Nú er mér skemmt

Er auðvitað andvaka eftir alla lúrana síðustu daga. Notaði tækifærið og kíkti á færslur hér og þar. Sé að það ætlar allt um koll að keyra vegna athugasemda sem ég lét frá mér um  Jón Magnússon á bloggi Sigurjóns Þórðarsonar um málflutning hans í innflytjendamálum. Mér fannst Jón ansi óvæginn og harðorður í garð innflytjenda í aðdraganda síðustu kosninga. Svo harðorður að margur las  út úr málflutningi hans beinlínis andúð. Hafi meining hans verið sú að fylgja eftir stefnu Frjálslynda flokksins þá mistókst honum þar hrapalega því margur las annað úr stefnu FF vegna skrifa hans og pistla í fjölmiðlum. 

Í öllu falli eru viðbrögð við athugasem um mínum sterk, langur pistill frá Jóni sjálfum og síðan kemur formaður ungra FF sem sakar mig um dónaskap og óvirðingu fyrir skoðunum annarra. Hvernig gat drengurinn lesið það úr orðum mínum veit ég ekki. Enn síður veit ég hvernig í ósköpum sá drengur komst til æðstu metorða meðal ungra Frjálslyndra. Shocking

Hvað innlytjendastefnu FF líður, þá hefur mér fundist hún málefnaleg og verið henni sammála frá fyrstu tíð. FF var fyrsti flokkurinn til að móta stefnu í málefnum innflytjenda og bentu m.a. á nauðsyn þess að stemma stigu við stjórnlausri fjölgun innflytjenda af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin var ekki tilbúin að taka á móti þeim fjölda og stjórnvöld  engan veginn í stakk búin til að tryggja þeim sömu réttindi og Íslendingum. Herða þyrfti eftirlit með sóttvörnum o.m.fl. Þessa stefnu studdi ég sem sé og varði opinberlega með rökum.

Ég átti hins vegar erfitt með að lesa þessa stefnu í málflutningi Jón Magnússonar. Honum tókst ekki að koma henni á framfæri með þeim hætti að menn skildu innihald hennar og margir töldu að um rasisma væri að ræða enda fór hann stundum offari. Oftar e ekki tók ég þátt í að leiðrétta þann misskiling meðal manna.FF var stimplaður sem rasista flokkur.  Á það hef ég bent og stend við það. Ótal pistlar Jóns endurspegla það.

Sumum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa skipt um flokka, jafnvel verið rakkaðir niður þó að málefnalegar ástæður liggi að baki þeirri ákvörðun. Þeir hafa verið úthrópaðir fyrir að rekast illa í flokki, ekki síst vegna eigin sannfærigar sem þeir hafa fylgt eftir. Minna fer fyrir umræðuna um suma, t.d. Jón Magnússon sem hefur gengið í þrjá flokka, Össur og Ingibjörg Sólrún í tvo, Steingrímur J  og Ellert B Scram í a.m.k. tvo og svo má lengi telja.  Eitthvað fór sú athugasemd mín líka fyrir brjóstið á mönnum, ég fæ ekki betur séð en að þeir séu að fara á límingunum.  W00t

Ekki var til þess ætlast, taldi víst að skoðanafresli ríkti meðal vor og að virðing væri borin fyrir skoðunum annarra.  Ekki er sama hver á í hlut, sýnist mér, í öllu falli er slíkt ekki í hávegum haft meðal einhverra bloggfélaga Sigurjóns og innan FF.  Ég hvet fólk til að líta í heimsókn á síðuna hans.

Menn eru greinilega að fara á límingum út af efnhagsástandinu og telja sumir aðild að ESB rétta leið til að kippa málum í liðinn.  Mér virðist  margur innan FF vilji feta þá stigu ef ég skil málflutnign nokkurra þingmanna og almennra flokksmanna rétt. Ég get tekið undir það að umræðan er þörf en aðild er ekki skynsamleg miðað við stöðu Íslendinga og þau skilyrði sem lögð eru til grundvallar aðild.  Sitt sýnist hverjum og ekkert óeðlilegt við það. Mér segir svo hugur að mismunandi afstaða manna geti leitt til klofnings innan nokkurra flokka í náinni framtíð. 

,,Margur heldur mig sig" segir máltækið. Óneitanlega kom það upp í huga mér við lestur athugasemda á títt nefndu bloggi Sigurjóns.  Ekki laust við að mér sé skemmtTounge

Þarf að reyna að koma mér í svefn, búin að snúa sólahringnum við í bókstaflegri merkingu. Hlýtur að vera batamerkiWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur verið í hörkustuði klukkan 5 í morgun ... ... gaman að sjá svona mikið fjör í þér hvort sem það er nótt eða dagur, alltaf gott að komast í gott stuð!  Eigðu góðan páskadag, hvort sem þú ætlar að sofa eða vaka, njótt þín bara á þinn hátt ...

Maddý (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skilyrði fyrir inngöngu í ESB er stabílt efnahagsástand. Svo Ísland uppfyllir ekki þau skilyrði. En ég held sjálf að við ættum að skoða hvort það sé til góðs fyrir okkur. Vegna okkar ótrygga efnahagsástands vill sjalfstæðisflokkurinn ekki umræðuna.  En ekki líst mér á þennan unga FFdreng. Og aldrei hefur mér litist á JM. Gleðilega páska, fer á kvöldvakt á barnadeild sem er yfirfull af páskaeggjum!!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.3.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Halla Rut

Sæl Guðrún. Ég las þetta hjá Sigurjóni í gær og gat ekki séð að neinn væri dónalegur. Þar voru bara eðlileg skoðanaskipti og allir fengur að svara fyrir sig en það er einmitt þannig sem það á að vera. Það gerir nú bara lesturinn skemmtilegri ef sterk orð eru notuð og skyldi fólk ekki vera viðkvæmt fyrir því. Mér líkar þankagangur þinn svo endilega haltu þínu striki og skrifaður sterkt áfram. Ungu fólk er of heitt í hamsi og lætur tilfinningarnar ráða og bera að taka því sem slíku og svo finnst sumum svo vænt um sína menn og mikið til þeirra koma og það er bara gaman af því. Jón Magnússon er í miklum metum hjá mér, og er ég viss um að áræðni hans og heilindi, eigi eftir að koma betur í ljós er á líður .

Gleðilega páska og hafðu það gott í dag sem aðra daga. 

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún Jóna,

ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér með batann.

Í sambandi við hin málefnin er ég hlutdrægur en samt sammála sumu. Spörum það til síðar. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.3.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sæl Guðrún

Las samskiptin á Sigurjóns síðu, og fanna því miður ekki dónaskap né almennt ástæðuna fyrir vælinu í Jóni og Viðari, skil ekki hversvegna svona viðkvæmir menn eru að gefa sig í pólitík.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.3.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já ég fór líka inn á síðuna hans Sigurjóns og las öll kommentin! Og ég get með sanni sagt að ég hugsaði: Mikið lifandis skelfing er ég fegin að vera ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að verja einhvern pólitíska flokkinn!!!  Undir þín innlegg tek ég heilshugar og einnig fyrrverandi flokksfélaga míns úr Þjóðarflokknum Guðbjörns Jónssonar.

Já, já, ég er flokkaflakkari, hef verið flokksbundin í 2 stjórnmálaflokkum og haft hátt.  Er sæmilega sátt við mitt inngrip í pólitík, en fékk upp í kok af veru minni í Framsóknarfl.  Frjálslyndi flokkurinn hljómar á stundum sæmilega í mínum eyrum en ég held ég gæti ekki kosið fulltrúana hér á Reykjavíkursvæðinu en þeir ættu mitt atkvæði í NV.

Þú stóðst þig vel Guðrún Jóna, því Jón Magnússon fór í vörn Þann mann gæti ég aldrei kosið!

Ég sakna svolítið Þjóðarflokksins!

Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2008 kl. 22:55

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér er í raun óskiljanleg viðbrögð Jóns M. Datt helst í hug slæm samviska. Í öllu falli ansi harkaleg varnarviðbrögð.

Hlakka til að eiga við þig umræður Gunnar Skúli, veit að þær verða málfefnalegar.

Sé það, Sigrún, að við deilum sömu reynslunni; að fá upp í kok á Framsókn. Vann þó ötullega að málum flokksins og trúði á gildin hans. Trúlega ein af fáum sem gerði það. Þau voru meira á pappírnum en framkvæmdinni, því miður

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:46

8 identicon

jæja.. alltaf sama fjörið hjá þér elsku móðir

 Ég er búin að lesa bloggið og allar athugasemdirnar og mér fannst merkilegt að Jón hafi gefið sér tíma til að svara einni athugasemd svona nákvæmlega.  

Ég las einnig athugasemd frá Viðari Helga, ungum nema sem er miðstjórnarmaður Frjálslyndra flokksins og formaður Landsambands ungra frjálslyndra.  Mjög athyglisverð.....   Stjórnmálamenn  mega ekki vera hörundsárir. Pólitíkin er alltof ljót tík eins og við fjölskyldan vitum með fullri vissu.  Ef þessi athugasemd æsir hann svona upp þá spyr ég hvernig bregst hann við þegar ennþá harðorðari greinar um flokkinn hans og jafnvel hann sjálfan birtast í blöðum? 

Það þarf ekki annað en að fara aftur í tímann í DV eða bara á bloggsíðu Össurar Skarphéðinssonar til að sjá að stjórnmálamenn verða fyrir miklum árásum bæði sem stjórnmálamenn og persónur. Þessir einstaklingar þurfa að brynja sig vel áður en þeir halda út í stríðið því ef þeir svara hverri örinni með fallbyssuskoti þá verða þeir ekki langlífir í pólitíkinni..... 

Kata (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:42

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega dóttir góð. Þig kippir í kynið

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband