Vorverkin

Gafst upp á ástandinu bæði innan hús og utan og réðst í tiltektir. Tók mig 3 klst. að skúra stofugólfið í gær og mín steinlá á eftir. Hefur ugglaust verið skondin sjón að horfa til mín en ég skyldi hafa þetta. Ekki var árangurinn beisinn en ég er alla vega búin að fara fyrstu umferð og þjálfa mig í að hoppa með moppuna. Um þrifin sem slík læt ég ósagt en ég þarf augljóslega að endurtaka þau.

Reyndi við garðinn í kvöld enda allt fullt af drasli og þvíumlíku. Grasið sprottið upp úr öll valdi. Útilokað að fá slátt fyrr en eftir 3-4 vikur, virðist brjálað að gera í þessum bransa. Því var ekkert annað að gera en að prófa sig áfram og sjá hvað ég kæmist langt. Hef ekki lítið skammast mín fyrir ástandið sem hefur verið eins og hjá niðursetningum. Hef reynt að leiða ástandið hjá mér en svo kom að því að það var ekki lengur hægt.

Í stuttu máli fór kvöldið í að taka til í garðinum fyrir framan húsið og slá örlítinn blett sem er á stærð við frímerki. Það bærðust alla vega ansi margar eldhúsgardínur í nágrenninu enda hlýtur það að hafa verið óborganlegt að sjá miðaldra kerlingu slá á tveim hækjum. Það kom sér vel að slátturvélin er létt. Ekki síður spaugilegt að sjá hina sömu raka saman grasinu og troða í poka.

Þetta hafðist, bletturinn illa sleginn en skárri en hann var, búin að hreinsa mesta draslið úr garðinum en lagði ekki í beðin.  Svitnaði sem aldrei fyrr, ekki þurr þráður á mér þegar inn var komið en fegin að hafa drifið mig. Það er nefnilega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og nægan hef ég tíman. Neita því ekki að það var ljúft að skríða inn fyrir stuttu, kvöldinu var vel varið finnst mér. Veðrið yndislegt.

Reynslan hefur kennt mér það að maður verður að treysta á sjálfan sig, væri löngu dauð ef ég gerði það ekki.  Hef löngum átt erfitt með að biðja aðra um aðstoð. Auk þess hafa allir nóg með sig, það hef ég fullreynt síðustu vikurnar. Það kemur sér því vel að vera svolítið klikkaður og með einhverja sjálfsbjargarviðleitni.  Ef maður gerir hlutina ekki sjálfur, eru þeir ekki gerðir, er mín reynsla.

Það vantar fjandi mikið upp á úthaldið sem er ekki neitt, neitt en vonandi kemur það smátt og  smátt. Styttist í að ég megi tylla í fótinn og þá verð ég enn meira sjálfbjarga. Hitti sérfræðinginn eftir rúma viku og fæ þá vonandi skýrar línur um það hvenær ég megi byrja að vinna. Þangað til veitir ekki af því að fara að auka úthaldið og þrekið. Garðurinn er tilvalinn til þess. Ég skal finna leið til að vinna í honum. Veðrið bókstaflega æpir á útiveru þessa dagana.

garðvinnan

 

 

 

 

 

 

 

 

Styttist í heimkomu Kötunnar, ef allt gengur upp í fyrramálið hjá henni í síðasta prófinu, lendir hún hér aðfaranótt laugardags. Þarf að bíða öllu lengur eftir Hafsteini sem er ekki væntanlegur fyrr en eftir mánuð. Mikið hlakkar mig til að fá líf í húsið. Þarf að komast vestur með einhverju móti til að sækja Lafðina sem er búin að vera í sveitinni síðan ég brotnaði en þar eru vinir í raun. Skömm af því hvað Lafðin er búin að vera lengi í fóstri. Enn sem komið er, hef ég ekki náð að upphugsa hvernig ég gæti farið í göngutúr með hana á hækjunum nema þá örstuttan spöl. Það myndi hún ekki sætta sig við, blessunin. Hún þarf að geta hreyft sig almennilega.  En allt er þetta að koma, hægt og bítandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá að viljinn og baráttan er enn til staðar. Þú ert öflugri en ég með báðar lappir heilar (eða sko bara gigtveikar)

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Katan

Jæja.. Ég er að fara í prófið!!   búin að taka saman sólbaðsfötin! Ég og Bóel ætlum að fara beint á strand og liggja í sólbaði!

Hlakka til að koma heim!  

Katan , 28.5.2008 kl. 05:34

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 28.5.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Ansi ertu dugleg. Sýnist á öllu að úthaldið komi með þessu áframhaldi. En "pass på" - farðu samt varlega með þig.

Sigrún Óskars, 28.5.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þrtta er allt að koma, en farðu samt varlega

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

harkan sex

Hólmdís Hjartardóttir, 28.5.2008 kl. 12:24

7 Smámynd: Ásta Björk Solis

ekkert smadugnadur i ther

Ásta Björk Solis, 28.5.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband