Sjúskuð umræða

Óttalega geta sumir verið á lágu plani. Það er ekki oft sem ég ergi mig undanfarið en kemst ekki hjá því þegar ég hef heimsótt vini mína hjá FF.

Magnús Þór fer hamförum eftir síðasta útspil sitt á Akranesi. Ég get vissulega tekið undir mörg sjónarmið sem komu fram hjá honum vegna móttöku flóttamanna. Stjórnvöld hafa ekki staðið nægilega vel að þeim málum og þurfa virkilega að hysja upp um sig brækurnar í þeim efnum sem og öðrum.  Hins vegar get ég ekki fallist á þá aðferðafræði sem Magnús beitti, stóryrtar yfirýsingar í fjölmiðlum án undangenginnar umræðu innan bæjarstjórnar. Á þeim vettvangi var hann í góðri aðstöðu til að hafa áhrif á undirbúning flóttamannanna sem formaður velferarráðs. Hann kaus hins vegar að kljúfa meirihlutan og varpa sprengjum. Mér er því til efs að það hafi verið slakur undirbúningur stjórnvalda sem hvíldi svo þungt á herðum hans, það þungt að hann var tilbúinn til að fórna sæti sínu og samstarfi við kollega sinn. Er farin að hallast að því að hann sé á móti því að umræddir flóttamenn  komi til landsins og þá einkum og sér í lagi í hans sveitarfélag. Í öllu falli var þetta útspil  hans ekki klógt og skilaði honum engu. Hann glataði öllum trúverðugleika,  trausti margra og rýrði fylgi FF svo um munar. Hann einfaldlega tapaði.

Ég hef fylgst með þeim Bakkbræðrum um hríð, Magnúsi Þór, Jóni M, Viðari og síðan Sigurjóni sem ég hef hingað til haldið að væri á aðeins hærra plani en þeir bræður.  Mér fannst hann kjarkaður að taka slaginn í Norðausturkjördæmi enda öflugur pólitíkus. Það vantaði ekki mikið upp á að hann kæmist inn og hef ég þá skoðun að ef klofningur hefði ekki komið upp við Margréti Sverris og ef menn hefðu spilað betur úr sínum spilum, hefði hann komist inn. Það er auðvitað hundfúlt að missa þingsætið sitt, enginn efast um það en eins og allir vita þá er ekkert öruggt í pólitíkinni.

Bakkabræður eru iðnir við að kenna Kristni H um allt sem miður fer. Kalla hann flokkaflakkara og halda því fram að hann kljúfi alla flokka sem hann kemst í tæri við. Hann er þá býsna áhrifamikill ef honum tekst það, það verður að segjast eins og er. Skyldu menn vanmeta eða óttast styrkleika hans þá?

Það tekur ekki langan tíma að rifja upp pólitískan feril Kristins, hann var lengst af í Alþýðubandalaginu sem lagði upp laupana og stofnað var nýtt stjórnmálaafl; Samfylkingin. Hann kaus að ganga ekki inn í það afl og hefur haft sínar málefnalegu ástæður á bak við þá ákvörðun líkt og margir aðrir sem kusu að gera slíkt hið sama.

Næsti viðkomustaður Kristins var Framsóknarflokkurinn sem hann vann ötullega fyrir og fáir jafn trúir þeirri stefnu sem sá flokkur boðaðið. Meira að segja ég trúði þeirri stefnu framan af og heillaðist af henni. Manngildi ofar auðgildi, vöxtur og ég veit ekki hvað og hvað. Hins vegar kom í ljós að yfirlýst stefna var tómið eitt í hugum forystunnar sem fór allt aðrar leiðir en flokkurinn hafði samþykkt og studdi. Kvótamálið, einkavæðing bankanna, Íraksmálið og fjölmiðlafrumvarpið eru fáein dæmi um stór mál þar sem formaðurinn og hans skósveinar fóru gegn samþykktum flokksins. Formaðurinn fór einfaldlega sínar eigin leiðir, eftir eigin hentugleika án stuðnings varaformanns og oftar en ekki án stuðnings ritara flokksins. 

Þegar sögulegar staðreyndir eru skoðaðar átti þessi foringjastjórnun formanns Framsóknarflokksins ekki að koma neinum á óvart. Halldór sóttist ungur eftir áhrifum og völdum, var orðinn varaformaður árið 1980. 1991 fór hann gegn eigin formanni í málefnum um EES samninginn og náði yfirtökum árið 1994. Halldórsarmurinn svonefndi;Valgerður Sverris,Finnur Ingólfs, Jóhannes G. Sigurgeirs, Jón Kristjáns og Ingibjörg Pálma fylgdu sínum formanni eftir. Á hinum vængnum voru menn eins og Guðni Á, Guðmundur Bjarna, Jón Helgason og fleiri. Sem sé klofningur innan flokksins í áratugi. Mönnum var skipt út eins og gengur; þegar einhverjiir hættu, komu nýjir inn í staðinn. Þessi valdahlutföll er enn við lýði þó að Halldór sé farinn. 

Kristinn gagnrýndi forystuna hiklaust þegar hún fór gegn samþykktum flokksmanna. Eðlilega. Hann hafði kjark til þess enda trúr sinni sannfæringu. Hvernig hann klauf Framsóknarflokkinn get ég ekki með nokkru móti séð, hann var löngu klofinn í herðar niður áður en hann gekk í flokkinn. Framsóknarflokkurinn er enn klofinn þó Kristinn sé farinn.

Nú vilja Bakkabræður halda því fram að Kristinn hafi valdið klofiningi innan FF. Enn er ég undrandi og fæ ekki séð hvernig það getur staðist. FF klofnaði í herðar niður með inngöngu Jóns Magnússonar og félaga með þeim afleiðingum að Margrét Sverrisd og fleiri yfirgáfu flokkinn. Ekki var Kristinn genginn í flokkinn á þeim tíma. Bakkbræður fylkja sér í kringum Idolið sitt; Jón M sem greinilega liggur á að komast til valda. Varaformanninum liggur einnig mikið á. Það sjá allir sem fylgjast eitthvað með umræðunni og FF.  Menn virðast ætla að núverandi formaður muni hætta innan skamms og ætla sér koma sér vel fyrir hjá kjötkötlunum. Hinn ungi ofurhugi Viðar Guðjohnsen virðist ekki þurfa mikla hvatningu og fer offari, er ofta en ekki beitt fyrir vagninum.  Umræðan ævinlega sú sama; málefni innflytjenda og Kristinn H. en allt sem miður fer, er honum að kenna. Mikill er máttur mannsins. Hef þó ekki orðið vör við annað að hann haldi sig við yfirlýsta stefnu flokksins og verji hana út á við eins og honum ber að gera.

FF verða að huga að eigin stefnu í innflytjendamálum og framsetningu hennar. Bakkabræður eru með allt annan boðskap en kemur fram í opinberri stefnu flokksins. Framsetningin er með þeim hætti að fæstir skilja boðskapinn á annan veg en þann að þeir séu alfarið á móti innflytjendum, einkum og sér í lagi múslimum eins og margoft hefur komið fram í skrifum Jóns Magnússonar. Er einhver furða þó þeir fái gagnrýni?? 

