Það lá í augum uppi

Svo fór sem mann grunaði, forstjóra OR sagt upp störfum. Einhver hlaut að þurfa að ,,axla ábyrgð" og fá refsinguna. Pólitísk klúður frá upphafi til enda og embættismaður látinn taka pokan sinn. Vilhjálmur og hans lið situr enn, það gera flestir aðrir borgarfulltrúar sem komu að málum einnig.

Er það svo að kjörnir fulltrúar séu það veruleikafirrtir að halda að borgarbúar og aðrir landsmenn sjái ekki í gegnum þennan skrípaleik? Ég tel engar líkur á því að forstjóri OR hafi haft þau völd að ráða för einn og sér. Það vita held ég allir. Mig skal ekki undra þó Sjálfstæðismenn séu búnir að missa alla trúverðugleika og traust borgarbúa. Það sama gildir um borgarstjóran en vinsældir hans eru í sögulegu lágmarki. Í þessu tilviki hefði hann geta haft áhrif á gang mála, tel ég. 

Ekki það að ég hafi einhverja sérstaka skoðun á forstjóranum. Faðir minn valdi hann sem eftirmann sinn reyndar fyrir 10 árum og taldi hann hæfan og góðan eftirmann. Margt hefur komið í ljós síðar í stjórnunartíð Guðmundar og hef ég ekki alltaf verið sátt. En ég hef svo sem ekki haft allar forsendur á hreinu heldur.   Núverandi forstjóra tel ég arfaslakan enda ekki með neina sérþekkingu í orkumálum þó lögfróður sé. Álít hann gegna sínu starfi í krafti pólitískra áhrifa og því einungis strengjabrúða.

Í mínum huga urðu kjörnir full gráðugir þegar kom að REY málum og útrásinni. Hugsanlega urðu einhverjir  innanbúðarmenn Orkuveitunnar það einnig. Þeir hafa hins vegar ekki þau völd sem til þurfti til að stýra þeirri atburðarrás sem varð, það höfðu kjörnir fulltrúar hins vegar. Aðeins einn þeirra hefur axlað ábyrgð  og sagt af sér. Nú er bakari hengdur fyrir smið.

Ég hef löngum haft sterkar taugar til Hitaveitu Reykjavíkur, síðar OR. Faðir minn helgaði fyrirtækinu starfskrafta sína frá árinu 1957 - 2000, ég bókstaflega ólst upp með heita vatninu og átti ófáar stundir með föður mínum í Öskjuhlíðinni, á Nesjavöllum, Hengli og víðar. Þetta er orkuveitufyrirtæki í eigu okkar borgaranna og var faðir minn  lítt hrifinn af þeim pólitísku afskiptum sem náðu hámarki í valdatíð R-listans enda breyttust áherslur verulega á þeim tíma.

Sú stefna sem einkennt hefur reksturinn síðustu 10 árin hefur ekki gengið út frá þeim forsendum að bæta kjör borgaranna heldur verið stjórntæki í höndum kjörinna fulltrúa sem hafa ráðstafað hagnaði fyrirtækisins í hina ýmsu málaflokka sem þeim hafa verið hugleikin hverju sinni. Hlutur hagnaðarins hefur vissulega farið í þróunar- og rannsóknarvinnu til að nýta enn frekar þær orkulindir sem við búum yfir. Lítill hluti hans, ef þá nokkur, hefur farið í að bæta kjör neytenda og raunverulegra eigenda.

Stjórnmálamenn hafa nýtt sér OR til að koma ýmsum misgáfulegum gæluverkefnum á koppinn, s.s. rækju- og bleikjueldi en einnig nýtt sér aðrinn til að greiða niður ýmsa málaflokka, s.s. leiksskóla borgarinnar en Ingibjörg Sólrún reið á vaðið með þá þróun á sínum tíma. Sú starfsmannastefna sem rekin hefur verði innan OR hefur ekki beinlínis verið í anda mannauðsstjórnunar og stjórnendur lítt sýnilegir. Oft virðast þeir uppteknari af ýmsum frístundum en stjórnunarstörfum. 

Hins vegar ber að hafa í huga að með forstjóranum tapast gríðaleg reynsla og þekking. Aðstoðarforstjórinn sá sér leik á borði fyrir rúmu ári síðan og tók við einkareknu fyrirtæki í orkugeiranum. Fór út með gríðalega þekkingu. Nú standa menn uppi með lögfræðing í æðstu stöðu með lítt megnuga borgarfulltrúa á bak við sig sem greinilega eru ekki sterkir á svellinu þegar kemur að sérfræðiþekkingu á sviði orkumála.

Samskipti við OR er harla lítið spennandi og hálfleiðinlegt að þurfa að eiga þau yfir höfuð. Þó er það svo að einokun fyrirtækisins er algjör. Þó hægt sé að kaupa hluta af orkunni af RARIK fara þau kaup öll í gegnum OR. Það bætist einungis við einn milliliður.  Staða fyrirtækisins er því mjög sterk á markaðinum og margt gott hefur fyrirtækið gert og tekið þátt í að byggja upp gríðalega mikla þjónustu, víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu árin hafa önnur sjónarmið ráðið enda OR einungis eitt af mörgum stjórntækjum pólitískra kjörinna fulltrúa. Hvar skyldi fyrirtækið standa eftir 5 ár og hverjir skyldu vera eigendur þess á þeim tímapunkti?

 nesjavellir2

 


mbl.is Guðmundur hættir hjá OR og REY
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Af fréttum að dæma virðist fráfarandi forstjóri njóta trausts innan OR.  Hann er gerður að blóraböggli.  Annars var litli bróðir minn staðarverkfræðingur á Nesjavöllum....hætti fyrir kannski 15-16 árum

Hólmdís Hjartardóttir, 1.6.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hefur þá starfað þar í tíð föður míns. Litli bróðir minn vann mikið á Nesjavöllum. Nú er ég forvitin, hvað heitir bróðir þinn??

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hreinn Hjartarson....fór þarna beint eftir nám. Vann þarna í nokkur ár.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.6.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mikill og náinn vinur föður mín, man vel eftir honum Hreini. Pabbi var hitaveitustjóri þar til R-listinn sameinaði. 

Rosalega er heimurinn lítill og víða liggja þræðir. Gott að vita ,,hverra manna" þú ert. Vissi að þú varst frá Húsavík og líkaði stórvel við þig á Dropanum en vissi svo ekki meir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.6.2008 kl. 01:56

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Guðrún Jóna. Já heimurinn er lítill a.m.k. á Íslandi. Er ekki Kata komin heim??Og sömuleiðis líkaði mér vel við þig. Kannski er það "uppreisnin" eða gelgjan í okkur báðum

Hólmdís Hjartardóttir, 1.6.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Katrín

Smáleiðréttingar:

Fráfarandi orkuveiturstj. var ráðinn af stjórn veitustofnunnar og var pabbi nú ekkert spurður um þá ráðningu Og svo held ég að þú sért að ruglast á ,,Hreinum" systir góð

Kveðjur til Nöfnu og þakka henni samfylgdina í vélinni!

Katrín, 1.6.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Einhver misskilningur í gangi hjá þér, systir góð. Stend við fyrri upplýsingar en rétt hjá þér að stjórn veitustofnana tók endanlega ákvörðun um ráðninguna. Ekki skrítið þó eitthvað skolist til í minninu á öllum þessum tíma.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.6.2008 kl. 21:22

8 Smámynd: Ragnheiður

Ég vissi það að einhver yrði að axla ábyrgðin vegna klúðurs sjallanna. Það er vont að missa Guðmund úr þessari stöðu, afar traustur náungi og mikið uppáhald samstarfsmanna sinna og ekki að ósekju.

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Ragnheiður

æj þar vantar þarna eitt a

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 23:14

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það verður fróðlegt að lesa "opnuviðtalið" við Guðmund fyrrverandi forstjóra OR, þegar það verður birt

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband