Víða brestur meirihlutasamstarf!

Þar kom að því fyrirsjáanlega í minni fyrrum heimabyggð. Ofurlæknirinn og valdamesti maður sveitarfélagsins í víðasta skilningi þessa orðs hefur slitið meirihlutasamstarf við samstarfsaðila sína. Honum hefur þótt sú ákvörðun það léttvæg að hann slítur samstarfinu undir liðnum ,,önnur mál" þannig að einungis útvaldir fengu tækifæri til að undirbúa sig.  Kannast ég eitthvað við þá aðferðafræði? Afdalamennska eða bara framsóknarmennska?

Rök ofurlæknisins fyrir slitum á meirihlutasamstarfinu er fremur léttvæg, samningur á milli lista um skipan sveitastjóra til tveggja ára er runninn út. Oddviti N-listans setti þau skilyrði að loknum síðustu sveitarstjórnakosningum að fá stólinn. Enginn málefnaágreiningur er gefinn upp fyrir þessum slitum sem kemur mér ekkert á óvart. Málið snýst um völd og titla, ekki íbúana, sveitarfélagið né málefni. Ofurlæknirinn toppar svo sjálfan sig með því að segja í viðtali við Skessuhorn að þreifingar séu hafnar við VG en ,,Við munum hins vegar ekkert fara í fýlu þótt hinir flokkarnir semji. Það sem skiptir máli er að áfram verði samstarfsfriður eins og verið hefur"

Bíddu nú við, það hefur ríkt samstarfsfriður. Af hverju þá að slíta þessu samstarfi??  Ái hvað menn eru að skjóta sig í fótinn, báða reyndar.  Hrikalegt að afhjúpa sig með þessum hætti! En engu að síður gott fyrir íbúana að fá staðfestingu á eðli manna. 

Ég get ekki sagt að þessi frétt komi mér á  óvart. Þetta var fyrirsjáanlegt strax í upphafi. Nú er boltinn í höndum VG manna og fróðlegt verður að fylgjast með framgangi mála. Ég veit að þeir voru ekki yfir sig spenntir fyrir núverandi sveitarstjóra. Það er sama við hvorn listan þeir myndu fara í viðræður, þeir geta seint treyst því að heildindi munu verða til staðar.  Samstarf við hvorugan listan yrði aldrei trúverðugt, þeir munu aldrei geta treyst þeim. Endalaus fléttan, kíkuskapurinn og náin  tengsl á milli einstakra fulltrúa H- og N-lista gera samstarf við hvorugan listan fýsilegt.

Fram til þessa hefur þótt sjálfsagt mál að sitja beggja megin við borðið við afgreiðslu ýmissa hagsmunamála sumra sveitarstjórnarmanna, þess vegna allan hringinn. Fráfarandi meirihluti hefur stundað þau stjórnsýslubrot linnulaust síðustu tvö árin. Allt hægt í krafti meirihlutans.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það í umræðunni í minni fyrrum heimabyggð að mikill samstarfsfriður ríki í sveitarstjórn og einhugur. Öll dýrin í skóginum bestu vinir. Það er hið besta mál. En hvernig er þeim frið háttað?  Íbúar hafa margir hverjir bent á það síðustu 2 árin að aldrei hafi verið jafn greinilegar ,,,blokkir" og ,,stéttaskipting" í samfélaginu. Klíkumyndanir aldrei jafn áberandi og nú. Menn finna greinilega fyrir því að vera ekki í réttu klíkunni og kemur það fram í öllum myndum mannlífsins. Hinir útvöldu eru sér á parti þegar kemur að tómstundum, áhugamálum og félagslífi, öðrum ekki hleypt að. ,,Hestamannaklíkan" er við völd, beggja megin við borðið þegar kemur að þeim hagsmunamálum og svona mætti lengi halda áfram að telja. 

Áhrifamenn hafa stundað það að bola þeim úr sveitarfélaginu sem eru þeim lítt þóknanlegir eða ógna þeim á einhvern hátt.  Hafa aðferðir þeirra verið þvílíkar og í anda fornmanna að hinn almenni Íslendingur myndi vart trúa þeim. Það hefur ekki þótt tiltökumál að kjúfa menn í herðar niður, svipta þá ærunni með málatilbúnaði, hvað þá að kippa undan þeim fótunum. Að sama skapi hafa áhrifamenn hyglað ,,sínum mönnum" á allan hugsanlegan hátt. 

Ef mönnum væri alvara með að halda áfram þeim ,,einhug" og innilega samstarfi sem hefur ríkt, þá myndu menn semja um stöðu sveitarstjóra. Ofurlæknirinn myndi sættast að áframhaldandi setu sveitarstjóra. Ef N-listinn vildi tryggja áframhaldandi ,,blómstrandi mannlíf" myndi hann fórna stólnum.  Þannig myndu málefnin og íbúarnir vera í forgangi.

VG  eru í erfiðri oddastöðu. Það er smuga að þeir geti samið með því að vera með skriflegan málefnasamning, niðurnjörvaðan en ekki tryggt að sá samningur myndi halda næstu 2 árin. Réttast væri að láta þá tvo lista sem hafa átt í meirihlutasamstarfi síðustu 2 árin leysa málin og ná síðan sjálfir  yfirburðastöðu í kosningum eftir 2 ár. Enn annar möguleikinn er að efstu menn þeirra lista myndu víkja til að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins en ég þykist vita að það muni þeir aldrei gera. 

Hvort skyldi nú ráða á næstu dögum; völd, áhrif og titlatog eða hagsmunir íbúa og sveitarfélagsins? Það verður fróðlegt að fylgjast með, ofurlæknirinn ætti í öllu falli að víkja eftir þessa uppákomu Whistling

Nerd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katan

Flott grein og er sammála..

það hlaut að koma að þessu!

Katan , 23.5.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.5.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Pólitíkin er stórfurðuleg tík.  Maður fær mikið meira út úr samskiptum við venjulega ferfætta hunda.

Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 15:47

4 identicon

hann haldur áfram að standa undir nafni H-eiðarlegi listinn!!!

haffi sonur (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:34

5 identicon

oki fyrirgefðu en pabbi hefur ekkert gert nema gott í þessari stöðu, Haraldur var auðvita bara stórslys fyrir þetta blessaða sveita"félag" !

þarna þykjast öllum lýða vel í þessu samfélagi, en hvernig getur það verið þegar tapsárt fólk getur ekki verið til friðs og reyna allt til að spilla einhverju nýju, bara vegna þess að þau fengu ekki nákvæmlega það sem þau vildu?

...ég bara spyr

sumt fólkið þarna gengur ekki heilt til skógar og ætti bara að senda þau á Norðurpólin og geta þau þar ráðskast og svikið að vild (eins og Kata segir á síðunni sinni)! Mín vegna má þessi "ofurlæknir" og hans pakk rotna þar saman í sinni fýlu!

Gyða (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég sé að eiginhagsmunir stjórna víðar en á Álftanesinu.

Sigrún Óskars, 23.5.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Segðu Haffi................Doofus

Er samála þér  Sigrúrn J. með ferfætlingana, það er mun uppbyggilegra að umgangast þá en hina stórfurðulegu tík.

Það er skrautlegt ástandið á Álftanesinu Sigrún Ó enda kannskisvolítil ,,sveit" í borg.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband