15.8.2008 | 23:17
Til fyrirmyndar ljósmæður!
Samstaða ljósmæðrastéttarinnar er til fyrirmyndar. Um 90% atkvæðabærra félagsmanna nýttu sér atkvæðarétt sinn og kusu. 98-99% þeirra sem greiddu atkvæði, styðja verkfallsaðgerðir. Framúrskarandi árangur.
Staðan er augljós, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru búnin að fá upp í kok. Nú verður ekki látið staðar numið fyrr en búið er að leiðrétta laun þessara stétta og meta störf okkar að verðleikum. Hef trú á því að ljósmæður njóti almennt stuðnings í kröfugerðum þeirra og tel víst að enn meiri harka eigi eftir að koma í kröfur stéttanna í vor.
Frétti í kvöld að 23 ára stúlka sem keyrir út fyrir coce ásamt að sinna fleiri verkefnum, raðast eftir 2 ára starf nokkuð hærra í grunnlaunum en ég sem hjúkrunarfræðingur eftir 25 ára starfsreynslu og 10 ára reynslu sem framhaldskólakennari. Ég get unnt stúlkunni þau laun og tel hana vel að þeim komin en rosalega er mikil mótsögn þarna á ferð
Ljósmæður boða verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samstaða hjúkrunarfræðinga og nú ljósmæðra er aðdáunarverð enda eru kjör þeirra ekki í neinu samræmi við nokkuð sem eðlilegt getur talist.
Áfram stúlkur ! (nei það má ekki segja svona, það eru líka karlar í þessum stéttum er það ekki ? )
Ragnheiður , 15.8.2008 kl. 23:26
Sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.