Var önnur leið fær?

Þá liggur fyrir það óumflýjanlega, meirihlutinn fallinn enn og aftur í Reykjavík. Ég held að flestir hafi átt von á þessari niðurstöðu miðað við gang mála síðustu vikur.

Ég er ekki dómbær á hversu réttmæt þessi  breyting á meirihlutanum er sem er þá í 4. sinn áskömmum tíma. Árangur kjörinna fulltrúar er alla vega búinn að tryggja sögulega heimild um ókomna tíð. Póltisískt klúður er rétta orðið, trúlega eindæmi. Eiga þá allir kjörfulltrúar úr öllum stjórnmálaflokkum sök. Þeir hafa verið stefnulausir, innbyrðis togstreita hefur einkennt starf þeirra, ekki síst meðal fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Valdabaráttan ótrúleg og sækni manna í titla og völd verið með hálf ógnvekjandi. Oftar en ekki hefur ágreiningur verið borinn á borð fjömiðla og skiptar skoðanir reifaðar á þeim vettvangi, oft hatrammar deilur og ávirðingar. 

Hvað varðar Ólaf F. mátti ljóst vera að staða hans var veik strax í upphafi enda baklandið innan lista hans ekkert. Í raun allt of bratt til að reyna meirihlutasamstarf á svo veikum grunni.  Svo virðist sem fráfarandi borgarstjóri hafi verið nokkuð einráður og spilað ,,sóló" í sínum ákvörðunartökum og aðgerðum. Ráðning Jakobs stuðmanns fór illa í menn og ekki bætti það úr skák þegar Ólafur vék  aðstoðarmanni sínum úr starfi og svipti öllum titlum, áhrifum og hlutverkum. En hver sem ástæðan er er ljóst að Ólafur náði aldrei að ávinna sér virðingu kjósenda og félaga sinna. Honum tókst ekki að sýna fram á trúverðugleika í störfum og virtist einn í höllu sinni. Hvort að Sjálfstæðismenn hafi ýtt undir að honum mistókst skal ég ekki fullyrða um enda ekki með forsendur til þess. Hins vegar er ljóst að menn slóu ekki í takt og voru út og suður með yfirlýsingar, loforð og ákvarðanatökur. 

Í samstarfi sínu fóru Sjálfstæðismenn eigin leiðir í þeim nefndum og stjórnum sem þeir höfðu formennsku í (sem voru flestar ef ekki allar nefndir), Ólafur F. gerði slíkt hið saman. Sjálfstæðismenn tóku ákvarðanir í málefum OR og veitumálum almennt á meðan Ólafur einbeitti sér að ásýnd borgarinnar og vaðrveislu gamalla bygginga sem hefur verið hans hjartans mál.

Mér skilst að mikið hafi verið rætt um einkalíf fyrrum borgarstjóra sem talið er að hafi haft neikvæð  áhrif á ímynd hans. Það má svo sem satt vera, ég veit það hreinlega ekki enda ekki mikið fyrir kjaftagang og gróusögur. Sannleikurinn er gjarnan skrumskældur og jafnvel beinlínis ,,búinn til" á staðnum þannig að ég legg ekki mikið upp úr slíkum sögum. Hins vegar verða menn sem gegna opinberum stöðum, hvar sem er í opinberu stjórnsýslunni, að hafa í huga að fylgst er grant með opinberu lífi sem og einkalífi manna. Sem slíkar eru opinberar persónur fyrirmynd annarra og gerðar eru þær óskráðu, siðferðislegu kröfur á að þær skapi sér gott orðspor og jákvæða ímynd. Þannig er það einfaldlega. Trúverðugleiki manna byggist m.a. á því. 

Erfitt er að spá fyrir um hvort þessi nýji meirihluti nái að halda velli út kjörtímabilið. Ég hef reyndar trú á því að svo verði. Óskar er örugglega ákveðinn og fylginn sér en án stuðnings baklands í flokkum er  hans er veikur fyrir. Því skiptir það höfuðmáli, ef vel á til að takast, að félagar hans í Framsóknarflokknum fylgi honum að máli. Ekki liggja fyrir yfirlýsingar þess efnis ennþá.

Sjálfstæðismenn eru búnir að fyrirgefa Framsóknarflokknum og væntanlega þar með Birni Inga þannig að maður skyldi ætla að þeir ætli sér að tryggja sig í meirihlutastarfi  það sem eftir er af kjörtímabilinu. Þeir hafa tekið til innan herbúða sinna, Hanna Birna orðinn borgarstjóri,  Villi orðinn máttlítill, Kjartan búinn að fá  nokkur völd, Júlíus Vífill hefur fengið spón úr askinum og Gísli Marteinn á leið út í nám þannig að innbyrðis núningur ætti að heyra sögunni til. 

