26.6.2008 | 01:26
Kemur ekki á óvart
Enn eru mér í minni þær ,,sögur" sem ég heyrði í barnæskunni um urðuð dýr, miltisbrand og stífkrampa í jarðveginum á mínum bernskuslóðum. Því miður sannar, það vissi ég reyndar fyrir, einungis spurning hvenær kvikindin létu á sér kræla. Faðir minn fékk að kenna á stífkrampanum fyrir áratugum síðan við það eitt að taka upp rabbabara með skeinu á hendi.
Mér kemur hins vegar á óvart hversu ,,létt" menn taka á málum, ef marka má fréttir á vef Mbl. Set inn slóð af doktir.is með fróðleik um miltisbrandinn. Margir virðiast telja að um vírus sé að ræða. Sem betur fer ekki, segi ég, enn er hægt að nota sýklalyf gegn þessum óvætti.
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=0&do=view_grein&id_grein=1803
Grunur leikur á miltisbrandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Facebook
Athugasemdir
Þegar ég var barn var okkur bannað að fara inn í yfirgefið hús vegna hugsanlegs berklasmits....við fórum auðvitað inn, húsið var fullt af húsgögnum og dóti en við sóttum í mikið blaðasafn sem þar var.
Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.