Verðlagshækkanir

Eins og við var að búast dynja verðlagshækkanir á landanum þessa dagana. Sumir taka forskot á sæluna og hækka gamlar birgðir í gríð og erg. Heyrist ekki hljóð úr horni frá Neytendasamtökunum né öðrum vegna þessa enda viðtekin venja að markaðurinn nýti sér aðstæður sem þessar. Landinn þekkir ekkert annað. Um leið og fregnir verðhækkun verður á eldsneyti úti í heimi berast hafa olíufélögin hækkað verðið á sínum ,,gömlu" birgðum, athugasemdalaust.

Ég get ekki sagt að ég sé undrandi á hækkun á verði til bænda, tel þá hækkun vera löngu tímabæra. Bændur hafa búið við óbreytt verð á sínum framleiðsluvörum um alllangt skeið enda verið krafa þjóðfélagsins að svo sé. Svo virðist sem það gleymist í umræðunni og við aðrar verðlagshækkanir að bændur þurfi að lifa af sinni vinnu, líkt og aðrir. Að reka lítil bú í dag, þýðir að bóndinn borgar með því og vinnur utan þess til að skrimta. 

13% hækkun á mjölkurvörum er því ekki mikil sé miðað við verðlagshækkanir á öðrum vörum en vissulega kemur sú hækkun við heimili landsins enda ekki í skrefum heldur í einu lagi. Öll aðföng bænda til rekstur hafa snarhækkað þannig að það hlaut að koma að einhverri leiðréttingu. Ríkið hefði hins vegar mátt taka meira á sig.

Mér skilst að kílóverð á kjúklingabringum eigi að fara upp í 2000 kr. á næstunni og slaga þar með upp í verð á nautakjöti. Fiskur er munaðarvara og hefur verið lengi. Gott ef kílóverðið út úr fiskbúð sé ekki svipað og á lambakjöti.  Líklega hækkar hann einnig á næstunni þó ekki sé hægt að rekja þá hækkun til hækkaðs verð á aðföngum. Þjóðin ætti að fara að snúa sér að fiskeldi í vaxandi mæli, þá verður kannski hægt að leyfa sér að kaupa nýjan fisk út úr búð.

En ég sé sæng okkar út breidda þegar kemur að rekstri heimilanna í landinu; kjöt á borðum á sunnudögum, naglasúpa og slátur til skiptis hina dagana.Sick

Hún var athyglisverð kenningin sem seðlabankastjóri lagði fram um stöðu krónunnar á ársfundi Seðlabankans en Davíð telur að óprúttnir, erlendir fjárfestar séu markvisst að gera atlögu að krónunni og þar með efnahag þjóðarinnar. Vissulega lítar margir erlendir fjárfestar á þessa litlu þjóð úti á ballarhafi hornauga vegna mikilla fjárfestinga og alþjóðavæðingar einstakra fjárfesta hér á landi. Margur á erlendum vettvangi hefur látið neikvæð ummæli falla í garð ,,síðhærða stráksins" frá Baugi sem hefur náttúrlega verið í gríðalegri útrás síðustu ár og náð að yfirtaka mörg fyrirtæki á erlendum vettvangi. Einhverjum kann að svíða það en hann er að ná fantagóðum árangri.

Hins vegar er það grafalvarlegt mál ef stjórnvöld gruna slíkar aðgerðir sem Davíð er að lýsa en þegja yfir þeim grun. Þjóðin í uppnámi yfir gengi krónunnar og aðgerðarleysi stjórnvalda. Trúlega hefði verið skynsamlegt að upplýsa þjóðina fyrr, við erum nefnilega ekki heimsk og myndum væntanlega standa saman í baráttuaðgerðum gegn því óþveraplotti sem stjórnvöld eru að halda fram að gæti verið í gangi. Þetta er ekki einkamál stjórnvalda enda snertir það afkomu okkar allra.

Enn heyrist ekkert í Samfylkingarmönnum, eru enn á fullu að bjarga heiminum og kynna árangur í útrás íslenskra fyrirtækja í því skyni að önnur efnahagskerfi geti lært af okkur. Það er svo sem góðra gjalda vert en kosningarloforðin þeirra láta standa á sér. Löng grein frá Jóhönnu, félagsmálaráðherra í Mbl. í dag um stöðu mála hjá öryrkjum en lítt bitastæð og augljóst að hvorki aldraðir né öryrkjar eiga að vera í samfloti við aðrar þjóðfélagshópa. Hróplegt misræmi við stefnu flokksins. Rosalega eru stólarnir mikilvægir fyrir flokkinn og verðmætir flokksmönnum.Shocking

