27.6.2008 | 23:30
Hætt í fýlu
Ákvað í morgun að ég nennti ekki að vera lengur í fýlu. Hún bætir ekki fótskömmina né þau mistök sem ég gerði með iðnaðarmanninn. Er ekki annars í tísku að vera í gallabuxum undir pilsum og kjólum?
Fjandi lét ég iðnaðarmanninn plata mig illa, slík reynsla kemur óorði á stéttina en ég þykist vita að flestir séu heiðarlegir. En svona plat er ansi kostnaðarsamt, hm........ Skriflegur samningur næst, búin að læra fyrir lífstíð.
Sótti Kötuna út á völl upp úr hádegi, mikil gleði í herbúðum. Haffinn úti í Eyjum, árshátíð hjá VKP með stæl. Auðvitað áttum við Katan okkar ,,quality time" í sófanum eins og vera ber með sjónvarpið á um stund. Gerði heiðarlega tilraun til að norpa úti í sólinni í rokinu en gafst fljótlega upp. Þóttist þó sinna garðvinnu að einhverju leyti en engar komu freknurnar.
Hellti mér út í gardínusaum, verkefni sem hefur beðið ærið lengi og þær komnar upp, slysalaust. Nokkrar eftir þó, stefni að því að klára þær á næstu dögum
Er ákveðin í að nota sumarið vel til framkvæmda og tiltekta sem hafa beðið allt of lengi, þræla krökkunum út eins og ég mögulega get áður en þau halda út aftur í ágúst. Stefni að því að skríða á botninum eftir beðum og moldvarpast á morgun, stinga niður blómum hér og þar. Illgresið reiti ég upp og losa mig snarlega við það.
Ég forðast að horfa aftur á bak eða áfram
og reyni að horfa bara upp á við.
(CHarlotte Bronté)
Athugasemdir
Nú líst mér á þig....
Hólmdís Hjartardóttir, 27.6.2008 kl. 23:36
Tískan er akkúrat buxur og pils yfir
Njóttu þín í blómabeðunum, það er svo gaman að liggja þar og horfa á blómin, hlusta á suðið í flugunum og horfa á orma og margfættlur
Sigrún Óskars, 27.6.2008 kl. 23:46
Veit ekki Guðrún, þætti eflaust enn skrýtnari ef ég færi í pils yfir gallabuxurnar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.6.2008 kl. 08:38
Ég frestaði garðvinnu vegna veðurs..hehe. Ætla að einhenda mér í þetta bráðlega...ég verð að nenna að gera eitthvað í fallega garðinum mínum
Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 15:56
Lestu blogg Lilju G. Bolladóttur
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.