Að finna upp hjólið

Rakst á frétt um mína fyrrum heimabyggð á vef Skessuhorns í dag. Alltaf eru menn að finna upp hjólið. Nýjastu fregnir eru þær að nú sér búið að ráða stjórnsýsluráðgjafa til vinna ,,að gerð skipurita og skipunarbréfa fyrir nefndir og stjórnsýslu sveitarfélagsins".  Haft er eftir sveitarstjóra að slík vinna hafi aldrei áður farið fram í  sveitarfélaginu og að nú finnist sveitarstjórnarmönnum tími  til að breyta til og stefnt sé að skilvirkari stjórnsýslu með þessu aðgerðum.

Mér svelgdist á kókinu sem ég var að súpa á. Hvar hafa menn verið síðustu árin?  Slík undirbúningsvinna fór fram á síðasta kjörtímabili og var langt komin ásamt starfslýsingum og hvað eina. Hefði ekki þurft mikið til ef menn vildu breyta einhverjum pólitískum áherslum. Í þá tíð þótti eðlilegt að sveitarstjóri ásamt sveitarstjórnarmönnum tækju að sér slíka sverkefnavinnu í stað þess að ráða til sín sérstakan ráðgjafa.Shocking

Hitt er svo annað mál að með þeim hætti er kannski tryggt að vel og rétt verði staðið að málum þannig að þeir sem ekki kunna til verka séu að fikta í svo mikilvægum málum sem stjórnnsýslan er.  Hver veit nema að sumir sveitarstjórnarmenn fái tilhlýðilega tilsögn í stjórnsýslulögunum, meðferð opinberra mála, vanhæfisástæðum o.s.frv.?  Enn sitja menn beggja megin við borðið við afgreiðslu mála, jafnvel allan hringinn, ef því er að skipta og þykir ekki tiltökumál.

Það ber alltaf að líta það jákvæðum augum þegar menn viðurkenna vanmátt sinn og fela öðrum þeim verkefni sem þeir ráða ekki við sjálfir. Í því felst mikill styrkleiki sem ber að virða. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar menn eru að kljást við og ábyrgjast mál sem þeir hafa ekki þekkingu eða færni til eins og allir þekkja í lífinu. 

Það er hins vegar  alltaf betra að segja rétt og satt frá staðreyndum. Menn eru alla vega ekki að finna þetta hjól upp í fyrsta sinn. A.m.k. tveir af núverandi sveitarstjórnarmönnum tóku þátt í  þeirri vinnu sem fór fram fyrir nokkrum árum. Eins og umræddum sveitarstjóra varð á orði þá er ,,nauðsynlegt í nútíma samfélagi að fyrir liggi hvað fólk sé að taka að sér sem sest í nefndir á vegum sveitarfélaga". Er ég honum hjartanlega sammála en þetta  hefur legið fyrir , hvar hafa menn alið manninn í þessari  sveitarstjórn?W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta hefur víst eitthvað með hnattstöðu (ekki skortstöðu!) eða staðsetningu Tunglsins gagnvart Jörðu og gott ef að Sólin hefur ekki eitthvað með þetta að gera líka!  "Og jörðin snýst og snýst og snýst"............o.sv.frv.  Kannski hafa þessir sveitarstjórnarmenn ekki séð til Sólar vegna langvarandi fulls Tungls...og sem heilbrigðisstarfsmenn vitum við að fullt Tungl hefur af einhverjum ástæðum áhrif á það hvernig mannskepnan aktar.

Svo vitum við líka að "hugmyndir" verða að koma frá "réttum" aðilum! 

Þú ert góður penni Guðrún Jóna og skrifar á "mannamáli"

Sigrún Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlits kvitt og bestu kveðjuryfir til þín elsku Guðrún Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mikið til í því Stýri, en ríkisbáknið er hins vegar ansi þungt í vöfum, ekki síst vegna embættismannakerfisins og regluvæðingarinnar.

Við höfum margar fjöruna sopið Sigrún og þekkjum vel áhrif tungslins á mannskepnuna.

Takk fyrir kveðjuna kæra Linda, alltaf jafn yndisleg 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 18:43

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband