17.6.2008 | 10:06
Alvara?
Ætli loks sé komin einhver alvara í samningaviðræður á milli ríkis og BHM eða skyldi markmið forsætisráðherra vera það eitt að skikka menn til hlýðni eins og sæmir föðurlegum húsbónda?
Atkvæðagreiðsla innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um yfirvinnubann hafin. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar, hef alla trú á því að yfirvinnubannið verði samþykkt. Mér finnst forysta félagsins standa sig mjög vel og vinna hratt í málum eftir að hafa gefið samninganefnd og ríkissáttasemjara mikið svigrúm og sýnt þeim biðlund. Þeir samningar sem boðið er upp á eru ekki upp í nös á ketti og nálgast ekki einu sinni raunveruleikan.
Ég bíð í ofvæni eftir fimmtudeginum.
Forsvarsmenn BHM boðaðir á fund ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.