Sátt!

Búin að lesa samninginn sem hljómar mun betur en fyrstu fréttir gáfu til kynna í gærkvöldi. Var hálf brugðið þá og alls ekki bjartsýn. Skildi ekkert hversu ánægður formaðurinn okkar var miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir um samninginn, þ.e. 20.300 k. hækkun á alla, lækkun yfirvinnuprósentu en nokkurra prósentuhækkun á alla launatöfluna vegna kerfisbreytinga. 

Forystan hefur náð um 14% hækkun grunnlauna og sömu hækkun á vaktaálag. Á móti kemur að vísu að yfirvinnuprósetnan lækkar úr 1.038% niður í 0,95% en það er í raun algjörlega í takt við stefnu okkar um að auka vægi dagvinnulauna.

Mér finnst það raunar kraftaverki líkast að ná fram þessari hækkun launa í því samningsumhverfi sem ríkt hefur. Ríkið hefur verið með öllu ósveigjanlegt og ekki reiðubúið til að hlusta á neitt annað en flata krónutöluhækkun upp á 20.300 kr. á línuna. Það hefur því ekki verið auðvelt að kljást við samninganefnd ríkisins. Samninganefnd F.Í.H og forystan á því heiður skilið, haldið var klókt á þeim spilum sem voru uppi.  Ríkið hagnast  einnig þegar fram í sækir þegar fleiri hjúkrunarfræðingar geta aukið starfshlutfall sitt í stað  þess að treysta á yfirvinnu til að skrimta. 

Vissulega eiga hjúkrunarfræðingar langt í land með að fá kjör sín leiðrétt til samræmis við aðrar sambærilegar stéttir en það skref sem stigið var í gær er stórt og góð byrjun á því vandasama verki sem framundan er. Ég vil því meina að þessi samningur sé stór áfangi og í raun sigur. Kringumstæður gríðalega erfiðar og samningsumhverfið ósveigjanlegt. Það þarf kænsku, kjark og dug til að semja í slíku umhverfi. Öll vitum við hvernig fór fyrir samninganefnd BHM og þeim samningum sem þar var landað. Það sama gildir um samninga við Félag framhaldsskólakennara, snautlegir samningar, algjörlega úr takt við raunveruleikan og  ég treysti mér ekki til að samþykkja.

Ég verð því að viðurkenna að ég er örlítið ,,lúpuleg" eftir comment mitt í gærkvöldi þar sem mér fannst ekki tilefni til bjartsýni, hálf skammast mín eiginlega fyrir fljótfærnina en hafði þó rænu á að hafa einhvern  fyrirvara.

Ég mun mæta á kynningafund og setja mig vel inn í málið. Mér sýnist þessi samningur geta haft umtalsverð áhrif á mínar ákvarðanir í náinni framtíð. Ég er þess fullviss að félagsmenn muni samþykkja samninginn. Vonandi liðkar hann til fyrir samningaviðræðum ljósmæðra og ríksisins

á fundir ríkissáttasemjara

 Stjórnborð - Bloggfærsla

 

 

 

 

 

Ég get ekki annað en óskað samningnefnd okkar til hamingju með þennan sigur, ferlið hefur ekki verið auðvelt. Þvílík þrautseigja! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Tek undir hamingjuóskir til samninganefndar.innar Þetta eru kjarnakonur sem vita sínu viti.  Kjarkur og þor er það sem þarf í þetta.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég segi til hamingju og vonandi er samningurinn skotheldur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.7.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er hænufet..... stutt í næstu törn.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.7.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband