6.6.2008 | 00:16
Röng skráning lögheimilis?
Þessi frétt kemur svolítið á óvart. Hefði haldið að ráðherran hefði verið það skynsamur að vera með raunverulegt lögheimili í Þykkvabænum þegar hann færði sig um kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Ef marka má þessa frétt þá búa pólskir verkamenn á Kirkjuhvoli. Ekki hef ég forsendur til að meta hvort fréttin er sönn eður ei en ljótt er ef satt er.
Landsbyggðarþingmenn hafa þurft að halda tvo heimili á meðan þeir gegna störfum á þingi og slíkt er mjög kostnaðarsamt. Það sér hver heilvita maður, ekki síst ef þingmenn eru með fjölskyldu. Það er því ekkert eðlilegra en að þeir fái ákveðinn styrk vegna tvöfaldrar búsetu. Auk þess sinna margir þeirra kjördæmum sínum vel, mörg þeirra eru gríðalega víðfeðm og stór þannig að mikill tími og kostnaður er í ferðalög. Það mætti hins vegar íhuga þann möguleika að hafa ferðakostnað vegna kjördæmanna árangurstengdan eða eftir eknum kílómetrafjölda og fjölda daga þannig að þeir fái greitt eftir raunverulegum ferðakostnaði. Sumir þingmenn eru nefnilega ansi rólegir í tíðinni og sinna kjördæmum sínum lítið ef þá nokkuð nema korter fyrir kosningar.
Lög um lögheimili eru mjög skýr, enginn má hafa lögheimili nema á þeim stað sem sem hann hefur fasta búsetu á og/eða sækir sína vinnu frá. Undanþegnir þeim ákvæðum eru þingmenn og námsmenn. Þessi undanþáguákvæði gefa þessum einstaklingum möguleika á að vera með tvö heimili. Undanþágan nær einnig tímabundið til sjúklinga undir ákveðnum kringumstæðum.
Mér finnst viðbrögð ráðherrans hálf vandræðaleg, hann kemur með yfirlýsingar þess efnis að hann þiggi ekki neinar greiðslur vegna lögheimilsins og bregst móðgaður við. Fer eiginlega í fýlu, skellir hurðum og tekur ekki síma. Það má satt vera með greiðslurnar en aðalatriðið er í mínum huga það að annað hvort er hann með lögheimili og búsetu í kjördæminu eða ekki. Um það snýst málið. Ef ekki þá ætti kjörnir fulltrúar sveitafélagsins löngu búið að gera athugasemdir og leiðrétta búsetumál ráðherrans og hans fjölskyldu. Það er lögbundið hlutverk þeirra og rétt skráning lögheimila íbúa sveitarfélagsins er á þeirra ábyrgð. Nógu hart hafa sveitarfélög gengið að þeim sem vilja búa og eiga lögheimili í heilsárshúsum sínum enda mikill viðbótakostnaður sem hlýst af slíkri búsetu utan aðalskipualgs, t.d. vegna þjónustu og vegagerðar svo fáein dæmi séu nefnd. Slíkum beiðnum er bókstaflega synjað. Hvað þá með búsetu sem ekki er til staðar. Hér ber sveitarfélagið og Hagstofa Íslands töluverða ábyrgð ásamt ráðherranum sjálfum.
Ég ætti vel að kannast við lögin, er enn minnistætt þegar félagar mínir í sveitarstjórn reyndu að kæra mig út úr sveitarfélaginu á meðan ég stundaði nám í Reykjavík. Menn lögðu mikið á sig þar og lögðust lágt. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Hins vegar gekk mér öllu ver að flytja okkar lögheimili út úr sveitarfélaginu á síðasta ári, hafðist í byrjun þessa árs eftir ítrekaðar tilraunir og var ég þá farin fyrir nokkru síðan. Ekki lá mönnum á að kæra mig út þá enda menn skynsamir að halda í útsvarstekjurnar. Mér lá hins vegar á, orðin þreytt á ýmsum ofsóknum.
Í öllu falli á að vera auðvelt fyrir ráðherran að skýra málið, honum er það reyndar skylt. Skráning lögheimilis lýtur lögum. Annað hvort á hann heimili á Kirkjuhvoli eður ei. Svo einfalt er það. Það getur ekki verið flókið að upplýsa það hvort að ráðherran búi þar með sinni fjölskyldu þegar hann er ekki að sinna þingstörfum. Neiti hann að svara þeirri fyrirspurn, er hægt að snúa sér til sveitastjóra sveitarfélagsins sem ætti að vera með búsetumál ráðherrans á hreinu og ber að svara slíkri fyrirspurn.
Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Athugasemdir
Greiðslurnar hljóta að vera eitthvað sem um munar, því ég man þegar hjónin; þingmaðurinn fyrir norðan og borgarfulltrúinn í Reykjavík þurftu að fá undanþágu til að hafa lögheimili á sitthvorum staðnum. Ef hann væri með lögheimili fyrir sunnan eins og konan þá féllu þessar greiðslur niður.
Það er skrítið hvernig ráðherra bregst við þessu, eins og hann hafi eitthvað að fela.
Sigrún Óskars, 6.6.2008 kl. 12:56
Það er eðlilegt að þingmenn utan af landi sem halda 2 heimili fái greiðslur. En Árni varð að flytja lögheimili til að geta farið fram á Suðurlandi og á auðvitað ekki að fá neinar greiðslur....þó svo hann hafi verið þarna eitthvað til málamynda. Þetta á bara að koma upp á borðið.
Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 13:21
Árangurstengja þetta! Ég hugsa að kjósendur úti á landsbyggðinni séu þér hjartanlega sammála.
Það er ekki nóg að mæta í réttir x1 á ári
Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.