Sammála

Það er ekki oft sem ég hef verið sammála Sjálfstæðismönnum seinni árin.Var þó stundum  sammála Sturlu á þeim tíma sem hann var ráðherra og ég sveitarstjórnarmaður, ekki síst þegar kom að málefnum minnar, fyrrum heimabyggðar.

Nú  get ég ekki annað en verið sammála fyrrum ráðherra Norðvestukjördæmis og er ánægð með að hann skyldi stíga fram með sína skoðun. Grátleg mótsögn ef kjósa á um aðild að ESB á 200 ára afmælishátíðarári sjálfstæðishetju ÍslendingaShocking

Umræðan um aðild að ESb er þörf, menn verða að fá tækifæri til að meta kalt kosti og galla. Leggja þarf fram réttar og áreiðanlegar upplýsingar um hvorutveggja, þá fyrst er þjóðin tilbúin til að velja eða hafna.  

Eru talsmenn ESB aðildar það veruleikafirrtir að telja að það dugi að matreiða hrátt ofan í landsmenn?


mbl.is Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vil skoða aðild að ESB...kosti og galla.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

sammála Guðrún

Verðum að ræða þetta, en venjan er sú að ef útkoman hentar sumum öflum ekki er málið einfaldlega tekið upp aftur og aftur, þetta er nefnilega ansi líkt trúarbrögðum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.4.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband