1.4.2008 | 02:26
Er botinum náð?
Geir Haarde virðist telja að botninum sér náð í efnahagsmálum þjóðarinnar. Krónan styrktist í dag og hlutabréf hækkuðu. Ég er einhvern veginn efins um að hann hafi rétt fyrir sér, sá ágæti maður. Verður hins vegar að blása í brjóst Íslendinga á erfiðum tímum.
Margt hefur flogið í gegnum huga mér síðustu dagana, einkum um stöðu bankana. Minnug þess þegar Búaðarbankinn og Landsbankinn voru ríkisbankar. Seldir á slikk fyrir nokkrum árum og hver er staða þeirra í dag? Verðmæti þeirra margfaldast, veltan skiptir hundruðum milljarða á ári enda að fjárfesta á alþjóðlegum vettvangi, bak og fyrir. Einungis brotabrot af þeirra tekjum koma til vegna innlendra viðskipta við landan sem bjóðast reyndar ekki sömu kjör og erlendir viðskiptavinir. Ný auðmannsstétt hefur bólgnað út, stjarnfræðileg mánaðarlaun stjórnenda, laun fyrir stjórnarsetu skiptir hudruðum þúsunda og almennir starfsmenn mjög vel launaðir. Bankastarfsmaður með stúdentspróf með hærri laun en hjúkrunarfræðingar, svo dæmi sé tekið. Velgengni bankanna hefur verið með ólíkindum og ekki laust við að ég sé sannfærð um að þjóðin eigi framúrskarandi fjárfesta innan sinna raða.
Íslensk fyrirtæki hafa mörg hver verið í sömu þróun, vöxtur þeirra lygasögu líkust, alþjóðavæðingin með ólíkindum. Árangurinn ótrúlegur, veltan skiptir hundruðum milljarða á þeim vettvangi einnig. Mörg þeirra eru enn með höfuðstöðvar hér á landi en hafa flutt starfsemi sína að milku leyti enda rekstrarskilyrði þar hagstæðara. Framleiðslukostnaður lægri, stærðarhagkvæmni auðveldari o.s.frv. Sérfræðiþekking íslenskra starfsmanna ,,flutt út" eins og hver önnur útflutningsvara. Þær upphæðir sem um er að ræða þegar kemur að tekjum og rekstri eru svo háar að flestir Íslendingar hafa einungis lesið um slíkar tölur í bókum. Mörg fyrirtækjanna orðnir risar á sínu sviði og með þeim stærstu í heimi. Íslensku fjárfestarnir og fyrirtækjaeigendur eru að fá tugi milljóna króna mánaðarlán.
Það sem ég velti fyrir mér er einfaldlega sú spurning; í hverju er velgengni íslenskra banka, fyrirtækja og fjárfesta fólgin? Ég á ekkert eitt svar við því en velti ýmsum möguleikum upp. Fyrir það fyrsta tel ég að við eigum mjög færa fjárfesta og viðskiptamenn meðal þjóðarinnar,ég held að enginn vafi leiki á því enda margir mjög vel menntaðir og með víðtæka reynslu erlendis frá og heima fyrir. Algjör sprengja hefur verið í þessari stétt. En þessi skýring nægir ekki til að útskýra alla velgengnina. Því hlýt ég að velta fyrir mér rekstrarumhverfinu. Fyrirtækjaskattar eru einungis 18% og stefnir í að þeir lækki niður í 15%. Rekstrarkotnaður og vinnuafl er hins vegar dýr og markaðurinn er mjög lítill þannig að bankar og fyrirtæki leita út fyrir landsteinana., Þar eru vaxtarmöguleikarnir, markaðir stærri og hagstæðara rekstrarumhverfi, ódýrara vinnuafl býst ég við o.s.frv.
Þó einungis brotabrot af hagnaði bankanna komi til vegna viðskipta innanlands eru vaxtakjör landans há þannig að bankarnir fá vel fyrir sinn snúð. Stjórnvöld hafa verið iðin við að styðja við bakið á þeim sem hafa farið í útrás með ýmsum hætti og jákvæðri kynningu. Allt hjálpast að enda viðskiptatengsl sem og önnur tengsl mjög dýrmæt. En skyldi þetta skýra velgengnina?
Samráð í einni eða annarri mynd hefur tíðkast lengi hér á landi, upp komst um samráð olíufélaganna en ég fæ ekki betur en að það standi enn yfir, sbr. Krónan og Bónus, olíufélögin, bankarnir o.s.frv. Nokkuð er á slíku samráði að græða, svo mikið er víst en skýrir það alla velgengnina?
