28.6.2008 | 18:12
Það haustar snemma
Það ætlar að hausta snemma í ár. Norðanáttin á fullu, hífandi rok hér fyrir sunnan og við frostmark fyrir norðan og austan. Þurrkar á suðurlandinu. Sumarblómin á góðri leið með að verða að engu, þar fer fé fyrir lítið. Ágætis gluggaveður svo fremi sem gluggar eru ekki opnir.
Við mægður gerðum heiðarlega tilraun að vera úti við fyrri partinn, gáfumst fljótlega upp og var ég þó í ullarpeysu. Það dugði ekki til, komin með ljótan barkahósta og slen.
Ég velti óneitanlega fyrir mér veðrarbreytingum síðustu ára. Engin eiginleg skil á milli árstíða, þær renna saman. Hætt að kippa mér upp við hlýindi í nóvember eða slyddu júnílok. Það ætti enginn að vera undrandi á ferðum ísbjarna hér, þeir hljóta að elta veðrið eða hvað?
Ekki laust við að ég staldri við auglýsingar um sólarlandaferðir þessa dagana, hagstæð kjör fyrir þá sem eru tilbúnir að ,,stökkva út". Er alltaf að verða skotnari í þeirri hugmynd að búa annars staðar en hér á landi, bæði út af lífskjörum og veðráttu. Áherslur breytast greinilega með aldrinum. Meira að segja Danmörk kemur oft upp í huga mér en lengst af hafa Norðurlöndin ekki heillað mín. Best væri náttúrlega að búa á Spáni eða Kanaríeyjum en litlar líkur á almennilegum atvinnuskilyrðum.
Margt sem mælir með því að íhuga aðra kosti en Ísland. Er greinilega komin með nóg í bili. Það er skítkalt og skrokkurinn finnur vel fyrir því.
Athugasemdir
Mér er illa við rok, en það á að lægja - held ég. Ég væri sko til í að búa á Kanarý á veturna, væri ekki hægt að setja upp heilsugæslu á Kanarý fyrir aldraða Íslendinga sem eru þar í fríi?
Sigrún Óskars, 28.6.2008 kl. 18:18
Við ætum sð skoða það, í fullri alvöru Sigrún!
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 18:21
Ég er með, en förum til Ítalíu. Ho studiato italiano. Italia est molta bella. Sempre di sole.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 18:57
Það er líka sól á Spáni og þar er líka fallegt. En þú segist hafa lært ítölsku, það kæmi sér vel. En Hólmdís, gamlingjarnir eru á Spáni.
Sigrún Óskars, 28.6.2008 kl. 19:54
Er alveg til í Ítalíu, heilluð af landi og þjóð en þar er ekki sama veðursældin á veturna og á Spáni og Kanaríeyjum, sérstaklega. Mjög margir (h)eldri borgarar vilja vera í sólinni á veturna og koma heim á sumrin. Við gætum etv. reynt að hafa áhrif á ferðamannastrauminn til Ítalíu með ómótstæðilegum tilboðum. Er þó ekki viss um að ég vilji bjóða upp á stólpípumeðferð og föstu líkt og sumir
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:00
leiðrétti villu.....Italia é molta bella.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.