Fræg einn dag

Ég hef örugglega þótt nokkuð spaugileg í dag. Dreif mig upp á Skaga, síðasta staðlota annarinnar. Fikraði mig varlega niður 13 tröppurnar í stiganum hér heima, skautaði með hækjurnar utan dyra og neyddist til að skríða á hægri rasskinn niður útidyratröppurnar. Skjögraði út í bíl, skelfingu lostin og á inniskónum. Sara, systurdóttir mín, tók að sér að ferja gripinn upp á Skaga og verða honum innan handar.

Mín beið þessi líka forláti, fallega blái hjólastóll þegar að skólanum mínum var komið. Einn  nemenda minna bauð mér stólinn sem gjörsamlega bjargaði mér. Var rúllað eins og kvikmyndastjörnu inn í skólan þar sem móttökunefnd  beið mín til að kenna mér á lyftu hússins. Dagurinn byrjaði með prófi sem var byrjað þar sem við vorum aðeins í seinni kantinum. Allir á kafi við úrlausn prófsins þegar ég birtist eins og hver önnur stjarna í þessum fína, bláa hjólastól, klyfjuð hækjum, veski, tölvutösku og náttúrlega með fylgdarmann. Reisti mig tígulega úr stólnum, sýndi afburðahæfni á hækjunum og hlammaði mér á stól við kennsluborðið. Tókst auðvitað að vera með smá ,,senu" og rak mig utan í borðið með tilheyrandi. Ég get sagt með vissu að koma mín vakti athygli  en skal ekki fullyrða um aðdáun.

Mér tókst að komast í gegnum daginn stórslysalaust, svona framan af degi, enda á fína, blá hjólastólnum og nánast útilokað að gera einhver óskunda. Brunað í bæinn á kagganum hennar Söru rétt fyrir kl.13. og beint í búð. Ískápurinn tómlegur og illa lyktandi þannig að nú var lag. Náði að klöngrast á hækjunum inn í búð, hoppaði þar og hökti, benti Söru með hækjunni á það sem ég vildi láta tína í körfuna fyrir mig, eins og hver önnur stjórstjarna og stóð mig bara býsna vel. Keypti vel inn og fílaði mig í botn, eins og börnin segja. Var í draumahlutverki mínu

cinderella

 

 

 

 

 

 

Heldur vandaðist málið þegar heim var komið, fljúgandi hálka að útidyratröppunum, ég á inniskónum og engir mannbroddar á hækjunum. Var ekki alveg á því að skríða upp tröppurnar á rassinum líkt og fyrr um daginn, var harðákveðin í því að á hækjunum færi ég, með fullri reisn. Uppskar eftir því, steig óvart í brotna fótinn. ÁÁÁÁiiiiiiiiiii  heyrðist um allt hverfið. Hundur hefði ekki ýlfrað hærra.

Skakklappaðist upp mínar tröppur, úti sem inni og lauk ferðinni uppistandandi. En hvernig datt mér í hug að mér tækist að fara í gegnum daginn, stórslysalaust! Sumir stinga hausnum dýpra í sandinn en aðrir. Hef ákveðið að halda mér inni við næstu daga í ljósi þessarar reynslu. Ferðast hér eftir einungis á sópnum mínum í skjóli nætur.

FlyWitch1

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Bíddu nú, hvað var það sem ég sagði um daginn????  Bara að vera heima í sófanum á fyrstu hæð með kaffivél, sjónvarp og tölvu

Katrín, 11.4.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nei, ekki beint, get það ekki þó ég vildi en vildi klára síðustu staðlotuna enda önnin að ljúka sem og nám nemenda. Þykist ómissandi

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Varst það þú sem flaugst hér hjá áðan???

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 01:06

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ekki gefast upp, taktu frekar viðráðanleg skref og eitt til, þetta kemur.

Verður orðin skondinn á þér botninn, ef þú hoppar um bæinn á honum alla daga.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.4.2008 kl. 13:25

5 identicon

Hæ  hæ

Það er nú enginn smá dugnaður í þér kona! Ég væri heima í sófa og myndi halda mig þar, En góðan bata :)

Kveðja Ingveldur  

Ingveldur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:44

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ó elskan mín kæra,farðu nú vel með þig það væri ekki  á bætandi ef þú skyldir brjóta hina löppina líka og vera með gifs í báðaen annars hafðu það bara notalegt um helgina elsku Guðrún mínknús knús og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.4.2008 kl. 18:02

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir kveðjunar öll sömul.

Hef heldur betur tekið út mína refsingu fyrir gærdaginn, sofið út í það endalausa og ekki gert handtak að viti í dag. Þarf í alvöru að fara að huga að þrýstingsárum og líkamshollingu. Botninn þegar orðinn skondinn Þorsteinn, göngulagið býður ekki upp á annað.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:42

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún viltu að ég komi og snúi þér?

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 23:56

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Taktu því nú rólega Guðrún mín.

Sigrún Jónsdóttir, 12.4.2008 kl. 01:00

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það liggur við Hólmdís, orðin ansi tæp

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 01:02

11 Smámynd: Katan

ég get örugglega fundið ódýrt snúningslak hérna úti

Katan , 12.4.2008 kl. 20:23

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hafðu góðan bata Guðrún . kv .

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2008 kl. 20:44

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Skemmtileg færsla en frekar erfið staða hjá þér. Góðan bata og kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:07

14 Smámynd: Katrín

Ok you have got your 15 minutes of fame...farðu að blogga kona

Katrín, 12.4.2008 kl. 23:13

15 Smámynd: Katan

á ekki að fara koma með nyja færslu?? :D

Katan , 12.4.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband