12.7.2008 | 12:28
Ótrúlegt en satt!
Framhaldsskólakennarar samþykktu samninginn með 74% greiddra atkvæða. Þó fylgir ekki sögunni að einungis 732 félagsmenn af þeim 1620 sem voru, greiddu atkvæði. Þátttakan var því heldur dræm líkt og í mörgum öðrum stéttarfélögum eða sem nemur um 45,2%. Á móti voru rúm 22%. Niðurstaðan engu á síður afgerandi en atkvæðagreiðslan fór fram með póstsendum atkvæðaseðlum. Ótrúlega forneskjuleg aðferð á upplýsingaöldinni enda hefur atkvæðagreiðslan og talning tekið sinn tíma.
Ég ligg ekki á þeirri skoðun minni að mér þykir þessi samningur arfaslakur og tel að framhaldsskólakennarar sem hafa dregist verulega aftur úr í launum, hefðu getað ná betri árangri. Mín grunnlaun hafa verið 274.000 kr. á mánuði þannig að líkt og hjá hjúkrunarfræðingum hafa framhaldsskólakennarar þurft að stóla mikið á yfirvinnu eða vinna önnur störf samhliða kennslunni. Ég botna ekkert í forystunni né stéttinni almennt að sætta sig við þessa samninga enda erum við í raun að taka á okkur kjaraskerðingu. Það sama gildir um BHM.
Skv. þessum samning tosast grunnlaun mín upp í 294,300 krónur á mánuði. Misjafnt er eftir aðsókn nemenda í áfanga og framboði á kennurum hvort að einhver yfirvinna sé í boði. Hún var það t.d. ekki hjá mér á vorönninni þannig að það er auðvelt að sjá að hvorki ég né aðrir geta lifað af kennslunni einni saman.
Gríðaleg vinna liggur að baki undirbúning kennslu, mun meiri en margur gerir sér grein fyrir. Ítroðsluaðferðin í formi þurra fyrirlestra og punkta á töflu er nánast liðin tíð, fjölbreytni í kennsluaðferðum er lykilatriði til að ná til nemenda. Í mínu starfi hef ég þurft að styðjast við erlent námsefni þar sem fátt er um fína drætti hvað varðar íslenskt efni. Margir nemendur eru tregir til að lesa námsefni á erlendu tungumáli þannig að gríðaleg vinna fer í að útbúa slæður og þýða glósur fyrir nemendur, finna myndbönd, ítarefni o.s.frv.. Ég er viss um að fæstir átti sig á umfangi undirbúningsins, eðlilega.
En þetta samþykktum við, ótrúlegt en satt!
![]() |
Kennarar samþykktu kjarasamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér, Guðrún. Grunnkaup hjúkrunarfræðinga tosaðist upp í þetta skiptið, en samt eigum við langt í land.
Sigrún Óskars, 12.7.2008 kl. 15:17
Sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.