23.7.2008 | 18:51
Samstaða skilar sér.
Er ánægð með atkvæðagreiðsluna í mínu stéttarfélagi. Rúm 63% atkvæðabærra félagsmanna greiddu atkvæði og nýttu þar með rétt sinn Samningurinn samþykktur með 91% greiddra atkvæða. Ótrúlega góður árangur miðað við að nú standa yfir sumarfrí og fólk út um hvippinn og hvappinn. Að meðaltali greiddu um 37% félagsmanna aðildafélaga BHM sína samning þannig að þátttaka var skammarlega dræm.
Þessi samningur er fyrsta skrefið í áttina, mikið vantar enn á að leiðrétta þann launamun sem er á milli einstakra háskólastétta. Forystan sýndi ótrúlega samningatækni, klókindi og kjark finnst mér í þessari lotu. Félagsmenn greinilega sammála. Við munum áfram standa saman og styðja við bakið á forystunni.
Til hamningju kollegar!
![]() |
Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2008 kl. 18:47 | Facebook
Athugasemdir
Baráttukveðjur.
Georg Eiður Arnarson, 23.7.2008 kl. 23:27
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:32
Þið hafið frábæra forystu
. Ég býð eftir "opinberum" hamingjuóskum frá minni forystu og fleirum, sem gáfust upp án átaka
, en þangað til verða mínar persónulegu hamingjuóskir að duga
Sigrún Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 19:26
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.7.2008 kl. 00:23
Ég held að það sé óhætt að segja að forustan okkar hafi staðið sig vel í þessari orrustunni. En það styttist í næsta slag.
Aðalsteinn Baldursson, 25.7.2008 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.