24.4.2008 | 00:14
Svartur dagur
Ég hef verið eins og flestir Íslendingar hálf dofin yfir atburðum dagins. Hef haft fullan skilning á baráttu atvinnubílstjóra og þeirra mótmælum svo fremi sem þau fari ekki út í öfgar. Ætlaði varla að trúa skilningavitum mínum í dag þegar ég sá hvert myndbandið á fætur öðru um þróun mótmælanna í dag og harðar aðgerðir lögreglu. Málin fóru greinilega úr böndum, nýjir bættust við mótmælendahópinn og hópur ungs fólks grýtti eggjum. Sá hópur skemmdi meira fyrir bílstjórum en hitt en hafa verður í huga að mönnum er orðið heitt í hamsi og þjóðin er búin að fá upp í kok af aðgerum/aðgerðarleysi stjórnvalda.
Lögreglan beitti valdi og harðræði eins og fréttamyndir sýndu í dag og kvöld. Það er erfitt fyrir áhorfendur að dæma um réttmæti þeirra aðgerða sem þjóðin sá í dag en eitt er víst; lögreglan var að vinna sína vinnu eftir fyrirmælum.
Það sem vekur athygli mína er að lögreglan virtist vígbúin eldsnemma í morgun, klár með járnin, brynjurnar og allt heila klabbið. Það segir mér að aðgerðir voru skipulagðar, vel undirbúnar og valdboðið kom að ofan. Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forsætisráðherran í fréttum kvöldsins þarf enginn að velkjast um í vafa um hver stefna ríkisistjórnarinnar er. Það á að berja almenning til hýðni ef hann gegnir ekki. Dómsmálaráðherra var á sömu línu. Þetta er kjarni málsins. Hrokinn og yfirgangurinn í ráðamönnum þjóðarinnar er það sem er áhyggjuefni.
Við sjáum ráðherra ríkisstjórnar (mis)beita valdi sínum á öllum stigum og í flestum málaflokkum til að koma málum sínum í gegn, hvert á fætur öðrum. Kvótinn og niðurskurður þorskaflans, einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar og viðbrögð við uppsögnum hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga á LSH eru nærtæk dæmi en ráðherrar eru á því að frekar megi þeir ganga út og hefja störf annars staðar en að semja við þá. Skiptir þá öryggi skjólstæðinga engu máli. Til að ,,berja" þá til hlýðni er hver og einn hjúkrunarfræðingur tekinn á teppið og þrýst á hann fyrir luktum dyrum. Með því að freista þess að brjóta hvern og einn niður, ætla menn að ná árangri.
Brjóta á niður vörubílstjórana, vængstífa þá hvern á fætur öðrum enda ekki uppi á borðum að ræða við þá. Símar virðast hleraðir og setið fyrir mönnum.Einkavæðing náttúruauðlinda virðist skammt undan, þurrka á út bændastéttina með því að gera þeim ókleift að stunda búskap og þurrka á út dýralæknaþjónustuna og þar með stéttina. Keyra á í gegn skjólagjöld í ríkisháskólunum og sennilega verða lífeyrisjóðirnir þvingaðir til að lána bönkunum til að forða þeim frá frekara tapi. Svona má lengi telja. Aðferðafræðin alltaf hin sama, þvingunaraðgerðir án allrar umræðu.
Annað sem vekur athygli mína er kemur að stjórnvöldum. Svo virðist sem einungis einn maður stjórni landinu; forsætisráðherra með skósveina sína á hælunum. Ráðherrum samstarfsflokksins haldið utan við allt enda á þönum um allan heim til að tryggja inngöngu okkar í öryggisráðið og bjarga heiminum. Þeir hafa ekkert um málefni þjóðarinnar að segja og una því greinilega sáttir. Húsbóndahollir í meira lagi.
En menn eru klókir og beina athygli þjóðarinnar frá því einræði sem hér ríkir. Spjótin berast að lögreglunni og reiði þjóðarinnar beinist að lögreglumönnum. Klókur leikur. Við erum hins vegar mörg sem áttum okkur á því að lögreglan starfar undir valdboði að ofan þar sem dómsmálaráðherra fer með æðsta vald og skipanir.
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur eftir uppákomu dagsins. Ég óttast að heift og reiði manna verði enn meiri og fleiri munu vígbúnast en lögreglan á næstu dögum. Þegar málum er svo komið er hætt við að skynsemin fjúki lönd og leið og hvatvísin látin ráða för. Það þarf ekki að spyrja hvernig málin þróast þegar þau eru komin í þann farveg. Margir muna eða hafa lesið um mótmælin og átökin í byrjun 4. og 5. áratug síðustu aldar. Atburðir sem enginn vill sjá aftur.
Ábyrgðin er fyrst og síðast stjórnvalda. Ríkisstjórnin hyggst berja menn til hlýðni með valdboði á öllum sviðum. Menn þurfa að vera skynsamir þegar þeir skipuleggja mótmæli og hafa allt sitt á þurru til að þau verði effectiv.
Við höfum henykslast á Castro í meira en hálfa öld en hver er þróunin að verða hér á landi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Lögregla fékk örugglega boð að ofan öðruvísi skilst mér að þeir geti ekki notað piparúðann. BB er örugglega í essinu sínu.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 00:28
Sammála Hólmdísi, ég hugsaði þetta einmitt með piparúðann. Ég held að þessir menn verði aldrei barðir til hlýðni, það þarf að gefa sér tíma og tala saman. Þetta er komið út í algjört rugl, bæði liðin reyna að sýna hversu máttug þau eru og það getur ekki endað nema með skelfingu.
Vona að þér heilsist vel Guðrún mín, gleðilegt sumar ...
Maddý (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 06:44
Skilaboð stjórnvalda eru skýr
"Vinnið vinnuna ykkar og borgið skatta, við sjáum um rest og hugsum fyrir ykkur. Ef ekki þá látum við lemja ykkur!"
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.4.2008 kl. 09:30
Ég skil ekki aðkomu forystumanna Samfylkingar þessa dagana. Þau bara verja allt, sem þau áður gagnrýndu. Finnst þau vera komin í sömu vörn og framsóknarmenn í síðasta stjórnarsamstarfi.
"Andspænis þessu stilli ég hugmyndinni um frjálslynt lýðræði eins og ég skilgreindi það í Borgarnesi þann 9. febrúar. Í hinu frjálslynda lýðræði er hinum frjálsa einstaklingi skipað hærra en stofnunum samfélagsins. Þar tekur einstaklingurinn að sér að verja ákveðin grundvallarréttindi mannsins, þ.e. rétt hvers og eins til þess að skapa sjálfan sig, vera til á eigin forsendum, hafa sérstöðu og njóta viðurkenningar sem slíkur. Í hinu frjálslynda lýðræði viðurkennum við rétt fólks til skoðana. Þar byggjum við á samskiptum og samræðum milli stjórnvalda og samfélags óbreytta borgara. Í hinu frjálslynda lýðræði verðum við að þola gagnrýni af því að það er óaðskiljanlegur hluti þess."
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Borgarnesræðu hinni síðari.
Gleðilegt sumar Guðrún mín og ég vona að þetta verði sumar hins mikla viðsnúnings varðandi heilsufarið hjá þér.
Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 11:17
Eg vona bara ad tetta komi ekki i frettunum herna uti. Ad i fyrsta skipti fra tvi ad Guttoslagurinn var standa Islendingar saman upp og motmæla hau bensinverdi og hvildartima vorubilstjora.
Gæti ordid vandrædalegt
Spurning hvort tad eigi ekki bara ad herda a hvildartimanum, hækka alogur a fluttningabila og greida svo nidur sjofluttninga.
Svo gætum vid farid ad motmæla lagum launum leik og grunnskolakennara, svo vid faum fleira og betur menntad folk i ta stett. Motmælt kannski lagum launum umonnunarstetta, svo ad foreldrar okkar fai plass a hjukrunar og elliheimilium af tvi vid nennum ekki ad hafa tau heima hja okkur.
Nei !! Vid skulum standa upp a afturlappirnar og berjast fyrir tvi ad vorubilar geti keyrt austur a Egilsstadi i einum rikk og helst til baka aftur samdægurs. Allt i nafni tess ad fa odyrara bensin a jeppann.
Gledilegt sumar Gunna min og gangi ter vel.
Sveinn i Norge (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:53
Gleðilegt sumar elsku besta Guðrún mín og takk fyrir samfylgdina í vetur þú ert yndisleg perla og það er mér heiður að fá að eiga svona góða og hlýja blogvinkonu eins og þér,takk takk og farðu vel með þig elskan mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:35
Fín samantekt. Gleðilegt sumar systir góð og takk fyrir veturinn
Katrín, 24.4.2008 kl. 20:47
Ekki myndi ég vilja vera lögreglumaður á vakt í miðbæ Reykjavíkurborgar um helgina..
Katan , 24.4.2008 kl. 20:57
Flott athugasemd frændi og gleðilegt sumar sömuleiðis. Saknaðarkveðjur til ykkar í Norge. Það hefur hvarflað þeirri gömlu að flýja nema land á Norðurlöndunum vegna lágra launa o.fl. hver veit
Það er löngu tímabært að menn sýni samstöðu í verki. Þetta gátu menn í den, sbr. Gúttó slagurinn en ég er ekki endilega að mæla með barsmíðum og látum
Gleðilegt sumar öll sömul
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:16
Hef verið hugsi yfir commenti þínu, Stýri.. XS hefur tapað allri tiltrú og trausti landans hef ég trú á. Horfðu á ISG og ÖS, hvað er þetta fólk að sýsla í dag? Hver hefur breytingin orðið á málflutningi og starfsaðferðum þeirra. Hvernig hafa þau nýtt ráðherradóminn til að koma eigin stefnumálum og flokksins í gegn?
Mér sýnist ráðherrastólarnir hafa verið dýru verði keyptir, hef ekki trú á öðru en að pólitískum ferli þeirra sem og margra xS og xD manna, ljúki með yfirstandandi kjörtímabili. Þó xS slíti stjórnarsamstarfi sem ég er efins um úr því hinir almennu þingmenn hafa þagað þunnu hljóði fram til þessa, þá er trúverðugleikinn farinn
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:17
Þarna fóru dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri yfir strikið að mínu mati. Enginn þarf að segja mér að löggubjálfarnir hafi tekið þessa ákvörðun sjálfir. Hún hefur komið að ofan. Þetta er vísir að fasisma finnst mér. Algerlega óþörf og fáránleg uppákoma. Menn hafa fullan rétt til að mótmæla, þó það raski eitthvað tilveru annara um stundarsakir.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.