Hömlulaus grimmd

Hvað vakir fyrir fólki að urða lifandi hvolp? Er það hömulaus grimmd eða ómeðhöndlaður geðsjúkdómur? Ófyrirgefanlegt með öllu, hvort heldur sem er. Umræddur eigandi hirðir ekki um að aflífa hvolpinn á mannúðlegan hátt.

Í mínu huga á að fangelsa hvern þann sem níðist á dýrum, þetta er þó það versta sem ég hef heyrt um. Ég hef þó ýmsu kynnst í gegnum tíðina í málefnum dýra. Menn hafa svelt skepnur sínar, skilið þær eftir án umhirðu, jafnvel meitt þær og komist upp með það en að kviksetja dýr er nýtt fyrir mér og trúlega okkur öllum.

Ég er bókstaflega miður mín yfir þessari frétt, þvílík mildi að fólk fann hvolpinn. Til þess var greinilega ekki ætlast miðað við staðsetninguna. Ég hef ekki trú á því að erfitt verið að finna handa honum eiganda. Fólk er slegið.

 litli hvolpurinnLitla tíkin er gullfalleg.Heart


mbl.is Dýraníðings leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessi frétt sló mann ansi illa, maður skilur ekki hvað fólki gengur til. Það er eitt að geta ekki haft dýr lengur en að koma því þá ekki til þess bærra aðila er rugl. Ég veit t.d. til þess að dýralæknastofan í Keflavík hefur tekið dýr og reynt að koma þeim til annarra eiganda ef þess hefur þurft með.

Ragnheiður , 21.6.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er þyngra en tárum taki.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég segi nú eins og litlu börnin segja stundum; mér er illt í hjarta mínu

Þvílíkt lán að litla tíkin fannst

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:12

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er þvílík mannvonska, það er ekki hægt að skilja hvað manneskjunni gekk til.

Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband