Glundur og geislavirkni

Er hálfnuð í rannsóknunum. Orðin stútfull af glundri og geislavirkum efnum, ýmist tekin um munn eða fengin í æð. Ætti að vera orðin ljómandi og auðvelt að sjá í gegnum mig.Wizard

Allt gengið þokkalega, lenti reyndar í langri töf og bið í morgun fram að hádegi sem kætti mig lítt þar sem biðin var að miklu leyti til komin vegna þess að geislafræðingurinn hafði þá einkennilegu þörf að taka fólk fram fyrir mig. Um var að ræða einstaklinga sem voru að fara í sömu rannsókn og ég.  Okkur hafði orðið vel til vina þar sem við héngum á marrandi og lítt traustvekjandi  bekk á biðstofunni eins og hænur á priki og skáluðum í kapp við hvort annað. Vorum fjögur, ég átti fyrsta tíman en fór síðust í rannsóknina. Varð býsna fúl, satt best að segja og vægast sagt enda komin í keng.

Verkjameðferðin farin að skila einhverjum árangri en þó ekki eins og vonir stóðu til, geng enn um gólf í verstu hviðunum, næturnar í uppáhaldi í þeim efnum sem fyrr. Meðferðin verður endurskoðuð á morgun en er almennt skárri. 

Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um þær hugsanir sem takast á loft á meðan þessum barlómi stendur. Þær gera vart við sig þó ég ýti þeim jafnharðan frá mér aftur.  Fæ hugsanlega einhver svör úr þeim rannsóknum sem búnar eru á morgun en í síðasta lagi á þriðjudag. Aðalmálið núna er að bæta ástandið svo ég geti lifað lífinu lifandi. Er orðin ansi teygð og skökk í sófanum og hundleið á sjónvarpsglápi en sé vonandi fyrir endan á þeim ósköpum. Það jákvæða við þetta allt saman að nú finn ég eiginlega ekkert til í hnénu og fætinum, farin að verða býsna liðug, svei mér þá.W00t

Læt mig dreyma um að vera í framkvæmdarhug um helgina með krökkunum, hef varla dýft hendinni ofan í kalt vatn síðustu dagana.  Hundleiðinlegur félagsskapur fyrir krakkana og brýn þörf að breyta því. Færi á upphitun fyrir þjóðhátíð á Players á laugardag, hefði ég heilsu til þess. Verð sennilega að láta mér nægja að hlusta á þjóðhátíðarlögin hér heima með einstaka ABBA innskoti. Ekki amaleg tilhugsun.

Well, rise and shine í býtið, Katan á heimleið eftir kvöldvakt þannig að mér er ekki til setunnar boðið. Hafsteinn passað þá gömlu í kvöld, úff hvað ég vorkenni krökkunum, þetta er lítið spennó.  Orðin sérfræðingur í sjónvarpsdagskránni og búin að birgja mig upp af krossgátublöðum. Tounge

Skylduverk og önnur pligt hafa því miður þurft að sitja á hakanum þessa dagana, fátt við því að gera en að bölva í hljóði. Ce la vie! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bestu kveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  Gangi þer vel Guðrún Jóna!!







Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Gudrun min eg  get ekki ymindad mer hvad thu ert ad ganga i gegn um en thu ert i minum baenum

Ásta Björk Solis, 18.7.2008 kl. 01:49

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir elskurnar mínar, þið eruð yndislegar allar saman. Helga mín, gangi þér vel mín kæra, það fylgir alltaf spenna og kvíði þessum rannsóknum, þannig er það einfaldlega. Þá skiptir sköpum að eiga góða að, ég veit að þú ert heppin þar og það er ég einnig.

Góða helgi og njótið vel.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:20

5 identicon

Sæl Guðrún mín ég hef fylgst með þér hér lengi en ekki sent þér komment lengi Mig tekur sárt að heyra hvernig heilsan er hjá þér vinkona. En þú hefur nú oft séð það svartara held ég. Haltu áfram að vera bjartsýn elskan. Gangi þér allt í haginn minn gamli kennari

Koss og knús og baráttukveðjur af Skaganum  

Sigþóra (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur til þí elsku Guðrún Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:15

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábært að heyra frá ykkur öllum. Þakka ykkur hlý orð í minn garð. Það er rétt hjá þér Sigþóra, hef séð það svartara en orðin hundleið. Sakna virkilega bloggfærslna þinna Helena, vonandi gengur vel með Fönix og samband ykkar.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband