23.7.2008 | 00:01
Rangfærslur
Það fauk hressilega í mína þegar ég hlustaði á hádegisfréttir Stöðvar 2 í dag. Þvílík fréttamennska þar á bæ en þar halda menn því fram að íslenskir læknastútentar sem stunda nám í Ungverjalandi fái ekki íslenskt lækningaleyfi þar sem þeir standist ekki próf hér þá landi líkt og læknar frá Austantjaldslöndunum. Ég á ekki til orð, gjörsamlega kjaftstopp
Það vill nefnilega svo til að Háskólinn í Debrecen telst til eins af 10 bestu háskólum í Evrópu, ólíkt Háskóla Íslands sem nær ekki inn á lista þeirra 100 bestu, hvað þá ofar. Ungverjaland tilheyrir auk þess Evrópska efnahagssvæðinu þannig að kandidatspróf í lækningum og tannlækningum eru fullgild hér á landi. Skólinn lýtur sömu gæðastöðlum og aðrir en hafa sett markið hærra en margur.
Samvinna er á milli Háskólans í Debrecen og H.Í þannig að íslenskir nemendur úti geta valið að taka eitt ár hér heima af námi sínu og á það við 4.,5. og 6 námsár. Nám íslensku nemendanna er fullgilt hér heima og metið til fulls, kjósi þeir að skipta alveg um skóla, verða að vísu að þreyta þetta blessaða inntökupróf líkt og aðrir. Standist þeir það, fara þeir beint inn í H.Í og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þess ber að geta að háskólinn úti metur ekki nám frá H.Í þannig að kjósi t.d. 3ja árs læknanemi hér heima að halda áfram sínu námi þar, verður hann að byrja á byrjunarreit. Svo stífar eru kröfurnar þar. Ég er ekki viss um að rangfærslur sem þessar hvetji þessa nemendur til að sækja heim til að taka hluta af sínu námi - kannski er það einmitt tilgangurinn. Hver veit?
Hitt er svo annað mál að erlendir læknar frá ýmsum Austantjaldslöndum, t.d. frá Póllandi hafa þurft að taka íslenskt lækningapróf til að fá lækningaleyfi hér á landi. Menntun þeirra þykir standa að baki náminu hér heima. Margir starfa á ábyrgð annarra lækna á meðan þeir stunda sín störf hér, t.d. svæfingalæknar. Sumir reyna við íslenska prófið, aðrir ekki. Sumir ná prófinu - aðrir ekki.Hvort að slakur árangur þeirra sé vegna lélegrar undirstöðuþekkingar í fræðunum eða tungumálaörðugleika, skal ég ekki um segja. Það er hins vega algjörlega óskylt mál.
Mér finnst þessi fréttaflutningur gjörsamlega út í hött, ófaglegur og illa unninn. Hann er til þess fallinn að varpa rýrð á það nám sem íslenskir nemendur stunda á erlendri grundu og ber keim af því að einhvers konar rígur sé til staðar af hálfu einhverra hér heima. Einhver kom fréttinni af stað, kveikjan kemur einhversstaðar frá. Umfjöllun sem þessi er ekki tilefnislaus. Öllum þeim sem hafa útskrifast frá Debrecen hefur vegnað mjög vel í starfi hér heima og ekki verið eftirbátar kollega sinna hér. Mér finnst fréttamenn Stöðvar 2 hafa rýrt hressilega trúverðugleika fréttaflutnings þeirr. Ég mun í öllu falli hlusta á þær framvegis með efasemda-og gagnrýnisgleraugum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru alvarlegar rangfærslur hjá fréttastofunni..ég missti reyndar af þessu en sé þetta hér hjá þér
Ragnheiður , 23.7.2008 kl. 00:06
Ég sá einmitt þessa frétt. Nú ættu Ungverjalands læknanemarnir, sem eru hér heima í fríi að fara fram á leiðréttingu á stöð 2 strax. Það gæti sko vel verið að íslenskt lærðu læknarnir og þá sérstaklega tannlæknarnir séu að verja gróða "stíuna" sína.
Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:11
Einhver fnykur er af þessari frétt, svo mikið er víst.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.