9.7.2008 | 22:33
Samningur í höfn
Fyrstu fréttir að berast, samningur í höfn. Ekki gefið upp um innihald hans annað en að grunnlaun hækki. Of snemmt að fagna þar sem innihaldið er óljóst en ég ber fyllt traust til forystunnar sem hefur sýnt að hún er sterk.
Meira seinna.......................
Hjúkrunarfræðingar semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
??????????
Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 22:44
Elsku Guðrún Jóna mín ég sendi þér hlýjan faðm af ást og styrk og bíð þér góða nóttina elsku Ljúfust mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.7.2008 kl. 00:08
Eftir að hafa lesið fréttina á visir.is fylltist ég engri bjartsýni.....en forvitin er ég
Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2008 kl. 00:25
Takk fyrir hlýjar kveðjur Linda mín
Er sammála þér Hólmdís, fyrirliggjandi upplýsingar gefa ekki fyrirheit um mikla bjartsýni. Mér sýnist þetta áþekkur samningur og þeir sem þegar hafa verið undirritaðir enda ætlaði ríkið aldrei að semja upp á meira. Ætla að spara stóryrðin þar til innihald samningsins liggur nánar fyrir, geymi færslu mína þangað en ég hef ýmislegt um hann að segja. Sit á mér þangað til...........
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 01:28
Það að ríkið hefði hag af samningnum stuðaði mig...........
Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2008 kl. 01:34
þegar menn gera samninga eru þar atriði sem koma báðum til góða..eitt fyrir mig og eitt fyrir þig á einföldu máli. Er ekki of snemmt að mála skrattann á vegginn? Mér finnst nú mágkona okkar eiga skilið meira traust...
Katrín, 10.7.2008 kl. 01:45
Það verður gaman sjá það sem okkur er boðið með þessu. Ég hef fulla trú á stjórninni, enda ekki haft nokkra ástæðu til annars. En nú er bara að bíða og sjá hvernig var samið. Ef að félagsmönnum líst ekki á þetta er alltaf tækifæri á að fella samninginn.
En ég bíð með að segja nokkuð þangað til að ég sé innihaldið.
Aðalsteinn Baldursson, 10.7.2008 kl. 02:07
Ég veit að E er mágkona þín GJ. Ég var ekki sátt við hana þegar hjúkkur hjá borginni voru í samningum síðast. Hún var standandi hissa að við höfnuðum lélegum samningi. Og hún gat engu svarað þegar hún var spurð hvort það væri eðlilegt að sjúkraliðar með eins árs (grunnt) öldrunarnám væru með hærri laun en ungur hjúkrunarfræðingar. Vona sannarlega það besta.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2008 kl. 02:10
Hvet ykkur til að lesa eftirfarandi áður en dómur fellur og mæta svo á kynningarfundina um samninginn.
http://www.hjukrun.is/?PageID=33&NewsID=3183
Elsa B. Friðfinnsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:19
Þau laun sem reyndur hjfr. á að fá núna eru lægri en bróður mínum var boðið hjá opinberu fyrirtæki fyrir 20 árum. Jafnlangt nám. Honum þótti það þá of lágt og hafnaði. 20 árum seinna eigum við að sætta okkur við þau laun!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2008 kl. 14:44
Óska ykkur hjúkrunarfræðingum til hamingju með betri samninga en öðrum innan BHM tókst að ná. Það er veruleikinn í dag sem skiptir máli þegar verið er að semja og fúlsa við því að verið sé að leiðrétta hlutfall dagvinnu og yfirvinnu finnst mér undarleg afstaða. Jafnframt hækka grunnlaunin umfram 20.300 sem allir aðrir ríkisstarfsmenn hafa fengið. Munið að samningstímabilið er einungis 9 mánuðir en launahækkandir metnar á 13-16%!
Stundum er betra að bíða og sjá hvað kemur uppúr pokahorninu
Katrín, 10.7.2008 kl. 14:51
Ég verð að viðurkenna að ég hljóp á mig í gærkvöldi. Fyrstu fréttir af samningnum lofuðu ekki góðu, einungis talað um 20.300 kr hækkun.
Eftir lestur samningsins er ég á því að hann þetta er fínn samningur, í rau ótrúlegt að samninganefndin skyldi ná um 14% hækkun launa miðað við gang mála í öðrum samningaviðræðum. Ég tel forystuna aljgörlega hafa staðið sig í þessum samningum. Við höldum svo áfram í mars að leiðrétta enn hlut okkar hjúkrunarfræðinga, við eigum langt í land ennþá en þetta skref vegur þungt og gefur fyrirheit um bjartari tíma
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.