Samningar BSRB við ríkið

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hefði seint trúað því að Ögmundur myndi samþykkja slíka samninga. Snautlegir eru þeir, á því er enginn vafi og engin leiðrétting til ummönnunarstétta. Það er hins vegar álitamál hvort Ögmundur eigi að standa í kjaraviðræðum fyrir BSRB enda starfandi þingmaður. Í öllu falli er hann eins og blaðra sem allt loft er úr. Ekki skortir á stóryrðin, virðist fullur af baráttuvilja en þegar á hólminn er komið; ekki neitt.

Samninganefndir BHM og félags framhaldsskólakennarra eru ekki öfundsverðar. Ríkið búið að leggja línurnar; þetta er það sem verður samið upp á.

Ég er ekki viss um að félagsmenn samþykki samninga á þessum nótum, jafnvel þó þeir verði til 10-12 mánaða. Ég hef þá trú að bæði hjúkrunarfræðingar og framhaldsskólakennarrar séu löngu búnir að missa þolinmæðina. 20.300 kr hækkun mánaðarlauna er ekki  upp í nös á ketti. Þessar stéttir hafa dregist það langt aftur úr launum. Ekki bætir það stöðuna að ríkið hefur ekki samþykkt að koma til móts við t.d. hjúkrunarfræðinga með álagsgreiðslum sem sannarlega hefur verið þörf á. Þar hefur stéttum verið mismunað. Einhverra hluta vegna hefur dómsmálaráðherra meiri völd í þessum efnum en aðrir.

Hjúkrunarfræðingar hafa þegar sýnt fram á samstöðu þegar á reynir.  Ég er stolt af samninganefnd F.H.Í fyrir að hafna snautlegu tilboði samninganefndar ríkisins. Það er með öllu óáættanlegt. Angry

 

 


mbl.is Samningar gerðir við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ekki er ég yfirmáta bjartsýn.  Verðbólgan hefur þegar étið þessar 13þús  sem koma í umlagið við þessa 20.300kr hækkun.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.5.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er reið og mjööög pirruð.  Hvernig er hægt að lúffa með loforðin svartletruð í stjórnarsáttmála?  Hvað eru Ögmundur og já, Kristín að hugsa?

Það verður fróðlegt að sjá hvort okkur sjúkraliðum verður uppálagt að samþykkja þessa ölmusu og hvaða rök verða fyrir því.

Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Við fengum sama tilboð og BSRB en höfnuðum því, skv. Rapportinu frá hjukrun.is - vonandi fáum við eitthvað raunverulegt. Eins og þú segir þá getum við staðið saman, höfum sýnt það í verki.

Sigrún Óskars, 27.5.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kristín virtist mjög ósátt við þessa samninga og skal engan undra. En hún gekk að þeim eða hvað?

Í öllu falli vona ég að við, þessar ummönnunarstéttir, segjum þvert nei við þessum samningum.  Við erum búnar að vera lengi á eftir öðrum stéttum og verið sveltar, við hljótum að þola það aðeins lengur. Þessar kjarabætur eru hrein og bein móðgun.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur til þín elsku Guðrún Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband