Á kostnað neytenda

Hvalfjarðargöngin voru og eru bylting fyrir Vesturlandið, á því liggur engin vafi í mínum huga. Mikil framsýni á áræðni af þeirra hálfu sem fóru af stað með verkefnið á sínum tíma. Göngin hafa margsannað gildi sitt og fáir sem efast um mikilvægi þeirra.

Ég hef verið og er enn mjög ósátt við það að göngin skulu vera kostuð af neytendum í gegnum gjaldtökuna. Hróplegt misræmi í samgöngumálum almennt í landinu sem er einsdæmi fyrir utan þjóðvegina  til Eyja og Grímseyja sem liggja sjóleiðina og byggja á  gjaldtöku til neytenda. 

Enn hef ég ekki séð haldbær rök af hálfu stjórnvalda sem réttlæta þessa gjaldtökur. Við skattborgararnir greiðum okkar hlut til samgöngumála án þess að hafa nokkur áhrif á  forgangsröðun verkefna eða úthlutanir á milli landshluta. Við borgum þegjandi og hljóðalaust, getum ekki annað, höfum ekkert bal en getum etv. haft óbein áhrif í kosningum á 4 ára fresti.  Engu treystandi í þeim efnum samt. Því er gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin óréttmæt og mismunar fólki eftir búsetu. Það sama gildir með Grímseyinga og Eyjamenn.

Hef auðvitað mínar skoðanir á því hverjir hagnast mest á þessu fyrirkomulag og það eru örugglega ekki neytendur. Vissulega breytt skilyrði í samgöngum við höfuðborgarsvæðið og þægindi en fyrir það verða menn að borga. Mér er ekki kunnugt um gjaldtöku í önnur göng á landinu.  Af hverju skyldi þessi mismunun vera?

Þeir eru ekki margir þingmennirnir í Noðrvesturkjördæmi sem berjast fyrir því að ríkið taki yfir rekstri Hvalfjarðargangna sem stóð reyndar alltaf til í upphafi og átti að gerast þegar göngin væru farin að borga sig. Þeir eru þó örfáir, þingmenn FF og einn þingmaður Samfylkingarinnar. Hef ekki heyrt mikið til VG manna um þessi málefni.  Eru kannski á móti göngunum almennt vegna umhverfisáhrifa en ég skal ekki um það segja.

Um 14 milljónir bifreiða hafa ekið um göngin frá opnum þeirra og tel ég víst að þau séu löngu búin að borga sig og farin að skila umtalsverðum hagnaði. Einhverjir púkar fitna á fjósbitanum og hagnast í bak og fyrir, bæði pólitískir og ópólitískir einstaklingar. Það þarf ekki miklar pælingar til að átta sig á því hverjir þeir eruWhistling

Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að útrýma misrétti landsmanna eftir búsetu þeirra og tryggja öllum sama rétt í samgöngumálum - eða hvað?


mbl.is Tvöfalda þarf Hvalfjarðargöng á næstu 5 til 10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Best að byrja á að leiðrétta eina staðreyndarvillu. Það er ekki búið að borga upp Hvalfjarðargöng með veggjöldum. Miðað við núverandi áætlanir er gert ráð fyrir að það verði árið 2018. Þá mun ríkið fá göngin afhent sér að kostnaðarlausu og veggjöld verða afnumin. Til að afnema veggjöldin fyrr þarf ríkið að yfirtaka skuldir Spalar vegna byggingu ganganna og þar með að taka að sér að greiða af þeim.

Ég er hins vegar sammála þér að það er óþolandi misrétti að einungis þurfi að greiða veggjald í Hvalfjarðargöngum en ekki öðrum dýrum samgöngumannvirkjum. Ég er hins vegar ósammála þér með það hvernig taka eigi á því misrétti. Ég tel að við eigum að gera miklu meira í því að fjármagna dýr samgöngumannvirki með veggjöldum og því eigi að taka upp veggjöld víða annars staðar en ekki að afnema þau í Hvalfjarðargöngum. Með því að innheimta veggjöld til viðbótar við framlag ríkisins til samgöngumála er hægt að flýta verulega samgöngubótum hér á landi án þess að hækka skatta.

´

Ég tel til dæmis að það eigi að fjármagna Vaðlaheiðagöng, Héðinsfjarðargöng og Sundabraut að hluta til með veggjöldum. Það sama vil ég gera meö önnur göng, sem nú er verið að spá í að grafa. Norðmenn hafa notað þessa leið mikið í marga áratugi og hafa flýtt verulega fyrir samgöngubótum með því.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir þitt innlegg Sigurður og leiðréttinguna, ég taldi víst að göngin væru búin að borga sig upp og farin að skila góðum hagnaði. Mér finnst ég hafa heyrt það á einhverjum fundi eða ráðstefnu á vegjum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi en etv. er minnið að bregðast mér?

Ég get að vissu leyti tekið undir með þér varðandi veggjöld almennt hófleg gjaldtaka er ekki óskynsamleg leið enda tíðkast hún víða erlendis og flýtir sannarlega fyrir framkvæmdum. Okkur veitir ekki af því hér á landi að bæta samgöngurnar. Það þarf hins vegar að ríkja í gjaldtöku. 

Ég þekki það vel að aka á milli Rvíkur og Akraness og hef gert það í 4 ár. Það er óheyrilega kostnaðarsamt, einkum og sér í lagi þegar ekið er um göngin tvisvar á dag, fimm daga vikunnar.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.7.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Úps, þarna átti að standa ,,Það þarf hins vegar að ríkja jafnrétti í gjöldtöku". Er ekki nógu vel að mér í forritsmálum til að geta lagfært athugasemdina beint

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.7.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ríkið tekur við göngunum þegar kemur að viðhaldi......ekki satt?

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 00:49

5 identicon

Vil byrja á að leiðrétta Sigurð, þar sem núverandi áætlun er til ársins 2014 til 2015 þó svo upphaflega var gert ráð fyrir að það yrði til ársins 2018. Ræðst þetta af því að göngin eru mun meira notuð en áætlað var í upphafi.

Hólmdís: Göngunum er nú bara haldið við jafn óðum, um leið og eitthvað bilar eða skemmist er gert við það um leið. T.d er þeim lokað nokkrar nætur á ári til viðhalds og þrifa.

Sóli (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 01:29

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Sóli....mér finnst þetta ekki alvond leið að gera þetta svona.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband