18.8.2008 | 21:58
Rétt ákvörðun
Ég tel að Marsibil hafi tekið hárrétta ákvörðun um að segja sig úr Framsóknarflokkum þar sem hún treysti sér ekki til að styðja oddvita sinn í borgarstjórn. Hún hefði hins vegar átt að ganga skrefinu lengra og segja alfarið af sér störfum í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún sótti umboð sitt til kjósenda Framsóknarflokksins, náði kjöri sem varaborgarfulltrúi í skjóli flokksins enda fulltrúi hans í kosningunum.
Það að ætla sér að sitja áfram eftir að hafa sagt skilið við sinn flokk og oddvita og það til að starfa með minnihlutanum eða Tjarnakvartettinum er með öllu siðlaust. Marsibil tekur sér það ákvörðunarvald, líkt og Margrétt Sverris forðum daga, að sitja áfram án þess að hafa umboð eða traust kjósenda til þess. Við slíkar kringumstæður þarf vart að spyrja fyrir hvern þessir fulltrúar ætli að sitja í borgarstjórn. Áframhaldandi seta byggist fyrst og fremst þeim tilgangi að þjóna eigin hagsmunum, ekki íbúanna. Svo einfalt er það.
Lögin heimila þessa glufu, er ekki löngu orðið tímabært að stoppa upp í götin???
Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Já. Enn eitt einkahagsmunapotið.
Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 20:21
Mér finnst Marsibil hugrökk kona að gera þetta. Svo er líka spurning hvort hennar stuðningsmenn og kjósendur séu bara ekki horfnir úr flokknum, svo hún þjónar ekki þeirra hagsmunum að vera þar áfram.
En eins og þú segir þá heimila lögin að svona sé gert og ég skil hennar afstöðu mjög vel. Hún er aðallega að lýsa frati á "vinnubrögð" sjálfstæðismanna og vill ekki vera þáttakandi að aðild framsóknarmanna í þessum skrípaleik.
Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.