Rauðir dagar

Mér hálfleiðast hátíðisdagar. Eru til þess fallnir að fjölskyldan komi saman og njóti þess að vera saman. 17. júní ekkert frábrugðin í þeim efnum.  Mín litla fjölskylda dreifð víða og stór hluti hennar horfinn þannig að frúin sat heima með tíkunum. Ég viðurkenni það fúslega að mér hundleiddist framan af. Ekki nógu brött til að skreppa í bæinn á hátíðarhöldin enda ekki vænlegt að hökta langar leiðir á hækjunum. 

Góðu fréttir dagsins eru þær að Hafsteini gekk vel í prófi sem hann tók í morgun, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Er orðinn ansi slæptur og próflesin. Styttist í heimkomu hans og ég eins og lítill krakki og bíð spennt. Katan kemur eftir tæpar 2 vikur þannig að senn verður líflegt í kringum kellu. 

Gvöð hvað þau eru sætust

 

 Systkinin á góðri stunduHeart

 

 

 

 

 

Hef verið það fífldjörf að láta það eftir mér að þrífa hér innan dyra, af nógu er að taka eftir margra vikna aðgerðarleysi í þeim efnum. Myndi uppfylla öll skilyrði fyrir ,,Allt í drasli" með bravör. Hef sem sé smátt og smátt verið að takast á við rykið og óhreinindinn, sækist það á hraða snigilsins, var 3 klst. að taka stofuna í gegn og annað eftir því. En þetta mjakast þó. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa, er sófadýr  eftir hverja viðleitni en finnst það fyllilega þess virði.

Viðurkenni að ég er fegin að þessi dagur er að kvöldi kominn, afrakstur hans rýr, einungis nokkrar stjúpur í blómapott og síðan maulað heilt stykki af Toblerone yfir sjónvarpsglápi.  Allt er þetta þó í áttina.

Ég er bara ein, en þó ein.

Ég get ekki gert allt

en þó eitthvað.

(Helen Keller) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Guðrún Jóna míntil lukku með hann Hafstein þinn, og farðu nú vel með þig elsku vinkona míngóða nótt mín kæra og megi Guðs englar yfir þér vaka elskan mín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.6.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Katan

iss Hann er að koma bara eftir 2 daga eða svo! =) það er ekkert! enga stund að líða miðað við 5 mánuði....

Katan , 18.6.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Algjörlega sammála, tíminn æðir áfram, engin ástæða til að örvænta í þeim efnum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til lukku með Hafstein þinn,  Guðrún, þú átt að bíða eftir rigningardögum til að þrífa.

Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 11:56

5 identicon

styttist í komu mína kæra móðir, skal glaður hola niður eitthverjum blómum niður með þér og kjammsa á tobleroni þér til samlætis :) er að spá í að hætta í læknisfræðinni og hefja störf sem ísbjarnafangari, er ekki framtíðin þar??

sjáumst eftir nokkra daga :) 

haffi (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Auðvitað er þetta rétt hjá þér Sigrún en sólin afhjúpar allt innandyra og þá stenst ég ekki mátið

Láttu þig ekki dreyma um að verða ísbjarnafangari Haffi! Það er engin framtíð í því þar sem það tekur óratíma að breyta stjórnsýslunni og kerfinu. Þú getur íhugað að sinna því áhugamáli þínu í hjáverkum næstu áratugina

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:06

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar og commentin öll sömul

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband