4.8.2008 | 07:01
Fæ sting
Ég fékk bókstaflega sting ,,fyrir hjartað" þegar ég las fréttina. Ætlaði mér svo sannarlega að vera á staðnum en svo fór sem fór. Lítið hægt við því að gera, hugga mig við að krakkarnir ætluðu að skála fyrir þeirri gömlu og gamall starfsfélagi og núverandi bloggvinur bauðst til að fá sér í aðra tánna fyrir mig. Takk fyrir það Aðalsteinn.
Það verður reynt aftur að ári, fátt kemur til að hindra það en neyðist til að allan varan á, af gefnu tilefni!
Stærsti kór Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef aldrei farið á þjóðhátíð, en ég get vel hugsað mér að brekkusöngur sé einstakur. Það er allavega gaman að syngja og sérstaklega með mörg þúsund manns sem allir hafa það að markmiði að skemmta sér. Á örugglega eftir að skunda á þjóðhátíð eitthvert árið.
Hafðu það sem best Guðrún
Sigrún Óskars, 4.8.2008 kl. 11:33
Mér líst vel á það Sigrún, þú þyrfir svo sannarlega að prófa eina þjóðhátíð. Einstök upplifun sem ekkert jafnast á við.
Takk fyrir hlýjar kveðjur, þú mátt vera yfir þig stolt af deildinni þinni og starfsfélögum. Mig bókstaflega skorti orð um daginn til að lýsa upplifun minni undir erifðum kringumstæðum. Ég mun tjá mig meira um það síðar.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 13:22
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:06
Þú mætir galvösk næst
Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2008 kl. 21:00
Þú ferð næst. Byrjaðu bara að pakka.
Anna Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:29
Ekkert að þakka. Brekkan var frábær að vanda. Toppurinn var að sjálfsögðu að standa í brekkunni með mörg þúsund manns og syngja Þjóðsönginn okkar. Síðan komu blysin og allir á sviðinu sungu saman (með okkur í brekkunni) Lífið er yndislegt. Það liggur við að ég fái aftur gæsahúð bara við að rifja þetta upp. En við sjáumst bara í brekkunni að ári.
Aðalsteinn Baldursson, 5.8.2008 kl. 11:54
Lunda kveðja .
Georg Eiður Arnarson, 5.8.2008 kl. 21:06
Þú ferð að ári mín kæra
Sigþóra (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.