Mér finnst þessi umræða orðin sjúskuð og þvæld. Bakkabræður geta ekki tekið gagnrýni án þess að fara hamförum og upp á háa- C.  Að einhver dirfist til að vera á öndverðum meiði virðist vera í ætt við landráð, svo heiftug eru viðbrögðin. Menn verða að fara ákveða hvorum megin þeir ætli sér að vera í þessari umræðu. Sú stefna sem Bakkabræður hafa unnið eftir er alla vega ekki að skila FF hljómgrunn meðal landsmanna, hvað þá auknu fylgi. Strategian er á góðri leið með að ganga frá flokknum, um það er ekki að villast. Bakkabræður eru illa haldnir af strútsheilkenninu ef þeir sjá þær staðreyndir ekki. Klofningur innan FF varð fyrir margt eitt löngu og orsakirnar er að finna í baráttunni um völd og áhrif. Kristinn H. er ekki orsök þess klofings, meinsemdin er eldri og liggur dýpra. Þó máttur Kristins sé mikill þá getur hann ekki frekar en við unnið í og breytt fortíðinni. Svo einfalt er það. 

Menn þurfa að grafa hausinn upp úr sandinum og átta sig á raunverulegri stöðu og meinsemd FF ef þeir ætla sér að kjósendur taki mark á þeim og tjá sig um málefni innlflytjenda í samræmi við yfirlýsta stefnu.  Þeir sem velja þann kostinn að vera á öndverðum meiði viðstefnu FF, þurfa að koma út úr skápnum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég get tekið undir sögulegar skýringar þínar á framvindu mála hjá Framsóknarflokknum v/Kristins H.  Þar fór fram valdabrölt gamalla fylkinga, sem endurnýjuðust með ungum framapoturum, sem höfðu HÁ í vasanum.  Þeir sem ekki aðhylltust aðferðafræði framapotaranna fóru á "dauðalista" og var Kristinn H. efstur á þeim lista.  Kristni var fórnað á altari forhertra framapotara og Framsóknarflokkurinn er að uppskera í takt við það hvernig sáð var.

Það fer um mig hrollur þegar ég fylgist (lauslega) með framvindu mála hjá Frjálslyndum, þar sem ég horfi upp á svipað valdabrölt og var hjá Framsókn.  Ég finn til með heiðarlegu fólki þar innandyra, sem sett er í fylkingar með og á móti einstaklingum, en hugsjónir og málefni eru látin víkja fyrir valdabrölti.

Annars líður mér bara alveg ágætlega og er ekkert að skipta mér af pólitík

Sigrún Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held að Kristinn hafi farið úr öskunni í eldinn, FF er úlfagreni á margan hátt og rekin sem úrelt stéttarfélag frekar en sem stjórnmálaflokkur.

Gekk sjálfur á brott þegar Margrét fór, sá svo margt sem mér ekki líkaði í framkomu forustumanna FF, lögðust í skítinn í málflutningi sýnum.

Hræddur um að Kristinn verði ausin sama aurnum, umræður eiga ekki upp á pallborð FF, vilja upphrópanir og fullyrðingar frekar en skoðanaskipti og röksemdarfærslu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.5.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ekki lofar þetta góðu; Sigrún og Þorsteinn. ÚFF!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er ekki komin tími fyrir Kristin að stofna nýjan flokk eða samtök, hætta að eltast við gömlu skarfana.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.5.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Katan

Flott samantekt hjá þér mamma mín (að venju)

Flott humynd hjá Þorsteini!  Styð hana.. Hann Krristinn á allavega eftir 4 af sínum 7 lífum!! =) Um að gera að nota þau vel.

Annars er ég sammála þér. Frjálslyndir eru að koma mjög illa út í þessum málum og þá aðalega vegna æsings og lélegrar framsetningu..

Annars segi ég bara mamma mín ! Við sjáumst eftir 4 daga eða svo!! Vá hvað ég hlakka til... 4 og 1/2 mánuður er alltof mikið..

Katan , 26.5.2008 kl. 19:53

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þetta er kannski ekki svo galin hugmynd Þorsteinn, lét mér detta hana í hug eftir reynslu mína í Framsóknarflokknum. Geri mér þó grein fyrir því að það tekur tíma að byggja upp nýtt stjórnmálaafl en treysti Kristni og stuðningsmönnum vel til þess. Ekki frá því að ég myndi fylgja honum, hef átt erfitt með það í FF.

