Glæsilegt!

Alltaf gaman þegar ég les góðar fréttir úr minni fyrrum heimabyggð. Vinstri Grænir með formennsku í byggðaráði sem er valdamesta embættið í raun. Komnir í sterka stöðu.  Oddvitinn fær að baða sig í sviðsljósinu, þá eru allir ánægðir og langþráðu takmarki hans náð. W00t

glow star

 

 

 

 

 

 

 

Umsóknir um starf sveitarstjóra sagðar vera hátt í 20 talsins sem eru feikigóðar fréttir og mikill léttir að fyrri fregnir voru rangar. Þær leiðréttast hér með. Það ætti að vera auðvelt að finna hæfileikaríkan einstakling til starfans úr þessum fjölmenna hópi. Fannst þó vanta æði mikið upp á þær kröfur sem gerðar eru til starfsins, ekki farið fram á reynslu og/eða menntun í opinberri stjórnsýslu svo dæmi sé nefnt. Virkaði á mig eins og það væri fyrirfram ákveðið hver fengið starfið en auðvitað getur mér skjátlast. Við sjáum til.

Vonandi eru bjartari tímar framundan í heima í héraði, ég leyfi mér alla vega að vera bjartsýna og vongóða um það eins og hægt er við þessar aðstæður. Ég reikna með því að málefnasamningurinn sé niðurjörvaður og vel ígrundaður ef ég þekki mína menn rétt. 

Þótt enginn geti snúið við

og byrjað að nýju,

geta allir byrjað núna

og endað að nýju.

(Carl Bard) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

og spakmælin sem þú bætir við færslurnar mjög viðeigandi

Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:40

2 identicon

já kommon...Svala...ekki hef ég nú heyrt góðar fregnir um hennar "stjórnunarhæfileika" og engin reynsla...finnst þetta fáránlegt!

HAHAHA

ég hlæ bara af þessum fíflum!

Gyða (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ef hún kemur til álita er augljóst að hún verður framlenging af oddvitanum og beint í vasa hans, á því er enginn vafi. Það er rétt hjá þér Gyða, ekki virðist fara fyrir stjórnunarhæfileikum hennar. Við skulum sjá til hver lendingin verður, menn verða að vera reiðubúnir til að rökstyðja ráðningu í opinbert starf, hentugleikastefna er ekki sjálfgefin þegar kemur að hæfi einstaklinga

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Katrín

Og bassaleikarinn er meðal umsækjenda 

Katrín, 20.6.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Og þykir koma sterklega til greina er mér sagt. Auglýsingin bar þess vitni að hún var hönnuð með einhvern sérstakan í huga, kröfur um ,,háskólamenntun sem nýtist í starfi". Skv. fréttum í 24 stundum í dag, hafa viðræður við þroskaþjálfan staðið í einhvern tíma. Ég er ekki alveg að trúa því að VG séu á þessum buxunum en svei mér ef orðrómurinn er ekki réttur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband