Skýr skilaboð

Þá liggja fyrir niðurstöður atkvæðagreiðslu aðildafélaga BHM, öll stéttarfélögin fyrir utan eitt, samþykktu samninginn.

Þátttakan í atkvæðagreiðslu hjá Kennarfélagi KHÍ nam  30% en  41,7% hjá Félagi háskólakennara sem þýðir að meðaltali 35,9% hjá þessum tveim stéttarfélögum. Þegar ég rýndi í þátttökuna í atkvæðagreiðslunni hjá þeim 17 aðildafélögum sem samþykktu samninginn á undan kom svipuð þátttaka í ljós, þ.e allt frá 23,1% þátttöku og upp í 58,9% eða sem nemur um 37,1% að meðaltali.  Af þeim sem greiddu atkvæði voru flestir sem samþykktu samninginn.

Skilaboðin eru skýr, meira en helmingur félagsmanna í aðildarfélögum BHM hefur ekki áhuga á því að nýta sér atkvæðarétt sinn. Skilaboðin má túlka á ýmsa vegu. Annað hvort eru félagsmenn að lýsa andstöðu sinni við forystuna og samninganefndina með því að hunsa atkvæðagreiðsluna eða að það er hreinlega engin þörf fyrir atkvæðagreiðslu og þar með atkvæðarétt. Svipaðar niðurstöður er að finna í atkvæðagreiðslum annarra stéttarfélaga þetta árið. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skar sig greinilega úr en þar greiddur tæpl. 70% atkvæðabærra félagsmanna atkvæði með yfirvinnubanni. 

Ég hlýt að velta fyrir mér lögmæti 23% þátttöku atkvæðagreiðslu. Í flestum félögum, stjórnum og hjá hinu opinbera væri vart fundafært, hvað þá að atkvæðagreiðslan yrði lögmæt. 

Ég einfaldlega sé enga ástæðu til að halda úti atkvæðagreiðslu um kjarasamninga miðað við þessar niðurstöður.  Er einfaldlega ekki búið að kasta atkvæðaréttinum og færa öll völd til til forystunnar á hverjum stað og hverju sinni?


mbl.is Háskólakennarar samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband