15.4.2008 | 12:51
Dalamenn standi saman og leggi lið
Vísa hér í frétt á heimasíðu Skessuhorns í dag:
Nokkrir aðilar í Dölum hafa ákveðið að efna til söfnunar til að létta undir með Þórði Halldórssyni á Breiðabólstað, en hann veiktist hastarlega síðasta haust. Verið er að skoða kaup á dráttarvél með aukabúnaði sem gæti létt honum lífið við bústörfin. Forsvarsmenn söfnunarinnar segja að Þórður hafi ætíð verið tilbúinn að leggja öðrum lið og nú sé komið að þeim að endurgjalda greiðviknina.
Þórður varð fyrir því áfalli síðasta haust að fá heilablóðfall og þurfti af þeim sökum að gangast undir erfiðar aðgerðir. Hann hefur verið í endurhæfingu á Grensásdeild, en áfallið hefur gert það að verkum að hann hefur hlotið af hreyfihömlun, sem gerir honum ókleift að ganga til starfa sinna með sama hætti og áður. Fjárbúskapur og fjárrag hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi Þórðar frá bernsku og ljóst að þangað stefnir hugurinn þó önnur nálgun þurfi að vera á verklagi í bili. Því hefur verið ákveðið að athuga með kaup á dráttarvél með aukabúnaði sem hentar honum til að sinna fleiri og fjölþættari verkefnum við bústörfin. Aukabúnaður sem þessi er dýr og mikil vinna í því fólgin að aðlaga hann að þörfum hvers og eins. Nú líður senn að því að Þórður útskrifist af endurhæfingardeild og haldi áfram að vinna að framförum sínum heima að Breiðabólstað. Telja menn að nefndur vélbúnaður komi þar að afar góðum notum og auki lífsgæði Þórðar til muna og hjálpi honum á batabraut. Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur til að létta undir með hjónunum á Breiðabólstað við að fjárfesta í þessari sérútbúnu dráttarvél. þeirra og vænta þeir sem að málinu standa að sem flestir sjái sér fært að leggja þeim lið. Söfnunarreikningur átaksins er hjá Kaupþingi í Búðardal og er nr. 0312-26-70707, kt. 091276-2249. Tilsjónarmaður þessa söfnunarátaks er: Trausti V. Bjarnason, Á, s. 434 1420 og 663 1420.
Frábært framtak Dalamenn, þetta er rétti hugsunarhátturinn! Tek heilshugar undir þetta átak og hvet alla til að leggja málefninu lið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
Athugasemdir
Sko Dalamenn!! Frábært framtak!
Þeir leyna á sér..
Katan , 15.4.2008 kl. 15:13
Það er með hverju orði sannarra að Þórður hefur verið ötull í gegnum tíðina að liðsinna öðrum. Ég vona innilega að menn leggi þessu málefni lið enda yndisleg og hardugleg fjölskylda þar á ferð.
Þetta geta Dalamenn, þegar þeir vilja
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:46
Mikið er nú gaman að heyra af svona. Sammála Kötu, frábært framtak.
Anna Guðný , 15.4.2008 kl. 23:57
Alltaf got þegar nærsamfélagið stendur með sínu fólki og kemur til hjálpar, þegar eitthvað bjátar á. Mætti eflaust vera meira af því.
Sigrún Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:25
Gaman af þessu . kv .
Georg Eiður Arnarson, 16.4.2008 kl. 21:04
Gott mál
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 21:39
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:33
Alltaf nóg að gera í dölunum.
Guðjón H Finnbogason, 17.4.2008 kl. 20:33
Heil og sæl; Guðrún Jóna og aðrir skrifarar !
Skörungur ertu; Guðrún mín. Var; fyrir stundu, að reyna að ná sambandi, við Trausta á Á. Hann mátti ei síma taka, um hríð, en ég mun sannarlega reyna, að leggja mitt af mörkum.
Við landsbyggðarfólk; verðum að standa saman, sem aldrei fyrri, og sönn ánægja, að leggja þeim Breiðabólstaðar hjónum allt það lið, sem mögulegt er.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:43
Tek undir mér þér Óskar, hjónin á Breiðabólstað einstakt fólk og á allan okkar stuðning skilið. Það kom mér þægilega á óvart að Trausti kæmi þar að málum, ó þó. Þó við deildum hér forðum við Trausti þá met ég hann mjög mikils.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.