Já, Kata mín, 4 dagar, þetta flýgur áfram. Múttu hlakkar ekki lítið til. Síðan að telja niður í nokkrar vikur enn og þá kemur Haffinn. Rosalega verður kátt í koti þá.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:14

8 identicon

Góðan daginn. 

Hér segir Þú: 

... haldi sig við yfirlýsta stefnu flokksins og verji hana út á við eins og honum ber að gera ...

Þarna ferðu vísvitandi með rangt mál, Kristinn hefur ítrekað talað gegn stefnu FF, m.a í innflytjendamálunum og nú í "flóttamannamálinu á Akranesi".

Ég veit ekki hvort þú haldir að það styrki málstað þinn að tala niður til annarra flokksmanna FF, með þó óborganlegum setningum eins og: "Bakkabræður",  "ofurhugi" og "sitja hjá kjötkötlunum", ég held að svona skítkast sé þér aðeins til vansa.

Ekki veit ég til að þeir haldi að formaðurinn hætti og bíði eftir því spenntir. Ég held að þeir styðji formanninn allir ólíkt Kristni H.

Ég skil vel að þú verjir bróður þinn, en að vera með skítkast til flokksmanna og uppnefna þá sé ég ekki tilganginn til. Þú ert augljóslega bullandi hlutdræg í "þessu máli" og það litar skrif þin á dapurlegan hátt.

Auðvitað hefur þú rétt á að hafa þína skoðun um þetta mál, en svona málflutningur gerir engum gagn, alls ekki bróður þínum.

Hvernig var hegðun Kristinns eftir miðstjórnarfundinn? Var hún þingmanni sæmandi? Mér er spurn. 

Með vinsemd og virðingu,

Einar 

Einar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:52

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sæll Einar

Það vill svo til að ég er sjálfstæður einstaklingur með eigin skoðanir  sem oft fara ekki saman við skoðanir annarra. Ég hef ekki fylgt Kristni í FF  enda tel ég mig ekki eiga samleið með flokknum, einkum og sér í lagi eftir að hafa fylgst með umræðunni á bloggsíðum ýmissa um nokkurt skeið.  Ég þekki ekki til innri starfsemi flokksins að öðru leyti en því sem ég les á bloggsíðum Viðars, Sigurjóns, Magnúsar og Jóns M. Af þeim skrifum mynda ég mínar skoðanir líkt og margir aðrir. Hef þar af leiðandi ekki aðgang að fréttum um miðstjórnafundi o.þ.h. frekar en aðrir 

Það er leitt ef orð og hugtök mín hafa verið særandi. Finnst nú ,,Bakkabræður" ekki beinlínis  vera að tala niður til manna, hugtakið á við um þrjá nána félaga sem ekkert sundrar.  Hins vegar finnst mér nafngiftir eins og ,,flokkaflakkari", klýfur alla flokka og þar fram eftir götunum niðrandi einkum ef enging málefnaleg skýring fylgir þeim nafngiftum og ásökunum.

Eins og þú bendir réttilega á hef ég rétt á að hafa eigin skoðanir sem ég birti undir nafni og ber þannig ábyrgð á þeim. Kristinn hefur sínar pólitísku skoðanir, ég mínar. Persónulega tel ég umhverfið innan FF vera ein ormagryfja eftir klofninginn forðum þegar Margrétt datt út. Enn eru menn að hamast í einhverri valdabaráttu sem ég skil ekki en kemst ekki hjá að verða vitni af líkt og flestir sem fylgjast með pólitískri umræðu. 

Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að framganga Magnúsar í flóttamannamálinu var hvorki honum né FF til framdráttar. Ég gat fallist á ýmiss rök hans en aðferðarfræðina get ég ekki stutt.  Hún hefur verið FF dýrkeypt eins og alþjóð veit. Hafi hann haft stuðning síns formanns og forystunnar til þess arna segir það allt sem þarf að segja um stefnu flokksins. Hún er þá áhygggjuefni.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband