Áfram er haldið...............

Enn annar þjónustusamningur um einkarekstur. Í þetta sinn innan heilsugæslunnar. Ekki kemur skýrt fram hver ávinningurinn er með slíkum samning umfram rekstur heilsugæslu á vegum hins opinbera. Það mætti etv. skilja þessa frétt þó með þeim hætti að samningurinn eigi að tryggja bættari þjónustu. Í raun þá verið að segja að opinber þjónusta á heilsugæslusviðinu sé ekki nógu góð - eða hvað? Whistling

Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála og spennandi að sjá um hvaða lækna er að ræða. Skyldu þeir tengjast Heilsuverndastöðinni (InPro)? Sterk tengsl þaðan inn í ríkisstjórnarflokkana.

Ætla mér ekki að taka afstöðu til þess hvort þessi þjónustusamningur sé jákvæður eða neikvæður fyrir skjóstæðingana en þeir eiga að skipta höfuðmáli. Það virðist vera á kristaltæru að heilbrigðisþjónustan verður einkavædd og vart lengi að bíða þar til þaf rekstrarform verði það að allt að 80-90% af allri heilbrigðisþjónustu. Ríkið mun sjá áfram um heilbrigðisþjónustu fyrir afmarkaðan hóp ef af líkum lætur. Þessa þróun höfum við séð í öðrum löndum. Í dag eru Bandaríkjamenn að gera hvað þeir geta til að losna út úr einkarekna rekstrarforminu, árangurslítið.  

Það fer enginn út í einkarekstur nema að hafa einhvern ávinning og arð af slíkum rekstri. Heilbrigðisþjónustan mun snúast  í auknu mæli um lögmál hag- og markaðsfræði þar sem arðsemi er lykilatriði. Það kæmi því ekki á óvart að senn fari tryggingafélögin að bjóða sérstakar sjúkratryggingar. Einhverjir munu fitna við kjötkatlana.

Hvernig skyldi fara með LSH? Einkahlutfélag eða opinbert?  Í öllu falli fækkar ríkisstarfsmönnum óðfluga og þar með mun þörfin fyrir starfsmannalögin minnka. Klókt hjá Sjálfstæðismönnum og Samfylkingin dansar með í takt.

 

 


mbl.is Samið við heimilislækna um rekstur læknastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég skrifaði í gestabókina þína ....já það er verið að einkavæða

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.7.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband