Liðsauki

Það kemur mér ekki á óvart að nú sé Ólafur F reiðubúinn til að ganga í FF. Er í raun fulltrúi Íslandshreyfingarinnar í borgarstjórn ásamt Margréti Sverrisdóttur en bæði voru búin að lýsa ,,frati" á fyrrum félaga sína í Frjálslynda flokknum. Virka bæði hálf munaðarlaus enda engar fréttir úr herbúðum Íslandshreyfingarinnar svo vikum og mánuðum skiptir. Er hreyfingin enn til, spyr ég?

Mér finnst þetta útspil Ólafs fljótfærnislegt og vanhugsað.  Ber keim af einhverri örvæntingu. Ugglaust er stuðningur við hann innan Íslandshreyfingarinnar lítill enda upp á kant við varaformanninn og sennilega er bakland innan Íslandshreyfingarinnar Ólafs hverfandi. Hefur þó notið fylgis sumra innan FF, t.d. formanns ungra Frjálslyndra, framkvæmdastjóra flokksins, vinar hans Sigurjóns Þórðarsonar o.fl.

Guðjón Arnar breiðir út sinn stóra faðm og býður hinn týnda sauð velkominn. Það má vera hið besta mál en einhvern veginn hef ég ekki þá trú að Ólafur muni ganga í takt við forystuna, til þess er hann of sjálfsæður og í raun einstrengislegur í sínu pólitíska starfi.  Margrét  Sverrisdóttir vill ganga svo langt að halda því fram að raunveruleg ástæða þess að Ólafur vilji snúa til baka líkt og villuráfandi sauður, sé skortur á fjármagni  og blankheit. Trúlega er eitthvað til í því.

 Mér sýnist hann ætli að beina kröftum sínum að því að upplýsa hvernig raunverulegt samstarf við Sjálfstæðismenn hafi verið, sér frá hans sjónarhóli. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu og hvað þessir aðilar hafa til málanna að leggja. Hygg að það gæti orðið lífleg umræða. 

Sérframboð Ólafs hefði verið trúverðuglegra í mínum huga, a.m.k. á þessu stigi máls. Ljóst er að ekki eru allir innan FF sáttir við ,,heimkomuna", sbr. afstaða Jóns Magnússonar sem ekki hyggst slátra alikálfi af því tilefni.  Ólafur virðist vera einfari og starfa best sem slíkur með þröngan hóp fylgismanna að baki sér sem hann treystir en þeir eru ekki margir. Hann virðist njóta sín best við þær kringumstæður þar sem hann fer með völdin, valddreifing virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá honum.  Hann ræður för og leggur mikla áherslu á traust og trúverðugleika. Virðist fylginn sér en afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og athugasemdum sem er mikill galli hjá þeim sem telur sig vera leiðtoga. Í mínum huga er Ólafur F. ekki þessi týpíski karismatíski leiðtogi sem fylgjendur hópa sig á bak við, hef frekar trú á því að hann handvelji sína fylgjendur sem hann treystir. Þeim sem reynast ekki traustsins verðir, er einfaldlega kastað fyrir borð. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á næstunni, bæði hvað varðar málefni borgastjórnar Reykjavíkur og Frjálslynda flokksins. Þar eiga menn á brattan að sækja. Borgarbúar búnir að fá upp í kok og landsmenn allri orðnir ringlaðir á stöðu FF, bæði hvað varðar innviði flokksins og ytri ramma.  Hugsanlega eru ákveðin sóknarfæri framundan í stöðunni fyrir flokkinn sem skiptir höfuðmáli að greina og nýta hið snarasta. 


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ágæt lesning og kannski margt til í þessu máli þínu. Ég held samt að það sé algjör rangfærsla hjá þér að segja að formaður Ungra Frjálslyndra sé stuðningsmaður Ólafs. Þvert á móti þá held ég að skoðanir þeirra skilji mikið að og held ég að þeir hafi aldrei talað saman.

Halla Rut , 20.8.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er hætt að skilja þetta Borgarstjórnar mál

Sigrún Óskars, 20.8.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hver er ekki hættur að skilja í þessu rugli öllu saman Sigrún??

Hvað varðar stuðning  Viðar við Ólaf fannst mér hann augljós þegar Ólafur varð borgarstjóri og vitna ég í færslur hans á eigin bloggi þ.a.l. Hafi mér skjatlast biðst ég velvirðingar á því.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Rannveig H

Þetta er ein skynsamlegasta á stjórnmálalegum karaeter Ólafs sem ég hef lesið. Að Ólafur haldi áfram í pólitík er eins og að ætla fótbrotnum manni að hlaupa.

Rannveig H, 20.8.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Rannveig H

skýring = átti víst að standa þarna.

Rannveig H, 20.8.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.8.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband