Slök byrjun nýrrar forystu

Ný forysta BHM undirritaði framlengingu á  kjarasamningum til loka mars 2009 sem hljóðar upp á 6% launahækkun, að meðaltali.  Formaður samninganefndar ríkisins segir hækkunina nema 4-8%.. Ekki fæst uppgefið hverjir hækka minnst eða mest.

Formaður BHM viðurkennir fúslega að með þessum samning séu félagsmenn að taka á sig kjaraskerðingu enda kemur þessi hækkun ekki til móts við verðbólguþróun næstu mánaða. Fórnarkostnaðurinn er Vísindasjóðurinn sem verður lagður niður. Er ekki í lagi með forystu BHM??? Þvílíkur afleikur af hálfu forystunnar!

Ég er eiginlega hálf hvumsa, beið spennt eftir bitastæðum samningum. Vonbrigðin gríðaleg, átti von á meiri styrk samninganefndar miðað við viðræður síðustu daga. Mig skal ekki undra þó enginn hafi viljað tjá sig um viðræðurnar á lokametrunum og ekki er ég hissa þó formaður BHM þegi þunnu hljóði,  samningarnir eru sennilega mun lakari en þeir sem þegar hafa verið samþykktir í þjóðfélaginu.

Ég skil eiginlega ekki hvað það er búið að taka langan tíma að þrefa um þennan samning. Ríkið vildi fasta krónutölu en BHM prósentuhækkun. Það hafðist að vísu en snautleg er hún. Þarna tekur ríkið á sig stílbrot en hafði betur í þessum samningum, BHM lét í minni pokan þegar upp er staðið.  Í raun er þetta svipaður samningur og þeir sem ríkið er þegar búið að landa, búið að umreikna föstu upphæðina í prósentur og þar með var samningurinn í höfn. Samningurinn er lakari í heildina ef eitthvað er. Sumir frá sem svarar 20.300 kr. hækkun, aðrir ekki.

Það hefur verið sagt um Ásmund að sennilega sé hann einn sterkasti ríkissáttasemjarinn fram til þessa. Stílbrotið virkaði vel.

Það ætti að vera öllum ljóst að samninganefndir og forysta stéttafélaganna eru arfaslakar. Ég myndi ugglaust vera sáttari við samningana ef ríkisstjórnin væri tilbúin að leggja eitthvað af mörkum til móts við launþega, það gerir hún ekki. Launþegarnir bera því hitan og þungan af efnahagskreppunni og verðbólgunni og taka á sig allan skellinn. Ríkisstjórnin hefur heljartök á þjóðinni, því er ekki að neita.

Hjó sérstaklega eftir því að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki talið upp með þeim aðildafélögum sem undirrituðu samninginn og er sátt við það enda í eigin viðræðum við ríkissáttasemjara.  Ég hef ekki trú á því að hjúkrunarfræðingar sætti sig við samning sem þennan. Taki ég mið af eigin launum eru þessi 6% sem samið var um, lægri upphæð en sú fasta krónutala sem flestar stéttir hafa samið um. Ljósmæður hafa sagt sig frá samstarfinu við BHM, skal mig ekki undra.

Menn réttlæta samninginn með þeim rökum að hann sé stuttur og að samið verði aftur í vor.  Heldur forysta stéttarfélaganna virkilega að staðan verði eitthvað betri í vor??? Eru menn virkilega raunveruleikafirrtir?   W00t

Það verður fróðlegt að fylgjast með launaþróun þeirra stétta þar sem Kjaradómur kemur að málum.

Í mínum huga hefur forysta BHM brugðist væntingum. Hvaða samningsmarkmiðum náði samninganefndin?? Mér sýnist sem farsælast sé fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður að segja sig frá samstarfi við BHM með öllu eins og hefur komið til tals meðal félagsmanna. Stéttin nýtur ekki góðs af því samstarfi, hins vegar hefur það nýst BHM, ekki síst vegna fjölda félagsmanna okkar.

Nú eigum við að segja farvel og bless! 


mbl.is Samið til loka mars 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tek undir

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:14

3 identicon

Mjög góð grein hjá þér Guðrún, og ég hvet alla að fara inn á þennan link og lesa. Háskólanám er fjárfesting.......... eða hvað?    http://ljosmodir.is/Felag/Default.asp?Page=Korn&ID_Korn=68

Magnús (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er greinilegt að alþýðan á að taka á sig skellinn af lélegri ríkisstjórn, og fjármálaóreiðu bankanna.  Ég er alveg hissa á því að samninganefnd háskólamanna geri svona lélegan samning.  Hann fær varla kosningu hjá félagsmönnunum.  Þeir hafa lokasvarið, og vona ég að þeir noti atkvæðin sín vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2008 kl. 01:20

5 Smámynd: Sigurjón

Ég hvet alla til að hafna þessum samningi.  Þetta er skammarlegt!

Sigurjón, 29.6.2008 kl. 02:34

6 Smámynd: Kona

Samningsforyrstan virðist vera að svipuðu "kaliberi" og kennaraforyrsta síðasta áratugs

Kona, 29.6.2008 kl. 10:55

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 12:06

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er einhver uppgjöf finnst mér hjá BHM.

Sigrún Óskars, 29.6.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband