24.3.2008 | 23:26
Páskalamb
Mér tókst að komast í feitt í gær, boðin í mat til bróður og mágkonu. Dýrindis sjávaréttasúpa með rjóma, páskalamb a la Systa og súkkulaðisúrínukaka að hætti húsmóðurinnar. Gat því miður ekki þegið hvítt og rautt með matnum, lifi við þá fötlun að geta ekki drukkið létt vín án þess að veikjast.
En hvað sem öðru líður, þá gekk allt stórslysalaust fyrir sig, ég hámaði í mig eins og hefði ekki séð mat í marga mánuði og gerði öllu góð skil. Það sem meira var, mér varð ekki illt. Verkirnir komu seinna en svo sannarlega þess virði og því auðveldara að umbera þá. Ég hlýt að geta sagt að ástandið fari batnandi þó hægt sé og orsakir ekki að fullu kunnar enn.
Frábært að hitta famelíuna, miðlungurinn skrapp heim frá Norge með sína litlu famelíu þannig að mér gafst kostur á að hitta þau í kaupbæti. Dáist að bróður, tekur sinni lyfjamerð með þvílíkri jákvæðni og æðruleysi, þau reyndar öll fjölskyldan. Ég hef sjaldan fyrirhitt jafn jákvæðan einstakling í baráttunni við bév.... vágestinn. Ég er líka sannfærð um að hann hefur þetta með glans og það háglans.
Páskafríið sem sé búið og alvara lífsins tekur við á morgun. Frídagarnir fóru allir í verkefnavinnu en auðvitað lúrði ég inn á milli. Afkastaði engu af því sem ég ætlaði í hreingerniga- og skipulagsmálum en það kemur dagur eftir þennan dag. Eitt er víst að rykið og skíturinn fara ekki langt.
Gærkvöldið fékk mig til að hugsa út í það sem ég er að gera þessa dagana. Allt of mikil vinna og nám, eyði öllum mínum frítíma í verkefnavinnu. Til hvers spyrja margir og skal mig ekki undra. Ástæðan er hins vegar sú að ég hef mikla þörf fyrir að læra, gera betur og verða hæfari. Auðvitað leynist innst inni sú von að allar gráðurnar auðveldi mér með störf sem ég sækist eftir í náinni framtíð. Ég verð hins vegar að horfa kalt á stöðuna. Þátttaka mín í sveitarstjórnarmálum hefur verið og verður mér dýrkeypt um ókomna tið. Til þess var ætlast og það ætlunarverk hefur tekist.
Kristin trú boðar kærleik og fyrirgefningu. Menn eiga að rísa upp og bjóða hinn vangan eftir hvert kjaftshögg og umfram allt fyrirgefa. Ég hlýt að vera mjög ,,ókristin" manneskja því ég á mjög langt í land með að fyrirgefa böðlum mínum. Það sama á við þá sem auðvelduðu þeim ætlunarverk sitt, ýmist með aðgerðarleysi eða beinni íhlutun. Ekki það að ég er ekki að velta þessum málum fyrir mér á hverjum degi en það koma upp stundir sem mér finnst ósanngjarnt að hljóta þau örlög sem sjúkir og illgjarnir menn ætla manni og geta lítt aðhafst. Það virðist ekki skipta neinu þó maður hafi verið saklaus. Gjaldið verður maður að greiða og sá tollur er hár. Sé ekki fyrir endan á því í náinni framtíð.
Ég hef ekki trú á því að fyrirgefning verði á mínum lista fyrr en allir hlutaðeigandi hafa fengið makleg málagjöld, hvaðan sem þau koma. Kannski ,,andinn" komi yfir mér einn góðan veðurdaginn, það er aldrei að vita. En þangað til, læt ég böðlana ekki eitra daglegt líf.
En ég þar sem sé að fara að rækta eigin garð betur og hugsa betur um mig og mína. Gef mér aldrei tíma til að heimsækja vini og vandamenn. Alltaf að flýta mér enda bíður yfirleitt haugur af verkefnum eftir mér í tölvunni, bæði vegna vinnu og náms. Lífið þýtur áfram og maður gleymir að lifa því lifandi. Það gengur einfaldlega ekki upp og því ekki seinna vænna en að fara að taka á þeim málum.
Er enn að blanda mér í umræðuna hjá FF, nú síðast hjá formanni ungra. Þvílíkur hrokið í þeim unga manni, mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds. Get tekið undir það að málefni innflytjenda eru í ólestri en hvernig má annað vera miðað við stefnuleysi stjórnvalda og frjálst flæði inn í landið? Hins vegar eru skrif eins og þau sem liggja eftir þennan unga mann, ástæðan fyrir því að hvorki ég né margur annar, getur hugsað sér að ganga til liðs við flokkinn sem annars hefur margt til brunns að bera. Mér sýnist vera kominn tími á vorhreingerningar og tiltektir á þeim bænum
Ég er ansi hrædd um að mínir krakkar myndu flosna hið snarasta upp í Ungverjalandi, væru þeir eins þenkjandi og sumir í þessum málum. Mig skal ekki undra þó flokkurinn tapi fylgi og nái ekki að stækka. Innri átök og valdabarátta virðist tilheyra öllu flokkum enda vilja margir ráða. Þeir fara hins vegar misfínt í þau.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Athugasemdir
Guðrún Jóna, þér er að batna. Í öllum stjórnmálaflokkum eru eiginhagsmunaseggir. Við verðum bara hver fyrir sig að lifa eftir okkar sannfæringu. Ég vona innilega að þér eigi eftir að líða vel og ég trúi því. Svarið sem ég las frá Kötu var svo þroskað og flott, ég varð stolt af stelpunni...þó ég eigi eekert í henni.
Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:31
Átti að vera ekkert
Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:32
Takk fyrir það Hólmdís mín þú áttnú helling í mér.. =)
Ég er bara kjarftstopp á flutningi hjá þessum unga manni.
Ég var að hugsa um að ganga í frjálslyndra sérstaklega þar sem ég er fylgjandi stefnu þeirra EN ég get ekki hugsað mér að styðja þennan málflutning..
Ég bíð allavega eftir næstu kosningum hjá félagi ungra frjálslyndra....
Kata (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 09:36
Gott að þú gast borðað Páskalamb og allt tilheyrandi.
Varðandi pólitíkina, þá tel ég best að vera bara utan flokka og fylgjast bara vel með umræðunni á milli kosninga, gleyma ekki...... og falla ekki fyrir auglýsinga skrumi og loforðum án innistæðu.
Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2008 kl. 10:14
Hólmdís, þú átt nefnilega mjög mikið í Kötunni. Það segir hún sjálf
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:55
Kvitt
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.3.2008 kl. 14:02
Knús knús og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.3.2008 kl. 18:51
Takk kata
Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 20:43
Ég hef fylgst með þessari umræðu hjá Frjálslyndum undanfarið og eins og við er að búast að þá er ungliðahreifingin mun harðari í þessum málum.
En spurning hvort það veiti ekki af? Ekki sé ég neinn af þessum gömlu köllum ræða mikið um þessi mál. Ástandið í landinu er slæmt, glæpir útlendinga aukast og heyrir maður nánast í fréttum á hverjum degi um alvarlega glæpi útlendinga.
Og síðan eru þeir sem þó þora að ræða þessi mál.. rakkaðir niður af fólki eins og þér. Afhverju setur þú þá ekki inn athugasemdir og segir þínar skoðanir til ungliðahreifingarinnar í stað þess að rægja þá hér.
Bara hugmynd.
Bjarni (kýs kannski frjálslynda í næstu kosningum, ekki viss samt)
Bjarni (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.