Héðan er annars allt á rólegum nótum. Daglegt líf og nætur í föstum skorðum. Næturnar einkennast af 3 plús 2 eða 3 plús 1 sem felst í því að ég næ að sofa 3 tíma í senn, vakna þá við verkina, vaki í 1-2 tíma á meðan þau úrræði sem ég hef, eru að virka, næ að sofna þá aftur og þannig er hringrásin. Ef ég þarf að vakna í býtið á morgnana, verða 3 tímarnir að duga í nætursvefninn. Bæti mér upp svefnleysið seinni part dags og svona heldur þetta áfram. Síðasta nótt var ekkert öðruvísi en aðrar nema að ég glápti á hrollvekju kl. 4 í nótt á meðan verkirnir voru að hjaðna. Ekki mjög skynsamlegt, mæli ekki með því enda hálf myrkfælin undir morgun. Eyddi lunganum úr deginum við að bæta mér upp svefninn en komst á fínt skrið þegar leið á kvöldið.

Öllu má venjast, engin spurning. Er hætt að kippa mér upp við þetta ástand, tek því eins og það er. Eitthvað hefur seytlað frá magasárinu en er í rénum núna. Matseðillinn aðeins fjölbreyttari og felur í sér orðið meira en Prins polo. Harðfiskur þolist ágætlega, brauðsneið með osti og melónur þannig að allt er þetta í áttina. Heilmikið sparast í matarinnkaupum þannig að það eru jákvæðir punktar þar.

Reikna með því að þetta verði týpísk helgi og mín komin á gott skrið á morgun. Vonandi fer að hlýna því mig er farið að langa að hreyfa mig meira og brjóta upp hefðbundið mynstur. Er orðin pínu leið á þeirri stöðnun sem er á mínu lífi, flestir dagar eins, vinna og nám. Langar að fara að brydda upp á einhverju nýju. Sé fyrir mér sól og sumar í hyllingum, vildi helst vera úti á sólarströnd þessa dagana að gera nákvæmlega ekkert nema að láta mér líða vel.  Sá dagur mun komaCool

Búin að marka næstu skref og farin að skipuleggja lengra fram í tíma en til þriggja mánaða í senn. Lít á mig sem læknaða af krabbameininu og get loks leyft mér að plana í samræmi við það.  Er hætt að bíða á græna ljósinu. Hvert stefnan verður tekin, verður að koma í ljós. Prófa mig áfram og sé hvernig gengur. Léttir að vera lögð af staðWhistling

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Baráttukveðjur.

Georg Eiður Arnarson, 30.3.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þinn tími mun koma...á sólarströnd og í afslöppun. ég held að maður þurfi að vera í austurlenskum uppskriftum á næstunni.....lítið kjöt og fyllt upp með núðlum.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær lesning að venju.

Sigrún Jónsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.3.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Katan

jæja móðir mín.

Ég er loksins komin hingað. Ætla að prufa til að byrja með!

knús og kossar úr 20°hitanum!

Katan , 30.3.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: Katan

var einmitt að ljúka færslu nr. 2 ! öflug! :D

Katan , 30.3.2008 kl. 20:46

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Okkar tími mun koma

Guðjón H Finnbogason, 30.3.2008 kl. 21:47

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.3.2008 kl. 23:43

9 identicon

Neikvæt, neikvætt, neikvætt!

Mikið er af því á netinu þessa dagana, fólk þvaðrar og þvælir eins og himininn sé að hrynja í hausinn á því....úff.

Það skiptir engu máli hvernig krónan sveiflast eða veðrið, eða hvort að pólitíkus lýgur eða ekki.

Ljósið er alltaf grænt og það viðrar einfaldlega (óháð veðri) alltaf fyrir góðan göngutúr eða bara hvað sem er sem gefur lífinu gildi.

Who gives a flying fuck about vol og væl.

Til hamingju með batann og reykspólaðu nú út í eitthvað nýtt og jákvætt á hverjum degi héðan í frá.

P.s. Pólitík er ekki til þessa dagana á Íslandi nema sem innihaldslaust gjamm svo hættu að spá í hana,,,,,

 Þeir sem gefa sig að hundum geta fengið á sig flær.

Brúúúmmmm....................lífið bíður, af stað!! 

Kv: G.Þ. 

G.Þ. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 02:08

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þörf ábending, G.Þ, hver sem þú ert

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 06:53

11 Smámynd: Katan

vó !  hahaha...

spes

Katan , 31.3.2008 kl. 07:39

12 Smámynd: Katrín

hehehe  það er bara kviss-bang hjá G.Þ.... áfram veginn

Katrín, 31.3.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband