Á skólabekk

Framundan er 4 vikna nám hjá frúnni á Bifröst. Sest þar á skólabekk nk. mánudag ef heilsa leyfir. Mun leggja kapp mitt á að komast hvernig sem ástandið verður enda sé ég mig í rómatískum hyllingum í yndislegu umhverfi. Gönguferðir og veiði í Hreðavatni. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Krakkarnir koma til mín í fríium, það verður smá vandamál með tíkurnar en við hljótum að leysa þau mál með einhverjum hætti. Öll hundahótel yfirfull.

Ástandið hefur svo sem lítið breyst þrátt fyrir góðar fréttir í vikunni en munurinn er sá að ég veit að ég er ekki að kljást við krabbamein. Vandamálið er enn til staðar og hver orsakavaldurinn er, er enn á huldu, hef mínar kenningar um maga- og gall, líkt og áður. Þau mál verða einfaldlega að þróast og koma í ljós á næstunni. Hef sagt stríð á hendur ástandinu, nenni ekki að vera svona lengur.

Um að ræða mjög áhugvert nám á meistarastigi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustunni sem hófst í janúar sl. Hef ekki mikið tjáð mig um það þar sem ég hef verið á báðum áttum en er ákveðin að láta á það reyna. Verður maður ekki að aðlaga sig að breytingum umhverfinu?  Ég lít alla vega á þetta nám sem tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á gang mála.

Tölvan hrundi hjá mér, ekki orðin ársgömul og finnst mér það býsna skítt. Stýrikerfið hrunið og eitthvað bras á harða disknum þannig að björgunarðagerðir eru hafnar til að bjarga gögnum enda vinnutölvan mín. Að sjálfsögðu fellur þessi bilun ekki undir ábyrgðina, var mér tjáð í dag en ég fæ tölvuna vonandi á morgun. Ótækt að vera tölvulaus næstu vikurnar þannig að mikið er í húfi.

Mun leggja í hann á sunnudag eða mánudagsmorgun, fer eftir heilsufarinu. Hefði ekki komist langt í dag en morgundagurinn gæti orðið betri. Naut því ekki góða veðursins  sem skyldi en er ekkert að ergja mig á því, treysti á gott veður í Norðurárdalnum. Hver veit nema að ég kíki yfir Brekkuna og líti á hrossin sem ég hef ekki séð í óratíma. Þau reynast mér ansi þung skrefin þangað, hefði seint trúað því að óreyndu. 

Mín fyrrum  heimabyggð er að sjá á eftir dýralækninum og fjölskyldu, mikil vinkona mín þar á ferð. Veit að margur á eftir á sjá á eftir henni þó vissulega komi alltaf maður í manns stað. Fáir jafn traustir íbúunum en hún.  Nokkuð um að þungavigtafólk sé á förum enda samfélagsmynstrið ekki endilega eftirsóknarvert síðustu árin, því miður. Pólitíkin spilar þar sterkt inn í.  Það verður þrautin þyngri að byggja upp mannlífið á þeim slóðum, tekst örugglega ekki fyrr en sveitarfélagið sameinast suður fyrir brekku þannig að vægi einstakra ,,valdamanna" minnki verulega. En nóg um það, þessu verður ekki breytt svo glatt.

Alla vegar eru framundan skemmtilegir tímar, mér skal takast að bæta ástandið og njóta þess sem bíður handan við hornið. ,,Brunch" framundan hjá Tóta og Systu  á morgun, hlakka ekki lítið til, þau höfðingjar heim að sækja og alltaf jafn jákvæð, sama hvað dynur á.Smile

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góða skemmtun . kv .

Georg Eiður Arnarson, 25.7.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta verður skemmtilegt hjá þér Guðrún mín, strembið, en vonandi ekki um of.  Vona svo sannarlega að þú farir að fá svör og úrlausnir vegna veikindanna

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heitir þetta að slaka á?   Annars njóttu.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.7.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir innlitið. Sem betur fer er virðist ekki námið vera 8 klst. á dag heldur farið hægar í hlutina. Ætla að sjá til hvernig gengur, ef þetta verður of mikið, bakka ég út. Er ákveðin í að ná bata í þetta skiptið!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: Katrín

Yeah right...slappa af   Mér finnst þú ætti frekar að fara í göngur um þetta fallega svæði en að húka yfir bókum... gott að halda heilafrumunum virkum en svei mér þá Gunna mín nú þarf að hugsa um búkinn

Katrín, 26.7.2008 kl. 18:25

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús til þín elskulegust og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:13

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það eitt að skipta um umhverfi mun gera mér gott. Er orðin hundleið á því að faðma koddan og sófan. Sé varla fólk fyrir utan krakkana og lífið snýst um verki og verkjastillingu. Veit að þetta er nokkuð bratt en gæti einmitt virkað. Sé til hvernig gengur, í öllu falli hvatti minn læknir mig til að láta á það reyna.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.7.2008 kl. 13:25

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gangi þér vel í náminu Guðrún.

Það er alltaf spennandi að takast á við ný verkefni.

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 16:10

9 identicon

Sæl og takk fyrir síðast. Gangi þér vel á Bifröst. Nú er stutt á milli okkar, hvernig væri að koma í kaffi? Inga Brúarliði

inga (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:27

10 Smámynd: Ásta Björk Solis

Mikil dugnadar kona ert thu ad berjast vid veikindi fara i skola,drottinn minn mer finnst eg bara vera gomul  thu ert bara inspiration vinan.Gangi ther vel  

Ásta Björk Solis, 30.7.2008 kl. 21:05

11 identicon

Sæl Gunna mín.  Vonandi ertu að jafna þig eftir aðgerðina og á heimleið í dag ... ég veit að þú vilt komast heim sem fyrst   Guði sé lof að það tókst að bjarga málum.  Gat á maga og lífhimnubólga er ekkert grín.  Nú er bara leiðin upp hér eftir.  Þú ert ótrúlega sterk.  Carry on

Sigrún sys (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 01:22

12 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 11:04

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

tolvuguruKnús knús og góðar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:34

14 Smámynd: Sigrún Óskars

Gangi þér vel Guðrún á Bifröst. Ég vona líka að þú njótir sveitasælunar og fáir orku úr Norðurárdalnum. sendi þér bata og stuðningskveðjur

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband