Það skyldi þó aldrei vera?

Fráfarandi borgarstjóri telur að aðgerðir Sjálfstæðismanna hafi einkennst af einelti í sinn garð og að hann hafi verið gabbaður. Ég er ekki frá því að eitthvað sé til í orðum hans, ekki síst eftir að hafa hlustað á Kastljós áðan, bæði viðtalið við Ólaf F og síðan Hönnu Birnu.  Mér fannst Ólafur koma nokkuð vel út úr viðtalinu en það fer ekki á milli mála í mínum huga að hann er svolítið einstrengislegur og fastur fyrir.

Hanna Birna virkaði illa á mig. Var mjög ákveðin, strax í sóknarhug og tilbúin með vörnina. Var með allar klær úti. Skilaboðin voru þau að ,,ég ræð og ætla mér að ráða".  Þegar allt kom til alls, snérist umræðan um það sem hún gat ekki sætt sig við í samstarfi við Ólaf F og það sem henni líkaði alls ekki. Eftir því sem leið á viðtalið við hana, bar meira á ,,ég - setningum" og augljóst að Hanna Birna var ósátt á sínum tíma þegar Villi leitaði eftir samstarfi við Ólaf F. eftir meirihlutaslitin með Framsókn. Það situr enn í henni.

Mér blöskraði reyndar hve ákveðin og einstrengisleg Hanna Birna er, ekki síst með það í huga að hún er væntanlegur borgarstjóri sem kemur til með að stýra borginni og verða æðsti yfirmaður ótal starfsmanna. Mér virðist hún stilla málum þannig upp að fái hún ekki það sem hún vill, eru þau úr sögunni. Hún minnir mig á harðan og strangan uppalanda, ,,ef þú hlýðir ekki, verður þér refsað í samræmi við það, undantekningalaust". Hún vill og skal ráða!

Borgarstjóri er leiðtogi, ekki einungis sinna flokksmanna heldur og allra starfsmanna og íbúa borgarinnar. Hann þarf að búa yfir mikilli víðsýni, samnngatækni og vilja til að miðla málum. Hann þarf að starfa eftir hugsjónum, sætta ólík öfl og tryggja hagsmunamálum velgengni með því að sannfæra aðra og með málamiðlunum. Borgarstjóri þarf að vera óhræddur við breytingar og hafa rúm fyrir ólíkar skoðanir enda oft að finna mikil verðmæti í þeim fyrir málstaðinn.  Borgarstjóri þarf drífa fylgendur sína áfram og skapa skýra framtíðarsýn sem er öllum sýnileg og skiljanleg ef vel á til að takast.

Ég fæ ekki séð að væntanlegur borgarstjóri búi yfir þessum kostum og hæfileikum. Mér hefur alla tíð Hanna Birna vera mjög ákveðin og ósveigjanleg og það staðfesti hún í Kastljósi kvöldsins. Hún kemur til með að reka borgina með harðri hendi og þeir sem ekki hlýða henni, hafa verra af. Vöndurinn verður á lofti og áherslur lagðar á ,,hennar" mál, skoðanir og álit".   Ég hef ekki trú á því að það verði rými fyrir skoðanir annarra út þetta kjörtímabil.

Ég treysti mér illa til að leggja dóm á frammistöðu Ólafs F sem borgarstjóra, hef einfaldlega ekki nægar forsendur til þess. Mér sýnist hann hafa staðið sig ágætlega í sumum málum en verið einstrengislegur í öðrum.  Hann var nokkuð brattur að ráða miðbæjarstjóran til sín, þ.e. ,,Stuðmanninn" sem fáum hugnast að starfa með almennt og virtist borgarstjóri gefa miðbæjarstjóranum ansi mikið svigrúm til athafna og völd. Ólafur F. virðist hafa gefið höggstað á sér opinberlega, bæði með störfum sínum og einkalífi en það er eitthvað sem allar opinberar persónur standa frammi fyrir, ekki síst meðal fjölmiðlamanna.

Persónulega hefur mér oft fundist umræða og umfjöllun um borgarstjóran vera nokkuð ósanngjörn og lituð af óvlid en hann virðist eiga nokkra óvildamenn, bæði innan Sjálfstæðisflokksins og víðar.Við eigum að dæma kjörna fulltrúa eftir verkum þeirra, trúverðugleika og sannfæringu, ekki eftir gróusögum og illu umtali. 

Framundan verða breyttir tíma hjá Reykjavíkurborg. Enn einn nýr yfirmaðurinn með tilheyrandi fylgilið og hirð. Þvílíkt sem  lagt er á starfsmenn borgarinnar - þar er krafist mikillar aðlögunarhæfni, ef þeir standa ekki undir því, geta menn tekið pokan sinn. Ég spái fjölgun á þjónustu- og einkaframkvæmdarssamningum þannig að borgin dragi sig smátt og smátt út úr rekstri velferðarmála,svo dæmi sé nefnt. Menn munu salta ágreiningsmál, t.d. flugvllarmálið, það sem eftir er af kjötímabilinu enda Óskar verið harður í sínum skoðunum.

Enn á ný hefst nýr farsi sem mun taka næstu mánuði að festa sig í sessi þannig að rekstur og þjónusta borgarinnar komist í eðlilegan farveg. Rekstur verður niðurnjörvaður og stífni og ósveigjanleiki i mun einkenna starfsemi borgarinnar. Hætt er við að verðmætir starfsmenn tapist enda verður trúlega lagt kapp á það að skipta út fólki og ráða ,,rétta fólkið" inn á næstu mánuðum. 

Úff, þetta hljómar uggvænlegt, samúð mín er öll hjá starsfsmönnum borgarinnar og íbúum hennar. Næstu 2 ár verða erfið ef að líkumm lætur. Etv. er von til að Óskar nái að miðla málum og dempa þau eitthvað, hver veit????????

En það skyldi þó aldrei vera að það leynist sannleikiskorn í því að  fráfarandi borgarstjóri hafi verið lagður í einelti síðustu mánuði; meðal fjölmiðla, almennings og innan eigin raða??? Verður ekki hver og einn að svara því fyrir sig? Ólafur F. hefur alla vega ekki verið öfundsverður, svo mikið er víst.


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

algerlega sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband