10.6.2008 | 18:09
Jamm og jæja
Þá iggur fyrir málefnasamningur á milli H-lista og VG í minni, fyrrum heimasveit. Treysti því að fyrrum félagi minn og oddviti VG hafi tryggt niðurnjörvaðan og skriflegan samning og ritskoðað smáa letrið.
Enn á ný er allt í uppnámi í pólitiíkinni þó meintur orsakavaldur sé horfinn á braut. Er það ekki sagt um sannleikan að hann komi alltaf fram í dagsljósið, fyrr eða síðar?
Traust mitt er öllu meira gagnvart fulltrúum Vinstri Grænna en til ofurlæknisins enda gott fólk þar á ferð. En einhver veginn læðist að mér sá ótti að þeir muni sjá eftir þessum samningum. Við sjáum til hvað setur. Þætti ekki verra að mér skjátlaðist, íbúanna vegna. Nóg er komið af skotgrafahernaðinum og moldvörpuhættinum. Í öllum samfélögum er að finna úlf í sauðagæru, ekkert sveitarfélag er undanskilið. Það kemur mér nokkuð á óvart að sjá hver talsmaður hins nýja meirihluta er, kannski er hann næsti oddviti eða jafnvel nýji sveitarstjórinn?
Nýr meirihluti í sveitastjórn Dalabyggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitt
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.6.2008 kl. 23:51
Það er nefnilega það.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.6.2008 kl. 00:31
Fylgist ekki með málum í Dalabyggð og hef aldrei gert.
Vona að heilsan sé að koma hjá þér og að þú sért að njóta útiveru í rólegheitum
Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.