Hvað sem öllum vangaveltum líður þá tel ég að allir kjörnir fulltrúar sem eiga sæti í borgarstjórn Reykjavíkur verði búnir að stimpla sig endanlega út úr pólitíkinni  þegar kemur að næstu kosningum. Kjósendur verða að geta treyst sínum fulltrúm og borið virðingu fyrir þeim. Þeim þarf að vera treystandi til að vinna að hagsmunamálum íbúanna og sveitarfélaganna og tryggja að réttur íbúa sé virtur.  Þeir þurfa að tryggja að það sé eftirsóknarvert að búa í viðkomandi sveitarfélagi og geta treyst því 100% að störf fulltrúanna snúist um velferð íbúanna en ekki eigin hagsmuni, baráttuamál og perónuleg markmið. Kjörnir fulltrúar eiga ekki að skara eld að eigin köku né nýta sér stöðu sína til að koma ár sinni vel fyrir borð, á kostnað íbúanna. 

Að mínu mati eru fáir kjörnir fulltrúar sem uppfyllar þau skilyrði sem gerð eru til þeirra sem fulltrúar kjósenda. Flokkarnir hljóta að verða að skipta út sínum mönnum fyrir næstu kosningar. Ekki kæmi mér á óvart þó nokkuð muni bera á togstreitu, ágreiningi og innbyrðis deilum þar sem menn keppast um að kenna hvor öðrum um hvernig til tókst á yfirstandandi kjörtímabili. Ég sé ekki fyrir mér að Sjálfstæðistmenn og Framsóknarmenn muni auka fylgi sitt, né heldur Samfylingarmenn og Frjálslyndir og óháðir sem ugglaust munu þurrkast út eftir klúður Margrétar og Ólafs.  Eftir standa VG sem ég hygg að muni njóta góðs af og trúlega munu einhver ný stjórnmálaöfl líta dagsins ljós. 

En þetta er bara mín skoðunW00t

 


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er vont að fá ekki að kjósa

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Ragnheiður

Oft er talað um gullfiskaminni kjósenda en nú held ég að það haldreipi sé fúið. Þetta er búið að vera þvílíkt fíaskó að kjósendur munu muna þetta, ég er ekki viss um að það þýði að skipta um fólk á framboðslistunum, til þess er tjónið orðið of mikið.

Ragnheiður , 15.8.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef enga trú á þessum meirihluta og er nokkuð viss um að Óskar hefur ekki stuðning hjá öllum í því litla baklandi, sem eftir er hjá framsókn í Reykjavík.

Ég er sammála þér í því að þetta snýst fyrst og fremst um bitlinga og völd og yrði ekki hissa þó Alfreð eða Björn Ingi komist aftur að Orkuveitujötunni.

Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Tek undir með þér Sigrún, varðandi OR. Þar er eitthvað sem menn seilast eftir og/eða þurfa að verja,........

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er nákvæmlega sá Ólafur sem Sjálfstæðismenn keyptu og gerþekktu eftir áratuga löng samskipti, sundrungu og samstarf. Jafnvel ástæðan sem þeir gefa fyrir slitunum nú er nákvæmleg sama ástæða og þeir gáfu fyrir viðræðislitum við Ólaf við upphaf þessa kjörtímabils. - Þeir keyptu hinsvegar Ólaf með loforði um borgarstjórastól fram í mars á næsta ári en hlaupa nú frá því. - Það hefur ekkert nýtt gerst sem Sjálfstæðismenn vissu ekki að fólst í gjaldinu sem þeir lofuðu Ólafi fyrir að sprengja Tjarnarkvartetinn.

- Þeir þurf þá í það minnsta að segja okkur hvað það er. Þeir lofuðu Ólafi miklum völdum, feitum málefnasamningi og borgarstjórastóli fram í mars 2009. Þeir vissu líka fullkomlega að hann væri ósveigjanlegur og umhverfisinni, enda átt ára tuga samstarf og samskipti við hann.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.8.2008 kl. 04:08

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Dagur er gegnheill og það blasir við að hrein afstaða hans er að skila Samfylkingunni miklu fylgi í Reykjavík.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.8.2008 kl. 04:14

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu óskir um ánægjulega góða helgi.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband