var ekki sama hvers konar sjúklingur þú varst. Þetta er kannski ennþá svona?

Haustið er frábær tími, öll rútína fer í gang, maður kveikir á kertum og hugger sig.

Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 12:12

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Smjúts á þig. 

Anna Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 23:21

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Baráttukveðjur .

Georg Eiður Arnarson, 29.8.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband