Stór dagur

Nóg um að vera í dag. Mætti upp á Skaga og fylgdist með útskrift frá skólanum. Fylgdi þar 14 væntanlegum sjúkraliðum ,,mínum" úr hlaði og verð að viðurkenna að alltaf er ég jafn stolt af því að koma að menntun nemenda, ekki síst fullorðinna nemenda. 

Námið var ekki dans á rósum fyrir hópinn enda með vinnu. Byggðist upp á fjarnámi og staðlotum. Þvílíkar hetjur þessar konur mínar, flestar að drífa sig í nám eftir nokkurt hlé þannig að átakið var mikið enda hörkunám. Fyrir nítján mánuðum hvarflaði ekki að mér að mér tækist að sjá hópinn útskrifast. Fannst það reyndar erfið tilhugsun, vil klára það sem ég byrja á auk þess sem mér fannst ég ,,eiga" mitt í þeirra námi. Það hafðist þrátt fyrir skakkaföll á leiðinni.  Enn eiga 4 eftir að útskrifast, þær munu gera það fyrir næstu jól og engin spurning að ég fylgi þeim úr hlaði einnig.

Ég hef ekki lagt það í vana minn að blogga um starfið mitt en nú er mín svo rígmontin að ég get ekki stillt mig.  Hópurinn er föngulegur eins og sést á myndinni en ég fékk hana ,,lánaða" af heimasíðu skólans. Þær leystu mig út með gjöfum þessar elskur, fékk yndisleg blóm, hlýjar kveðjur  og ofboðslega fallegt gullhálsmen frá þeim. Ég átti eiginlega bágt með mig, svo mikið var mér um. 

 

Sjúkraliðarnir mínir

 

 

 

 

 

 

Fleiri útskrifuðust í dag, bróðursonur minn hann Egill lauk stúdentsprófi frá Versló í dag. Stórkostlegur strákur og frábært að hitta ættingjana. Þurfti frá að hverfa allt of fljótt, stalst til að taka af mér spelkuna í dag svo ég kæmist í föt með tilheyrandi afleiðingum. Ég verð að súpa seyðið af því en það var fyllilega þess virði.

 

Egill

Þau klikkuðu ekki á höfðingsskapnum, Tóti og Systa, frekar en fyrr daginn. Ekki veit ég hvar bróðir fær alla sína orku og jákvæðni. Ég væri alsæl ef ég hefði brot af því sem  hann býr yfir. 

Takk fyrir mig öllHeart

 

 

 

 

 

 

Það er stolt en lúin kona sem skríður í koju. Hvað í ósköpunum á ég nú að gera við allan tíman? Búin með kennsluna, lauk síðasta prófinu mínu fyrir helgi og búin að senda öll verkefni frá mér. Það verður einkennilegt að þurfa ekki að keppa við tíman og sitja löngum stundum fyrir framan tölvuna. Hef svo sem af nógu að taka, garðurinn, allar gardínurnar sem á eftir að sauma, sjúkraþjálfunin og svo auðvitað reyna að komast sem fyrst í vinnu. Vonandi styttist í það. Aumt að geta ekki skriðið eftir moldarbeðunum ennþá en þetta fer að koma. 

En enn og aftur eru komin kaflaskil hjá minni. Nú er að horfa vel í kringum mig og rata réttu áttina. Hvernig skyldi takast næst?

 

áttaviti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dundaðu í garðinum og slakaðu svo á....til hamingju með hópinn þinn

Hólmdís Hjartardóttir, 24.5.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Geri það um leið og ég finn leið til að skríða í garðinum og koma mér upp á fætur. Er ekki orðin nógu sterk í handleggjunum til að hífa mig upp úr liggjandi stöðu. Verð að hafa einhvern ,,stökkpall"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með sjúkraliða hópinn þinn og bróðurson.  Nú er bara tími til að njóta lífsins

Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 01:53

4 Smámynd: Katan

oo mér finnst þetta svo krúttleg mynd af ykkur hópnum=)

Þu finnur eitthvað að gera!! =)

nb. ég var að komast að því að ég á einungis 3 daga eftir af próflestri!!

svo er ég bara komin heim eftir 5  daga!!!júhú!!

Katan , 25.5.2008 kl. 07:45

5 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með hópin þinn og frændan Mín Dóttir var líka að útskrifast með flottar einkannir sem sjúkraliði í gær á ísafirði stolt af henni (Hún hefur búið svona vel á því að hafa fengið svona góða kennslu frá Kötu systur þinni í víkinni hér áður) Efast ekki um það hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg

Brynja skordal, 25.5.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir þetta allar.

Til hamingju Brynja með Óalfíu, eitthvað fékk ég að koma nálægt hennar námi á lokametrunum. Flott stelpa.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.5.2008 kl. 16:32

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir þetta Tryggvi, það segir þú satt, umgengni við dýrin græða margt og gefa mikið.

Minn æðsti draumur er einmitt að fá hestana suður og geta sinnt þeim héðan. Erfitt er að fá inni fyrir hross, svo virðist sem maður þurfi að þekkja menn og annan til að það gangi. Ég verð með augu og eyru opin í þeim efnum.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:49

8 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Verð að monta mig af því, að systir mín er í þessum hóp, hún fékk viðurkenningu líka

Svanhildur Karlsdóttir, 2.6.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband