1.5.2008 | 23:54
Einkennileg ,,Ella"
Hvernig í ósköpunum stendur á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins haggast ekki á meðan fylgi samstarfsflokka hans í gegnum tíðina lækkar? Framsóknarflokkurinn galt afhroð eftir samstarfið við Sjálfstæðismenn og núna dalar fylgi Samfylkingarmanna. Ekki það að það komi mér á óvart, Samfylkingarmenn eru ekki raunveruleikatengdir hér heima og taka bókstaflega engan þátt í málefnum þjóðarinnar, að undanskildum utanríkismálum og málefnum öryggisráðsins.
Við hljótum að túlka þessar niðurstöður sem svo að landinn sé hæstánægður með störf Sjálfstæðismanna. Meiri hluti þjóðarinnar virðist sáttur við óðaverðbólguna og núverandi efnhagsástand, einkavæðinguna og þverrandi lýðræði.
Ég tilheyri ekki þeim hópi manna
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er þannig með sjálfstæðisfólk, það hefur enga skoðun og veit ekki hvað pólitík er, Þegar eldri
borgarar voru spurðir hvað þeir myndu kjósa eftir að hafa lýst óánægju sinni með stöðu eldri borgara svöruðu þeir flestir sjálfstæðisflokkinn. Þetta er alveg ótrúlegt. Illa upplúst þjóð sem veit ekki um hvað pólitík snýst.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.5.2008 kl. 00:12
Já það er margt skrýtið í kýrhausnum
Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2008 kl. 00:58
Kunningi minn segir að svona láti fólk sem fær xd á hægri rasskinnina við fæðingu . kv .
Georg Eiður Arnarson, 2.5.2008 kl. 21:10
"Aðdáun hefst þar sem skilningur endar"! (Charles Baudelaire f. 1821).
Ekkert að marka okkur hin, sem þurfum að kryfja alla hluti og skilja til fullnustu.
Sigrún Jónsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.