13.4.2008 | 00:39
Blákaldur veruleikinn
Ekki er hægt að baða sig í frægðaljóma alla daga, maður verður að horfast í augu við staðreyndir lífins líka. Ekki eru hlutirnir alveg að ganga eins og ég hafði vonað, það er svo sem ekkert nýtt. Vonbrigðin rista misdjúpt, eins og gengur.
Mundi eftir frábærum heilræðum sem ég fékk í fyrra frá konu sem ég met mikils, þegar mest gekk á í mínu lífi:
Gerðu ráð fyrir erfiðleikum
sem óhjákvæmilegum þætti lífsins.
Berðu höfuðið hátt þegar þeir
bresta á og segðu:
Þið hafið ekki roð við mér
(Ann Landers)
Maður getur ekki reiknað með því að allt gangi upp, þannig er lífið. Oft ósanngjarnt finnst mér en það þýðir ekkert að væla yfir því, slíkt gerir illt verra. Finn einhvera leið út úr mínum vonbrigðum eins og áður og rís upp aftur með einhverjum ráðum.
Athugasemdir
Þinn tími un koma.....samanber enginn verður óbarinn biskup.
Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2008 kl. 01:15
átti að vera mun..... en ég vona nú samt að þú verðir ekki biskup
Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2008 kl. 01:16
Knús og kossar..
Katan , 13.4.2008 kl. 07:30
hvað angrar systir góð?
Katrín, 13.4.2008 kl. 07:45
Elsku Gunna mín. Ég get ekki skilið þessa óheillastjörnu sem yfir þér virðist vera endalaust, ég er algjörlega kjaftstopp! Hvað er hreinlega í gangi hjá almættinu? En eitt veit ég að þú hefur síðustu árin gert þitt allra besta til að rísa upp og berjast gegn henni á eins jákvæðan hátt og þú hefur getað. Það er líka morgunljóst að til þess að komast í gegnum erfiðleikana, s.s. makamissi, heilsumissi og ærumissi, þarf góðan og þéttan og stöðugan stuðning fjölskyldu og vina. Þegar það er ekki til staðar, verður margt miklu erfiðara og róðurinn þyngri. Það er ekki nóg að vera í sambandi við við þann sem er að berjast við að koma sér á réttan kjöl bara endrum og eins. Það þarf að vera í reglulegu og einlægu sambandi, annars gæti lífsviljinn veika aðilans minnkað til muna. Lífið færir manni misstóran skammt af lærdómsverkefnum og áskorunin er sú að takast á við hlutina og að sjálfsögðu að sigra þá. Einmanaleikinn sem umlykur þann sem berst fyrir lífi sínu og lífsviðurværi getur verið mikill, það vita þeir sem lent hafa í því. Það má segja að svona ferli hafi domino-áhrif, ýmist til hins betra eða til hins verra. Það þarf sterk bein og sterkan vilja til að komast í gegnum svona aðstæður og þú ert sterk, Gunna. Þú getur þetta !!
Og mundu að þú ert ekki ein í þessu ferðalagi. 
Sigrún (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 10:17
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.4.2008 kl. 13:42
knús og sammála siggu frænku...
Katan , 13.4.2008 kl. 13:43
Sammála Sigrúnu, maður þarf sterkt tengslanet í kringum sig þegar maður er að ganga í gegnum svona erfiðleika, stundum getur maður bara ekki alla hluti einn og óstuddur. Ég vona svo sannarlega að það séu margar viljugar hjálparhendur í kringum þig núna Guðrún mín.
Sunnudagskveðja ...
Maddý (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:19
Það er sagt að mótlætið styrki mann, þannig að þú hlýtur að vera sterk kona
. Ég tek líka heilshugar undir skilaboðin frá nöfnu minni hér að ofan
.
Sigrún Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 21:27
Elsku hjartans Gunna mín, oftast er hjálpin nær en maður heldur og vill sjá.
Stundum verður maður að horfa á og sætta sig við að það er ekkert sem maður getur gert annað en að senda góðar hugsanir og biðja.
Ég er viss um að það fari betur um þig hjá Sigrúnu systur en að vera heima ein og hjálparlaus. Þar hefur þú félagsskap og þá hjálp sem þig þarfnast...það eina sem þú þarft að gera er að þiggja boðið. Stoltið er gott en það er ekki gott að láta það þvælast fyrir sér.
Og mundu að þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. Þar innandyra felast ný tækifæri. Gefðu þeim og þér sjens

Katrín, 13.4.2008 kl. 23:13
Þúsund þakkir öll fyrir hlýjar kveðjur og hvatninguna.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:19
Helga mín, skellirnir urðu 3 hver á fætur öðrum. Ég rís upp aftur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.