1.7.2008 | 21:00
Nýr sveitarstjóri
Menn eru að ganga frá ráðningu nýs sveitarstjóra í minni fyrrum heimabyggð. Þroskaþjálfinn og bassaleikarinn valinn úr hópi 17 umsækjenda. Er búin að bíða eftir þessum fréttum um nokkurt skeið,ráðningin kemur mér ekki á óvart, hún lá strax í loftinu.
Grímur mun ugglaust ráða við starfið en hvernig ætla menn að réttlæta ráðningu hans í ljósi þess hve margir hæfari umsækjendur á sviði sveitarstjórnarmála voru um starfið? Einhverjir þeirra munu ugglaust fara fram á rökstuðning fyrir ráðningunni enda um starf á vegum stjórnsýslunnar að ræða. Hæfi manna á að ráða en oftar en ekki eru slíkar ráðngar pólitískar
Hitt er svo annað mál að það mun gusta af nýja sveitarstjóranum og hann mun bretta upp ermarnar. En það munu einnig blása vindar; maðurinn umdeildur enda með sterkar skoðanir sem hann liggur sjaldnast á. Hann mun ugglaust poppa upp móralinn í samfélaginu og hugsanlega þyrla upp ryki sem veitir sjálfsagt ekkert af. Sé fyrir mér árekstra á milli hans og oddvitans en þó er aldrei að vita.
Ég verð að viðurkenna að nú skil ég ekki bóndan á Erpsstöðum né húsfreyjuna í Fagradal. Ekki átta ég mig á tengslunum ennþá en þau munu sjálfsagt skýrast fyrr en seinna. Þetta er niðurstaða hins nýja meirihluta, íbúar geta lítt annað gert en að sætta sig við hana og gefa mönnum tækifæri. Ekki þekki ég manninn nema af verkum hans fyrir vestan, hann verður að fá tækifæri til að sýna hvað í honum býr.
Nýji sveitarstjórinn hefur ákveðnar skoðanir á rekstri dvalarheimila skv. pistli á bloggi hans en þar leggur hann til að leggja niður núverandi þjónustu við aldraða skjólstæðinga sveitarfélagannna þar sem ríki greiði ekki í samræmi við ummönnunarþörf. Ekki get ég fallist á þá tillögu hans en hafa verður í huga að menn fengu úthlutuð hjúkrunarrýmum í minni fyrrum heimabyggð sem þeir nýttu ekki sem skyldi þrátt fyrir mikla þörf. Þótti erfitt að breyta dvalarýmum yfir í hjúkrunarrými þar sem slíkt myndi hafa óþægindi í för með sér fyrir skjólstæðingana. Mikill misskilingur en engu að síður niðustaðan. Sveitarfélagið missti að sjálfsögðu þau vannnýttu hjúkrunarrými. Það virtist ekki þröf fyrir þau. Sveitarstjórinn nær vonandi að snúa þeirri þróun við.
Nú er bara að óska mönnum góðs gengis og fylgjast með gangi mála. Kannski meirihlutasamstarfið haldi næstu 2 árin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.