Þungt í mönnum

Það ku vera nokkuð þungt í mörgum í minni fyrrum heimasveit. Ofurlæknirinn orðinn oddviti og sumir telja hann jafnframt vera formaður byggðaráðs. Vil ekki trúa því fyrr en á reynir. Aðeins frést um eina umsókn um starf sveitarstjóra sem kemur frá fráfarandi sveitarstjóra sem var sagt upp. Nokkuð víst að hann verður ekki ráðinn en mig undrar ekki þó fleiri sæki ekki um. Staðan til 2ja ára og starfsumhverfið hálfgerð ormagryfja. Ef ég man rétt, rann umsóknarfresturinn út á miðnætti. Umsóknin sem slík virtist klæðskerasaumuð fyrir einhvern sérstakan þegar hún er skoðuð með gleraugum mannauðsstjórnunar. 

Kosning oddvita hefur farið hljótt, fundagerð ekki komin  á vef sveitarfélagsins og fréttablað Vesturlands hefur ekki séð ástæðu til að birta fréttina. Það segir sína sögu. Kannast aðeins við aðferðafræðinna, liggur á að blása tíðindi um meirihlutaslit í fjölmiðla en annað fer hljóðlega fram.  Bíð þó spennt eftir að sjá frekari niðurröðun í æðstu embætti sveitarfélagsins. Síðan þarf að kjósa í allar nefndir á nýju.  

Þar sem ekki er sveitarstjóri til staðar, tíðkast gjarnan að oddviti gegni starfi hans. Það er því etv. ekki nein tilviljun sem ræður því að nýkjörinn oddviti er búinn að auglýsa eftir nýjum lækni við heilsugæsluna.  Gerði það fyrir kosninguna og áður en frestur um sveitarstjórastarfið rann út. Öllu falli sjá heimamenn  sæng sína útbreidda og margir ósáttir. Ég hef oft bent þeim á að stoðar lítt að láta í ljós óánægju sína við eldhúsborðið, í fjárkrónni eða í mjaltabásnum. Menn verð að tjá hug sinn á réttum vígstöðvum.

Að þegja vegna siðferðislegs heigulsháttar

er jafn hættulegt og óábyrgt tal.

Rétta leiðin er ekki alltaf sú vinsælasta

og auðveldasta. Að tala fyrir því sem er rétt

en óvinsælt er prófraun á siðferðisþrekið

(Margaret Chase Smith) 

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að  því meira návígi  við fólkið og því meiri ábyrgð, þeim mun fyrr kemur hið rétta eðli viðkomandi  og geta í ljós. Trúverðugleiki verður ekki keyptur úti í búð og orðspori er erfitt að breyta. Skiptir þá engu máli hvort það sé byggt á sönnum staðreyndum eða málatilbúnaði. Hef alla trú á því að það sé sama upp á teningnum í heimasveit minni og í borginni, kjörnir  fulltrúar beggja sveitarfélaga munu ljúka kjörtímabilinu. Að því loknu er pólitískur ferill þeirra margra á enda. Hjá sumum gæti hann endað jafnvel fyrr, hver veitWhistling

Vona að heimamenn verði ötullir við að fylgjast með framvindu mála. 

 super doctor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kjósum gurru .

Georg Eiður Arnarson, 16.6.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband