Ánægjulegar fréttir

Það gladdi mitt litla hjarta að lesa þessa frétt í morgun. Stytting á biðtíma og forgangsröðun í höndum fagfólks. Sjúklingar teknir beint inn í stað þess að híma á biðstofunni í miður þægilegum stólum. Mér finnst þetta svo stórkostlegar fréttir að mér finnst ástæða til að fjalla sérstaklega um þær. Skil ekki af hverju forráðamenn gerðu þessar breytingar ekki fyrr. W00t

Ástandið búið að vera bagalegt árum saman og allflestir gerar sér grein fyrir því að það er ekki komandi á slysa- og bráðamóttökuna nema á bláum ljósum í sjúkrabíl. Fólk hefur einmitt hneykslast á mér fyrir að hafa ekki farið í sjúkrabíl forðum daga en ég er greinilega föst í gamla tímanum og finnst sjúkraflutningur vera neyðarflutningur. Það er svo annað mál.

Í öllu falli ætti að vera auðvelt að bæta aðgengi að bráðaþjónustunni með skýrum verkferlum og verkefnastjórnun.  Það er ekki flókið verkefni að greina flöskuhálsa, samræma og bæta ferlana og auka þannig afköst og stytta biðtíman. Árangurinn tvímælalaust jákvæður fyrir alla aðila, ánægðir sjúklingar og ánægt starfsfólk sem finnur að störf þeirra eru að skila árangri. Reksturinn væntanlega hagkvæmari og tíminn betur nýttur. Mistökin færri og meðferðin markvissari. Hugsanlega verður starfsmannaveltan minni og deildin eftirsóknarverðari vinnustaður.

Pólitíkusar hagnast á breytingunni með auknum vinsældum, embættismannakerfið fær jákvæðari umfjöllun og öll dýrin í skóginum vinir.

Flott framtak!Wizard


mbl.is Breytingar á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er gott.  Mér skilst að biðlistar á hjúkrunarheimilin séu líka að tæmast, vegna breyttrar "forgangsröðunar".

Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

´Hún Melkorka mín datt um daginn og tognaði í hálsinum,Gunnar fór með hana og hann sagði að þetta væri allt annað lífþau voru þarna í einn og hálfan tíma og það´þykir ekki langur tímiannars knús´inn í nóttina elsku Guðrún Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það var löngu orðið tímabært að endurskoða ferlin og á það ekki síst við um biðlistana á öldrunarstofnunum. Önnur sjónarmið en til var ætlast réðu greinilega för á þeim vettvangi. Vonandi halda þessar breytingar áfram og á fleiri sviðum

Gott að heyra að dóttir þín þurfti ekki að bíða lengur en raun bar vitni. Takk fyrir hlýjar kveðjur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband