30.4.2008 | 21:29
Samstaða skilar sér
Er mjög sátt við þessar málalyktir. Hjó sérstaklega að í nýrri samninganefnd eru 2 fulltrúar hjúkrunarfræðingar, tveir tilnefndir af stjórnendum og einn oddamaður frá ráðuneytinu. Þar með vonandi búið að byggja upp trúverðugleika og traust á milli deiluaðila.
Þessi deila snýst ekki einungis um kjör og laun hjúkrunarfræðinga, hún snýst einnig um öryggi skjólstæðinga okkar. Þrátt fyrir dapra reynslu mína af dvöl minni innan LSH undanfarin ár, hef ég trú á að nú sé vendipunktur og að hjúkrunarfræðingar verði áfram það sem þeir hafa ætíð verið; talsmenn sjúklinga.
Til hamingju stelpur! Það er allt hægt með samstöðunni, þessi árangur blæs krafti í yfirstandandi kjarabaráttu.
Vaktakerfið dregið til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 21:33
Þetta var frábært hjá þeim. Einstaklingssamtölin áttu að brjóta samstöðuna, en það tókst ekki. Til hamingju hjúkrunarfræðingar og gleðilegan 1. maí.
Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 00:00
Það var ýmislegt gert til að brjóta samstöðuna, en verst þykja mér ósannindi forstjóranna. Þau hafa ekki farið með rétt mál í fjölmiðlum, enda vita þau lítið um málið - hafa ekki talað við starfsfólkið - segja það samt fullum fetum. Ættu að segja af sér!
Sigrún Óskars, 1.5.2008 kl. 12:47
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.5.2008 kl. 14:47
Sammála, hjúkrunarfræðingarni stóðu af sér niðurbrotsaðgerðirnar og stóðu sig með sóma. Er sammála því að núverandi stjórnendur ættu að segja af sér, hafa margítrekað sýnt fram á vanhæfni í sínum störfum á meðan þessari deilu stóð. Stundum er það svo að stjórnendur verða dragbýtar fremur en að gera stofnunum gott. Það er tímabært að stokka upp.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.