Það hefur vakið athygli mína lengi að íslensk fyrirtæki og bankarnir hafa í auknum mæli viljað gera upp hagnað sinn í evrum. Bera fyrir sig þá ástæðu að stór hluti viðskipta fari fram í evrum og því sé eðlilegt að reksturinn sé það einnig. Þau hafa löngum þrýst á stjónrvöld að taka upp evruna sem gjaldmiðil, mörg þeirra hafa hótað því að flytja alla starfsemi sína úr landi, verði það ekki gert.
Vangaveltur mínar tengjast óneitanlega þeirri stöðu sem nú er komin upp og stjórnvöld loks farin að tjá sig opinberlega um. Það að einhverjir séu með samantekin ráð um að gera atlögu að krónunni og skemmdaverk á fjárfestingum íslenskra fjárfesta er áhyggjuefni. Ekki síst þar sem sumir telji að innlendir aðilar komi þar að málum.
Gæti það verið að menn ætli sér að þvinga hér upptöku evrunnar og inngöngu í ESB? Efnahgslegt umhverfi í landinu býður svo sannarlega upp á það. Staðan er viðkvæm, verðlagshækkanir, minnkandi kaupmáttur og stefnir í óðaverðbólgu. Allir bankar hafa lokað á útlán til viðskiptavina eftir að hafa nánast gengið á menn úti á götu og boðið þeim lán á ,,hagstæðum" kjörum. Gæti það verið að einhverjir séu beinlínis og markvisst að skapa þessar aðstæður til að undirbúa jarðveginn fyrir nýjum gjaldmiðli og aðild að ESB?
Ef svo er, hverjir hagnast mest á þeim aðgerðum? Stórt er spurt en minna um svör. Hvað varðar aðild að ESB tel ég hana glapræði við núverandi skilyrði fyrir inngöngu. Við erum þegar í bullandi vandræðum vegna kvótans sem er á fárra manna höndum sem og skerðingar hans. Ég eiginlega skil ekki þessa ESB ástríðu Samfylkingarmanna og fleiri. Sjá menn ekki hverjar afleiðingarnar hafa verið hjá öðrum þjóðum? Dugar ekki að rýna í reynslu þeirra? Hverjir hagnast á því að ganga inn í bandalagið?
Það var ansi fróðlegt að fylgjast með umfjöllun sjónvarpsins um áhrif aðildar í ESB fyrir hinar ýmsu borgir í Bretlandi, sbr. Lowestoft sem er orðin draugaborg, allur kvóti farinn og menn fá hungurlús til að moða úr. Sjáum við ekki þessa þróun í dag í okkar sjávarbyggðum? SKyldi vera markvisst að skapa þær aðstæður? Aðlaga landan?
Finnskir bædur eru ekki allt of spenntir eftir reynslu sína innan ESB, bændum snarfækkað og kjörin versnað. Það má vera að margt jákvætt sé við aðild að bandalaginu fyrir íslenska þjóð en allt blaður um tafarlausa inngöngu er ábyrgðaleysi. Það þarf opna umræðu þar sem allir kostir og gallar eru settir fram og síðan á það að vera þjóðin sjálf sem kýs um það hvort við göngum inn í bandalagið eður ei. Sú þjóðaratkvæðageiðsla á ekki að fara fram við núverandi aðstæður og því í raun ekkert að marka skoðanakannanir í þessum efnum. Forsendur liggja ekki til grundvallar.
Þvingunaraðgerðir skila aldrei varanlegum árangri, hverjir sem eiga í hlut að máli. Reynist grunur margra um að ýmsir innlendir og erlendir aðilar séu að skapa skilyrði fyrir slíkum aðgðerðum til að koma landinu inn í bandalagið, getum við farið að tala opinberlega um mafíu hér á landi. Hverjir skyldu skipa þann hóp?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki um að ræða neina tafarlausa inngöngu í ESB. Við uppfyllum ekki skilyrði um efnahagslegan stöðugleika. En umræðan á að fara fram, kynna skal kosti og galla. Og þá fyrst er hægt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og Geir er bara hjákátlegur. Botninum náð. Hver veit það??? Vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Álíka gáfulegt hjá honum og völvuspáin mín. En krónan er of lítill gjaldmiðill, við verðum að skoða allar leiðir. Góður pisill hjá þér eins og alltaf.
Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 02:39
knús knús og góðar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.